Áherslum í rannsóknum á sviði eldfjallafræði má skipta í tvo flokka. Í þeim báðum nálgast menn verkefnið með þverfaglegum aðferðum, draga ályktanir af niðurstöðum og búa til líkan eða tilgátu. Viðfangsefnin ná yfir leit að uppruna bergkviku djúpt í möttli jarðar, könnun á ferð hennar gegnum skorpuna í tíma og rúmi, hvernig hún brýst á mismunandi hátt upp á yfirborðið í eldgosum, og loks hver eru áhrif eldgosa á umhverfið á jörðinni.
Kvikuferli og eldstöðvakerfi:
- Uppruni kviku
- Flutningur kviku
- Kvikuhólf og innskot
- Eldstöðvakerfi
- Kvika og skorpuhreyfingar
Eldgos og umhverfisáhrif:
- Eðli eldvirkni
- Forboðar eldgosa
- Eldgos
- Framleiðsla eldstöðva og gossaga
- Staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif
- Eldfjallavá og viðbrögð