Háskóli Íslands

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir og Bryndís Brandsdóttir hlutu viðurkenningu WING, fyrir brautryðjendastörf í rannsóknum á jarðhita á Íslandi. Verðlaunin voru afhefnt af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur.

Wing eru samtök kvenna sem starfa við jarðhita með einhverjum hætti. Markmið samtakanna er að efla menntun kvenna og auka atvinnumögulega þeirra á sviði jarðvarma (https://wing.wildapricot.org/). Þetta er í annað sinn sem íslenskar konur eru heiðraðar í móttöku WING sem haldin var í tengslum við GC2018 (Iceland Geothermal Conference) jarðhitaráðstefnuna í Hörpu í síðastliðinni viku. Hrefna Kristmannsdóttir og Ragna Karlsdóttir hlutu sömu viðurkenningu árið 2016.

Við óskum Árnýju og Bryndísi innilega til hamingju.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is