Háskóli Íslands

Bárðarbunga desember 2014

Á þessari síðu er að finna efni og gögn sem starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og samstarfsaðilar þeirra hafa aflað. Starfsmenn hafa kappkostað að gögn og bráðabirgðaniðurstöður komi fyrir sjónir almennings svo fljótt sem auðið er. Fólk er beðið að virða lögbundinn höfundar- og birtingarrétt og nota ekki gögnin til úrvinnslu og birtingar án leyfis.

Nýjustu upplýsingarnar eru efst en síðan í heild gefur yfirlit um framvindu mála. Í dagatali er flýtileið á hvern dag:

Desember: 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16-17-18-19-20-21-22-23-24-25-26-27-28-29-30-31
Nóvember 2014
Október 2014
September 2014
Ágúst 2014

Ítarlegar upplýsingar um skjálftavirkni er að finna á vef Veðurstofu Íslands

Vefmyndavélar M&T beina sjónum sínum í ýmsar áttir að svæðinu og frá því (MogT ehf)

Vefmyndavél Mílu - Bárðarbunga  Vefmyndavél Mílu - Bárðarbunga 2 

Bárðarbunga - GPS mælingar (Jarðskjálftar og mældar GPS-færslur saman á mynd - VÍ)

Greinar og annað ítarefni

30. desember 2014

Á næstsíðasta degi ársins var gripinn veðurgluggi og flogið á TF-FMS og gerðar radarhæðarmælingar yfir hraunið og tvær línur yfir Bárðarbungu. 

Tvö snið voru mæld yfir Bárðarbungu:
- Sigið heldur árfram með líkum hætti og undanfarið.  Dýpkun hefur verið nærri 25 cm/dag undanfarin mánuð.
- Mesta sig er nú orðið 59 metrar (frá miðjum ágúst).


 

30.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs.
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn síðustu tvo daga mældist M5,3 í nótt, 30. desember, kl. 00:11. Ellefu skjálftar mældust stærri en M3,0 og alls mældust um 100 skjálftar frá því á hádegi á sunnudag.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægan samdrátt í átt að Bárðarbungu.
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu.

Loftgæði:

 • Í kvöld og nótt má búast við gasmengun norðaustur af eldstöðinni, frá Tjörnesi austur á Reyðafjörð. Á morgun (þriðjudag) er búist við gasmengun austur af Holuhrauni frá Héraðflóa suður til Berufjarðar en í áttina að Hofsjökli um kvöldið.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 6. janúar, 2015.
 

29. desember 2014

Flatarmál hrauns er orðið  82,8 km2  (82,4 km2 + 0,4 km2). Kortið byggir á SENTINEL 1 ratsjármynd frá 29.12.2014


 

28. desember 2014


 

24. desember 2014


 

22. desember 2014

22.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Hraunið flæðir nú í lokaðri rás allt að jaðri hraunbreiðunnar austanverðar, 15 km frá gígaröðinni. Hraun rennur einnig til norðurs.

 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug, en heldur hefur þó dregið úr henni. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist M4,5 í gær, 21. desember, kl 16:12 á suður barmi öskjunnar. Sex skjálftar mældust stærri en M4,0 og um 25 skjálftar á milli M3,0-4,0 frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 135 skjálftar frá því á föstudag.
 • Átján skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á föstudag. Allir minni en M2,0 að stærð.
 • GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum.
 • Fjórir skjálftar mældust við Tungnafellsjökull á tímabilinu og um 18 skjálftar á svæðinu við Öskju-Herðubreið. Allir minni en M2,0 að stærð.
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Veður hefur ekki leyft ferðir á Bárðarbungu undanfarnar vikur og ekki er útlit fyrir að hægt verði að fara þangað fyrr en eftir hátíðarnar. 

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) er búist við gasmengun suðaustanlands á svæðinu frá Mýrdal austur á Reyðarfjörð.
  Á morgun (þriðjudag) má búast við gasmengun suðuvestur af gosstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

 • Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 30. desember.
 • Vísindamannráð almannavarna hefur haldið 80 fundi frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst. Ráðinu væri það ekki þvert um geð þó fundir þess vegna Bárðarbungu yrðu ekki mikið fleiri, en mun að sjálfsögðu standa vaktina svo lengi sem þarf.
 • Vísindamannaráð almannavarna óskar landsmönnum gleðilegra jóla. 
   

20. desember 2014

Lögreglumenn og landverðir í Vatnajökulsþjóðgarðir hafa í nógu að snúast, hér er nýtt kort sem byggir á mælingum þeirra á hraunjaðrinum norðanverðum. Flatarmál hraunsins var í gær 79,9 km2 samtals (79,5 km2 + 0,4 km2).


 

 

19. desember 2014

19.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Merki eru um að hraunið flæði nú einkum í lokuðum rásum nema allra næst gígaröðinni. Ein megin rás hraunsins rennur nú til norðurs.

 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á þriðjudag mældist M5,3 á miðvikudag, 17. desember, kl 13:59 á norður barmi öskjunnar. Skjálftinn fannst á Akureyri. Um 6 skjálftar mældust á milli M4,0-5,0 frá því á þriðjudag. Alls mældust rúmlega 200 skjálftar frá því á þriðjudag.
 • Um 20 skjálftar mældust í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni frá því á þriðjudag. Allir minni en M2,0 að stærð.
 • GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum.
 • Flogið var yfir öskju Bárðarbungu í gær fimmtudag, 18. desember. Mælingar sýna að sig öskjunnar heldur áfram með líkum hætti og verið hefur. Askjan hefur sigið um 4-5 metra frá 4. desember. Suðurbarmur öskjunnar heldur áfram að síga og hefur hann sigið um 7-8 metra frá upphafi umbrotanna.   
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Ólíklegt er að veður leyfi ferð á Bárðarbungu á næstu dögum en reynt verður að koma á sambandi við stöðina við fyrsta tækifæri. 

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) má búast við gasmengun suðaustur af eldstöðinni frá Djúpavogi að Lómagnúp.
  Á morgun (Laugardag) má búast við gasmengun allvíða umhverfis eldstöðina, en til norðurs seinnipartinn.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 22. desember.
 

18. desember 2014

Á þessari Landsat 8 mynd sem tekin var að kvöldi 18. des. má afar vel sjá virk svæði í hrauninu og hvernig hraunárnar liggja núna.  Ein þeirra liggur um óbrennishólmann fyrrverandi, sameinast svo annarri og nær í allt að 14 km fjarlægð frá gígunum, en er þó ekki komin alveg að hraunjaðrinum í NA hlutanum. Norðurjaðarinn er aftur á móti mjög virkur.  Flatarmál hraunsins er nú orðið 79,8 km2 (79,4 km2 og 0.4 km2).


 

17. desember 2014

Yfirlitskort byggt á Ratsjármynd frá ESA frá því í gærmorgun, 17. desember.
Þá var hraunið orðið samtals 79,4 km2  (79,0 km2 + 0,4 km2)


 

 

16. desember 2014

16.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Merki eru um að hraunið flæði nú einkum í lokuðum rásum.

 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist M5,4 í gær, 15. desember, kl 09:37 á norður barmi öskjunnar. Um 20 skjálftar mældust stærri en M4,0 frá því á föstudag. Alls mældust rúmlega 200 skjálftar frá því á föstudag. Þegar jarðskjálftavirknin frá upphafi umbrotanna er skoðuð má sjá að jafnt og þétt dregur úr henni og stórum skjálftum fækkar.
 • Á laugardag og sunnudag, 13. og 14. desember, mældist smávægileg aukin skjálftavirkni í bergganginum og við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Milli 15 og 20 skjálftar mældust hvorn dag, allir minni en M2,0 að stærð. Síðan þá hafa mælst um 10 skjálftar á dag í bergganginum, allir minni en M2,0.
 • GPS mælingar við norðurhluta Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. 
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Ólíklegt er að veður leyfi ferð á Bárðarbungu á næstu dögum en reynt verður að koma á sambandi við stöðina við fyrsta tækifæri.

Loftgæði:

 • Í dag (þriðjudag) má búast við gasmengun suðaustur og suður af eldstöðinni fram að hádegi, en síðan norður af eldstöðinni. Á morgun (miðvikudag) má búast við gasmengun norðaustur af Holuhrauni.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 19. desember.
 

12. desember 2014

SENTINEL 1 ratsjármynd frá því í morgun (12. desember) sýnir að stóri óbrennishólminn er kominn undir hraun. Þetta hefur væntanlega gerst síðastliðinn sólarhring, amk miðað við EO-1 myndir frá því í gær.

Sentinel 1 ratsjármynd af Bárðarbungu og nágrenni. Hér sjást sigkatlar vel og landslag á jöklinum er greinilegt.
12.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Merki eru um að hraunið flæði sé nú einkum í lokuðum rásum sem opnast nærri jöðrum þess.
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á miðvikudag mældist M4,6 í gær, 11. desember, kl 12:40 á norður barmi öskjunnar. Um 15 skjálftar mældust stærri en M4,0 og um 20 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls mældust rúmlega 130 skjálftar á tímabilinu.
 • Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni frá hádegi á miðvikudag. Um 10 skjálftar voru skráðir, allir minni en M1,1.
 • GPS mælingar sýna áframhaldandi hægt sig inn að Bárðarbungu. Hægt og rólega hefur dregið úr sighraðanum. 
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Ólíklegt er að veður leyfi ferð á Bárðarbungu á næstu dögum en reynt verður að koma á sambandi við stöðina við fyrsta tækifæri.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) er búist við að gasmengun dreifist um suðaustanvert landið frá Klaustri og austur á Vopnafjörð. Á morgun (laugardag) má búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 15. desember.
 

11. desember 2014

Nornahraun í hádeginu í dag (11.12.2014), eins og LANDSAT 8 gervitungl NASA og USGS skannaði það. Flatarmál hraunsins er nú orðið 77,5 km2 (77,1km2 + 0,4km2). Myndvinnsla og greining: Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar.


 

10. desember 2014

10.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Á vefmyndavélum má greina að hraunið sækir nú meðal annars fram til austnorðausturs inn í eyjuna sem myndast hefur í miðju hraunbreiðunnar.

 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á mánudag mældist M4,9 á þriðjudaginn, 9. desember, kl 18:00. Um 20 skjálftar mældust stærri en M3,0 og alls rúmlega 180 skjálftar á tímabilinu.
 • Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni frá hádegi á mánudag. Rétt er að geta þess að óveðrið sem nú gengur yfir landið dregur úr næmni jarðskjálftamælakerfisins og því er erfitt að greina smá jarðskjálfta.
 • GPS mælingar sýna engar breytingar. Land heldur áfram að síga í átt að Bárðarbungu með svipuðum hraða og verið hefur.
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Ólíklegt er að veður leyfi ferð á Bárðarbungu á næstu dögum en reynt verður að koma á sambandi við stöðina við fyrsta tækifæri. 

Loftgæði:

 • Í dag (miðvikudag) má búast við gasmengun suður af eldstöðvunum á svæði frá Mýrdal og austur á Höfn. Á morgun (fimmtudag) er áfram búist við gasmengu suður af gosstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 12. desember.
 

8. desember 2014

08.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur. Á morgun, þriðjudag 9. desember, verða liðnir 100 dagar frá upphafi þess. 
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist M5,1 á föstudag, 5. desember, kl 21:05. Um 20 skjálftar á milli M4,0-5,0 mældust á tímabilinu og 10 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls mældust um 300 skjálftar við Bárðarbungu frá því á hádegi á föstudag.
 • Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni frá hádegi á föstudag.
 • GPS mælingar sýna engar breytingar. Land heldur áfram að síga í átt að Bárðarbungu með svipuðum hraða og verið hefur.
 • Enn hefur ekki tekist að koma á sambandi við GPS stöðina í öskju Bárðarbungu. Ólíklegt er að veður leyfi ferð á Bárðarbungu á næstu dögum en reynt verður að koma á sambandi við stöðina við fyrsta tækifæri.

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) má búast við gasmengun austur og suður af eldstöðinni fyrir hádegi, en eftir hádegi norður og norðvestur af henni. Á morgun (þriðjudag) má búast við mengun norður og norðaustur af gosstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 10. desember.
 

5. desember 2014

05.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Eldgosið í  Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu vikur.
 • Vísindamenn flugu yfir öskju Bárðarbungu og gosstöðvarnar í Holuhrauni í gær fimmtudag, 4. desember. Mælingar sem gerðar voru benda til þess að sig öskjunnar haldi áfram með líkum hætti og verið hefur undanfarnar vikur. Verið er að vinna úr gögnum sem aflað var um rúmmál hraunbreiðunnar.
 • Vísindamenn flugu nú í morgun, 5. desember, með þyrlu Landhelgisgæslunnar að Bárðarbungu. Markmið ferðarinnar er að koma aftur á sambandi við GPS tæki í öskju Bárðarbungu.
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn öflug. Fjórir skjálftar að stærð M4,3 mældust í Bárðarbungu síðustu tvo daga. Tveir mældust í gær, 4. desember, kl. 00:32 og 15:45, og tveir í nótt, 5. desember, kl. 00:16 og 03:03. Frá hádegi á miðvikudag mældust 10 skjálftar á stærri en M4,0 og 12 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls mældust um 125 skjálftar við Bárðarbungu á tímabilinu.
 • Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni frá hádegi á miðvikudag.
 • Í framhaldi af samantekt um atburðina í Bárðarbungu sem teknir voru saman á síðasta fundi Vísindamannaráðs er rétt að taka eftirfarandi fram:
 • Þrátt fyrir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst hafa ekki nein alvarleg heilsufarsleg tilfelli verið tilkynnt þó svo margir hafi fundið fyrir tímabundnum óþægindum í öndunarvegi.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) er spáð gasmengun suður og austur af eldstöðinni og hægum vindi. Ákveðnari vindur í kvöld og mengunin fer til norðnorðvesturs. Á morgun (laugardag) er útlit fyrir að gasmengunin fari til austurs.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 5. desember.
 

3. desember 2014

03.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Á fundi Vísindamannaráðs var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa á Íslandi í yfir hundrað ár. Niðurstöður fundarins eru eftirfarandi:

 • Jarðskjálftar í Bárðarbungu: Mjög mikil skjálftavirkni hefur verið frá miðjum ágúst. Hún náði hámarki í fyrri hluta september en hefur farið hægt minnkandi frá þeim tíma en er þó enn mjög mikil. Þessi jarðskjálftahrina er ein sú mesta sem mælst hefur í eldfjalli í heiminum.
 • Jarðskjálftar í berggangi frá Bárðarbungu að Holuhrauni: Mjög mikil skjálftavirkni var samfara framrás gangsins seinnihluta ágúst en mikið dró úr henni eftir að gosið hófst í Holuhrauni. Enn verða jarðskjálftar í ganginum en þeir eru litlir og tiltölulega fáir.
 • Öskjusigið í Bárðarbungu: Nokkrum dögum eftir að umbrotin hófust byrjaði botn öskjunnar að falla um allt að 80 cm á dag en síðan hefur hægt jafnt og þétt á siginu og er það nú um 25 cm á dag. Sigið hefur lögun skálar og er það mest  um 50 metrar í miðju hennar en minna til jaðranna. Sigið nær til um 80 ferkílómetra svæðis og rúmmál þess er nú um 1,4 rúmkílómetrar. Sighraðinn í september samsvaraði flæði undan Bárðarbungu sem nam 200-250 rúmmetrum á sekúndu. Heldur hefur dregið úr flæðinu og er það nú um 130 rúmmetrar á sekúndu. Öskjusig eru fátíð og hafa ekki orðið á Íslandi síðan 1875 þegar Öskjuvatn myndaðist.   
 • Jarðskorpuhreyfingar: Miklar jarðskorpuhreyfingar mældust á meðan að berggangurinn var að myndast og sýndu vel framrás gangsins og sig inn að miðju Bárðarbungu. Túlkun GPS og bylgjuvíxlmælinga úr gervitunglum benda til þess að rúmmál kviku í ganginum sé um 0,5 rúmkílómetrar og að við upphaf gossins hafi hann verið fullmótaður. Eftir að gos hófst hefur landsig verið stöðugt, en hægt minnkandi, í átt að Bárðarbungu.   
 • Eldgosið í Holuhrauni: Eitt helsta sérkenni gossins sem hófst þann 31. ágúst er mikið og óvenju stöðugt hraunflæði. Kvikan sem upp kemur er fremur frumstætt basalt með efnafræðileg einkenni eldstöðvakerfis Bárðarbungu. Bergfræði kvikunnar bendir til að hún hafi náð jafnvægi á 9-20 km dýpi sem þýðir að síðasti geymslustaður hennar hafi ekki verið ofar í jarðskorpunni en sem því nemur. Hraunbreiðan er nú 76 ferkílómetrar. Mat á rúmmáli hraunsins er erfiðara en mælingar á flatarmáli. Mælingar úr flugi 4. og 26. nóvember benda til þess að rúmmál hraunsins sé nú um 1,0 rúmkílómetri en óvissan er 0,3 rúmkílómetrar. Flæði hrauns í september var nærri 200 rúmmetrum á sekúndu en meðaltal fyrir nóvember er talið vera undir 100 rúmmetrum á sekúndu. Nýja hraunið er það stærsta sem runnið hefur hér á landi frá Skaftáreldum  (1783-1784) og sennilega þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni á sama tímabili.       
 • Gas: Í fyrsta skiptið í 150 ár hefur gasmengun frá eldgosi áhrif víða um land. Ástæða þessa er hversu stórt gosið er og hversu lengi það hefur staðið. Flæði brennisteinsdíoxíðs (SO2) í gosmekkinum hefur mest mælst 1300 kílógrömm á sekúndu en meðaltal fyrir fyrsta mánuð gossins er talið hafa verið 400 kílógrömm á sekúndu. Mælingar á heildarflæði gass eru erfiðar í framkvæmd og er óvissa þeirra veruleg. Sennilegt er að gasflæði minnki í takt við minnkandi hraunflæði en sú þróun hefur ekki verið staðfest með mælingum. Fá tilfelli með háum SO2 styrk hafa orðið í byggð undanfarnar vikur í samanburði við það sem var í september og október, en þar gætu veðuraðstæður ráðið meiru en magn gass sem streymir frá gosstöðvunum.
 • Ef þróunin verður með sama hætti og verið hefur mun bæði sig Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni halda áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði. Þróunin gæti orðið með öðrum hætti og sviðsmyndir um eldgos undir jökli og í Bárðarbungu eru enn mögulegar.
 • Tveir skjálftar í Bárðarbungu stærri en M5,0 mældust frá hádegi á mánudag. Sá fyrri var M5,2 á mánudaginn, 1. desember, kl. 12:52 á suðausturbrún öskjunnar og sá síðari mældist M5,4 á þriðjudaginn, 2. desember, kl. 02:18 á norðurbrún hennar. Frá hádegi á mánudag mældust 10 skjálftar á milli M4,0-5,0 og 10 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls mældust um 120 skjálftar við Bárðarbungu á tímabilinu.
 • Lítil jarðskjálftavirkni mældist við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni frá hádegi á mánudag.

Loftgæði:

 • Í dag (miðvikudag) er spáð gasmengun norðaustur af eldstöðvunum á svæðinu frá Langanesi og suður á Hérað.

Á morgun (fimmtudag) er búist við að mengunarsvæðið teygi sig einnig yfir Austfirði, jafnvel suður á Hornafjörð.

 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 5. desember.


2. desember 2014

Samkvæmt þessari mynd frá 2. desember ætti hraunið að vera orðið nálægt 75,7 km2 að flatarmáli samtals, þar af 0,4 km2 minni flekkurinn en 75,3 sá stærri.

1. desember 2014

Hitamynd frá 1. desember, sýnir talsverða virkni í hrauninu og á rúmum sólarhring hefur það lengst um 450 m til NNA í nýja útskotinu við norðurjaðarinn. Nú má sjá hraunána greinast til norðurs vestan við hrauntjörnina. Suðurjaðarinn er einnig virkur og virðist nýtt útskot á leiðinni beint í suður frá hrauntjörninni en áþekk virkni virðist vera aðeins austar.
Það geta verið örlitilar skekkjur í uppréttingu myndarinnar, en þær ættu ekki að breyta heildarmyndinni svo nokkru nemi.
Það má sjá móta fyrir gosmekkinum sem grábrúnu skýi yfir miðju hrauninu, og gufubólstrar austast í hrauninu virðast enn vera á sínum stað. Græni bjarminn er hins vegar speglun/bjarmi af gígum og hrauná.

 

01.12.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Óverulegar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni undanfarnar tvær vikur.
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn mikil. Stærsti skjálftinn frá hádegi á föstudag mældist M4,5 á föstudaginn, 28 nóvember, kl. 22:52. Frá hádegi á föstudag mældust 12 skjálftar stærri en M4,0. Alls mældust um 200 skjálftar við Bárðarbungu á tímabilinu.
 • Um 10 smærri skjálftar mældust við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Allir skjálftarnir voru minni en M1,0. Óveðrið hefur töluverð áhrif á næmni jarðskjálftamælakerfisins svo færri smáskjálftar greinast þegar vindur er mikill. 

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) má búast við gasmengun á A-landi, á svæðinu frá Vopnafirði og suður á Seyðisfjörð. Á morgun (þriðjudag) má áfram búast við gasmengun norðaustur af eldstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 3. desember.
 

Hér á eftir er vísað í nokkrar greinar sem vísindamenn hafa skrifað um Bárðarbungu eða þar sem umfjöllun um hana kemur fram í greinum. Þessi listi er þó langt frá því tæmandi.

Bárðarbunga Volcanic System, a pre-publication extract from the Catalogue of Icelandic Volcanoes, to be made publically available in the coming months.

M. T. Gudmundsson, G. Larsen, Á. Höskuldsson and Á. G. Gylfason, 2008.  Volcanic hazards in Iceland, Jökull (58), 251-268.

Óladóttir, B.A., Larsen G. & Sigmarsson, O. Holocene volcanic activity at Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll subglacial centres beneath Vatnajökull, Iceland. Bulletin of Volcanology, 73, 1187-1208. doi: 10.1007/s00445-011-0461-4

Björnsdóttir, Þ. & Einarsson, P., 2013. Evidence of recent fault movements in the Tungnafellsjökull fissure swarm in the Central Volcanic Zone, Iceland. Jökull (63), 17-32.

Björnsson, H. & Einarsson, P., 1990.Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-sounding, earthquakes and jökulhlaups. Jökull (40), 147-168.

Einarsson, P., 1991. Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Tectonophysics, 189, 261-279.

Thordarson, T., and G. Larsen, 2007. Volcanism in Iceland in historical time: Volcano types, eruption styles and eruptive history. Journal of Geodynamics, 43, p. 118-152.

Pagli, C., and F. Sigmundsson, 2008. Will present day glacier retreat increase volcanic activity? Stress induced by recent glacier retreat and its effect on magmatism at the Vatnajökull ice cap, Iceland. Geophys. Res. Lett., 35, L09304, doi:10.1029/2008GL033510.

Höskuldsson, Á. 2000. Late Pleistocene subglacial caldera formation at Cerro las Cumbres. eastern Mexico, Jökull (50), 49-64.

Armann Höskuldsson, Robert S. J. Sparks, Michael R. Carroll, 2006. Constraints on the dynamics of subglacial basalt eruptions from geological and geochemical observations at Kverkfjöll, NE-Iceland, Bulletin of Volcanology, (68) 7-8, 689-701. DOI 10.1007/s00445-005-0043-4

Armann Höskuldsson, Michael R. Carroll, Robert S. J. Sparks. QUATERNARY ICE SHEET THICKNESS, JÖKULHLAUPS AND RAPID DEPRESSURIZATION OF PILLOW BASALTS, Mars Polar Science 2000.

Armann Höskuldsson, Robert S. J. Sparks, 1997. Thermodynamics and fluid dynamics of effusive subglacial eruptions, Bulletin of Volcanology (59), 219-230.

Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstj.), 2013. - Náttúruvá á Íslandi - Eldgos og jarðskjálftar,  Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík, 785 pp. ISBN: 978-9979-54-943-7

Eftirtaldar greinar fjalla um Öskju og myndun hennar:

Hartley, M. E., and T. Thordarson (2013), The 1874–1876 volcano-tectonic episode at Askja, North Iceland: Lateral flow revisited, Geochem. Geophys. Geosyst., 14, 2286–2309, doi:10.1002/ggge.20151

M.E. Hartley, T. Thordarson, J.G. Fitton and EIMF (2013), Oxygen isotopes in melt inclusions and glasses from the Askja volcanic system, North Iceland, Geochimica et Cosmochimica Acta, 123, 55–73. doi: 10.1016/j.gca.2013.09.008

Hartley, M. E., and T. Thordarson (2012),Formation of Öskjuvatn caldera at Askja, North Iceland: Mechanism of caldera collapse and implications for the lateral flow hypothesis, Journal of Volcanology and Geothermal Research, 227-228, 85-101. doi:10.1016/j.jvolgeores.2012.02.009

Sigurður Þórarinsson, 1972. Tröllagígar og Tröllahraun, A. Gosið í Tröllagígum 1862-1894. Jökull (22), 12-26.

Fjallað er nánar um vá vegna eldgosa í grein í Jökli 2008 (á ensku með íslensku ágripi):
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2008Jokull58_MTGetal_volchaz.pdf

Um samspil eldfjalls og jökuls í Gjálpargosinu 1996 má lesa í:
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/1997Nature_MTG_FS_HB.pdf
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2003BullVolc66_MTGetal_Gjalp.pdf

Um gos í jökli almennt:
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2005SubglacVolcAct_MTG-DQS.pdf
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2003GeopMono140_MTG_magma-ice-water.pdf

Einnig má lesa um þessa hluti í tveimur nýlegum bókum:
Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson
Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar.  Margir höfundar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is