Háskóli Íslands

Bárðarbunga - Holuhraun

Á þessari síðu er að finna efni og gögn sem starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og samstarfsaðilar þeirra hafa aflað. Starfsmenn hafa kappkostað að gögn og bráðabirgðaniðurstöður komi fyrir sjónir almennings svo fljótt sem auðið er. Fólk er beðið að virða lögbundinn höfundar- og birtingarrétt og nota ekki gögnin til úrvinnslu og birtingar án leyfis.

Nýjustu upplýsingarnar eru efst en síðan í heild gefur yfirlit um framvindu mála. Í dagatali er flýtileið á hvern dag:

Mars 2015: 1-2-3-4 -5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16

Febrúar 2015: 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16-17-18-19-20-21-22-23-24-25-26-27-28
Janúar 2015

Desember 2014
Nóvember 2014
Október 2014
September 2014
Ágúst 2014

Ítarlegar upplýsingar um skjálftavirkni er að finna á vef Veðurstofu Íslands

Vefmyndavélar M&T beina sjónum sínum í ýmsar áttir að svæðinu og frá því (MogT ehf)

Vefmyndavél Mílu - Bárðarbunga  Vefmyndavél Mílu - Bárðarbunga 2 

Bárðarbunga - GPS mælingar (Jarðskjálftar og mældar GPS-færslur saman á mynd - VÍ)

Greinar og annað ítarefni

16. mars 2015

Nýjustu upplýsingar um jarðhræringarnar og gasmengunina

16. mars 2015 - breyting á lokunarsvæðinu við Holuhraun

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.

Ákvörðunin er tekin út frá hættumati Veðurstofu Íslands þar sem fjallað er um hættur á svæðinu. Þar leggur Veðurstofa Íslands einnig til að farið verði í mótvægisaðgerðir til að auka öryggi almenningis í nágrenni hins nýja lokunarsvæðis.

Lögreglan í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð mun vera með viðveru á svæðinu til þess að gæta öryggis og vinna náið með vakt Veðurstofunnar. Þá er stefnt að því að koma upp frekari mælibúnaði sem tengdur er vöktunarkerfi Veðurstofunnar og auka þannig vöktun á svæðinu svo gefa megi út viðvaranir verði talin ástæða til.

Vatnajökulsþjóðgarður mun hnitsetja og merkja áhugaverða útsýnisstaði fyrir ferðamenn, þar sem aðgengi er auðvelt og fljótlegt að rýma svæðið ef ástæða verður til.

Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norðurjaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að vestustu kvíslum Jökulsár á Fjöllum í vestri (Smellið á kortið til að sjá stærri útgáfu). Ríkislögreglustjórinn, almannavarnadeild.
 

12. mars 2015

12.03.2015 kl. 09:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Embætti Sóttvarnarlænis.

Niðurstaða fundarins:

 • Fjallað var um þær hættur sem enn geta verið vegna atburðanna í Bárðarbungu og við Holuhraun
 • Fjölga þarf mælitækjum sem geta numið merki um hættur og efla vöktun á Veðurstofu Íslands verði almenningi veittur aðgangur að svæðinu
 • Farið verður í mótvægisaðgerðir til þess að minnka áhættuna á svæðinu og ákvörðun tekin um frekari opnun í framhaldi af því.

Staðan:

 • Enn dregur úr jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu. Um 80 skjálftar voru staðsettir við öskjubrúnina síðustu vikuna, sá stærsti um 2,5 stig. Stöðug virkni mældist í kvikuganginum, en þar urðu yfir 200 skjálftar, allir minni en tvö stig. Nokkrir djúpir skjálftar urðu suðaustan Bárðarbungu, þar sem kvikugangurinn beygir til norðausturs.
 • Jarðskjálftar mældust daglega við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Hrina um 20 smáskjálfta mældist norður af Herðubreiðartöglum í gærkvöldi. Mjög fáir skjálftar mælast nú við Tungnafellsjökul.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er gulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna mun koma saman til fundar þegar þurfa þykir.
 

4. mars 2015


Myndin er tekin fyrir miðju Baugs. Séð er norður eftir gígnum. Hrauntjörnin hefur fallið saman og myndar svartan grófan botn í gígunum.
 

Séð suður úr gíg frá norðri. Mesta gasuppstreymi er að finna í jöðrum gígs og um gígbarmana sjálfa.

Ljósmyndir: Ármann Höskuldsson

3. mars 2015

03.03.2015 kl. 10:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnun.

Vísindamenn vinna nú að úrvinnslu gagna og athugunum á umbrotasvæðinu til að endurmeta gildandi hættumat. Ákveðið var á fundinum að taka næstu viku í það verkefni og mun Vísindamannaráð almannavarna funda næst þriðjudaginn 10. mars og í framhaldi af því verða ákvarðanir um breytingar á hættumati og lokunarsvæði teknar.

 • Eldgosinu í Holuhrauni lauk á föstudaginn 27. febrúar.
 • Áfram dregur mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Aðeins mældist einn skjálfti stærri en M2,0 frá því á laugardag, en hann var M2,3 í gær mánudag kl. 04:08. Alls hafa mælst um 60 skjálftar frá því á laugardag.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 120 skjálftar frá því á laugardag. Sá stærsti mældist M1,6 að stærð á sunnudag kl. 02:10. Heldur meiri jarðskjálftavirkni mælist í kvikuganginum sem líklega er afleiðing þess að þrýstingur minnkar.
 • Við Tungnafellsjökul mældust 3 skjálftar, um 30 skjálftar við Herðubreið og 2 í Grímsfjalli. Allir skjálftarnir voru minni en M2,0 að stærð.
 • Óverulegar jarðskorpuhreyfingar mælast á svæðinu.

Loftgæði:

 • Enn mælist gasmengun við og yfir hraunbreiðunni. Áfram er búist við gasmengun við eldstöðvarnar og því verður fylgst vel með gasmælingum og gefnar út gasspár ef þurfa þykir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er gulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 10. mars, 2015.
 

1. mars 2015

LANDSAT 8 mynd frá NASA & USGS, unnin á Jarðvísindastofnun Háskólans. Landslag á jöklinum sést vel og gufubólstrar yfir hrauninu.


 

28. febrúar 2015

28.02.2015 kl. 10:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnun.

Eldgosinu í Holuhrauni, sem hófst þann 31. ágúst 2014, er lokið.

 • Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu.
 • Áfram mælist gasmengun frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni.
 • Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan Vatnajökuls.
 • Almannavarnir vinna áfram á hættustigi. 
 • Litarkóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum niður í gulan.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum niður í gulan fyrir Bárðarbungu. Upplýsingar um litarkóða íslenskra eldfjalla má lesa hér á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 3. mars, 2015.

27. febrúar 2015

27.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Mjög illa hefur sést til gosstöðvanna í Holuhrauni síðustu daga vegna veðurs. Gervitunglamyndir síðustu dægrin staðfesta þó að gos sé enn í gangi.

 • Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn frá því á þriðjudag mældist M2,5 í gær fimmtudag, 26. febrúar, kl. 01:59. Aðrir skjálftar voru minni en M2,0. Alls hafa mælst rúmlega 50 skjálftar í Bárðarbungu frá því á þriðjudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M3,0 að stærð frá því 21. Febrúar og ekki yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 60 skjálftar frá því á þriðjudag. Þeir stærstu mældust M1,4 og M1,3 að stærð. Rétt er að taka fram að það er mjög háð veðri hve margir smáskjálftar mælast. 
 • Sig öskju Bárðarbungu í síðustu viku var um 5 cm á dag að teknu tilliti til ísskriðs inn að miðju öskjunnar. 
 • GPS mælingar við Vatnajökul sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu, í samræmi við að kvika flæði enn undan bungunni.
 • Við Tungnafellsjökul voru 5 skjálftar, sá stærsti M1,7 að stærð. Við Öskju og Herðubreið mældust um 25 skjálftar, sá stærsti mældist M2,3 að stærð í Öskju í gær kl. 05:42.
 • Sjálvirkur gasmælir á Blönduósi mældi 500 µgr/m³ af S02 í gær. 

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) eru líkur á að vart verði við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni á svæðunum suðaustur af eldstöðinni, en síðdegis berst mengunin einnig til vesturs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst hugsanleg gasmengun til suðvesturs og suðurs.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið yfir í bráðum hálft ár. Verulega hefur dregið úr hraunflæði í Holuhrauni og hægt á sighraða öskju Bárðarbungu. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 3. mars, 2015.

24. febrúar 2015

24.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Mjög illa hefur sést til gosstöðvanna í Holuhrauni síðustu daga vegna veðurs.

 • Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þó enn teljist hún mikil. Stærsti skjálftinn frá því á föstudag mældist M3,7 á laugardag, 21. febrúar, kl. 15:20. Tveir aðrir skjálftar mældust stærri en M3,0 á tímabilinu. Alls hafa um 60 skjálftar mælst í Bárðarbungu frá því á föstudag. Tveir djúpir skjálftar mældust um 18 km suðaustur af Bárðarbungu. Sá fyrri þann 20. febrúar kl. 02:50 á um 19 km dýpi og sá síðari þann 21. febrúar kl. 21:55 á um 16 km dýpi. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 90 skjálftar frá því á föstudag. Þeir stærstu mældust M1,6 að stærð. Rétt er að taka fram að það er mjög háð veðri hve margir smáskjálftar mælast. 
 • Sig öskju Bárðarbungu er nú minna en 2 cm á dag. Taka verður tillit til ísskriðs inn að miðju öskjunnar þegar gögn úr GPS tæki eru skoðuð.
 • GPS mælingar við Vatnajökul sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu, í samræmi við að kvika flæði enn undan bungunni.
 • Við Tungnafellsjökul voru 2 skjálftar, báðir minni en M2,0 að stærð. Við Öskju og Herðubreið mældust á fjórða tug skjálfta og voru þeir allir minni en M2,0 að stærð.

Loftgæði:

 • Í dag (þriðjudag) má búast við gasmengun suðvestur og vestur af Holuhrauni. Á morgun (miðvikudag) er líkleg að gasmengun dreifist norðvestur af eldstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið yfir í bráðum hálft ár. Verulega hefur dregið úr hraunflæði í Holuhrauni og hægt á sighraða öskju Bárðarbungu. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður föstudaginn 27. febrúar, 2015.

21. febrúar 2015

Útlínur byggðar á LANDSAT 7 frá NASA og USGS frá 21.02.2015 22:06 GMT

20. febrúar 2015

20.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram, en verulega hefur dregið úr virkni þess undanfarnar vikur. Mjög hefur dregið úr sýnilegri virkni í gígunum og stækkun hraunsins er óveruleg.

 • Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þó enn teljist hún mikil. Stærsti skjálftinn frá því á þriðjudag mældist M4,3 í gær kl. 01:26. Tveir aðrir skjálftar mældust stærri en M3,0 á tímabilinu. Alls hafa um 70 skjálftar mælst í Bárðarbungu frá því á þriðjudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar. Greinileg jarðskjálftahrina mældist í gær frá kl. 01:25 og stóð hún til kl. 02:10. Við upphaf umbrotanna liðu um 2-4 klukkustundir á milli hrina af þessu tagi en nú líða að jafnaði um 12-24 klukkustundir á milli þessara hrina.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 65 skjálftar frá því á þriðjudag. Sá stærsti mældist M1,6 í morgun kl. 08:24 í Dyngjujökli.
 • Verulega hefur dregið úr sigi Bárðarbungu. Ekki er þó allt sem sýnist því þykknun vegna ísskriðs inn í sigdældina veldur því að nánast ekkert sig mælist á GPS stöðinni í miðju öskjunnar. Áætlað sig bergbotnins, að teknu tilliti til ísflæðis, er hinsvegar nálægt 5 cm á dag. Kvikuflæði undan Bárðarbungu er nú talið vera 25-30 m3 á sekúndu, sem er um tíundi partur af því sem var í september síðastliðnum.   
 • GPS mælingar við Vatnajökul sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu, í samræmi við að kvika flæði enn undan bungunni.
 • Sjö skjálftar hafa mælst við Öskju frá því á þriðjudag og um 15 við Herðubreið. Allir skjálftarnir voru minni en M1,5.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) má búast við gasmengun S og SV af Holuhrauni, en S og SA af því á morgun (laugardag).
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið yfir í bráðum hálft ár. Verulega hefur dregið úr hraunflæði í Holuhrauni og hægt á sighraða öskju Bárðarbungu. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 24. febrúar, 2015.

17. febrúar 2015

17.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram. Eldgosið er enn öflugt þó dregið hafi úr krafti þess. 

 • Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á föstudag mældist M4,5 á föstudagskvöld, 13. febrúar, kl. 21:22. Tveir aðrir skjálftar mældust stærri en M4,0 og þrír á milli M3,0-3,9 á tímabilinu. Alls hafa um 70 skjálftar í Bárðarbungu frá því á föstudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 60 skjálftar frá því á þriðjudag. Allir minni en M2,0.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu.
 • Um 40 skjálftar hafa mælst við Herðubreið og Herðubreiðartögl frá því á föstudag. Sá stærsti mældist M2,2 í gær mánudag kl. 03:39. Um tíu skjálftar mældust við Öskju og þrír í Tungnafellsjökli.

Loftgæði:

 • Í dag (þriðjudag) eru líkur á gasmegun austur af Holuhrauni, en norður og norðvestur af eldstöðinni í kvöld. Á morgun (miðvikudag) eru horfur á gasmengun norðaustur af Holuhrauni.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður föstudaginn 20. febrúar, 2015.

13. febrúar 2015

13.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram.

 • Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á þriðjudag mældist M4,0 á miðvikudag, 11. febrúar, kl. 12:16. Fáeinir skjálftar mældust á milli M3,0-3,9 á tímabilinu. Engir skjálftar náðu M3,0 í gær. Alls hafa um 60 skjálftar mælst í Bárðarbungu frá því á þriðjudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um 30 skjálftar frá því á þriðjudag. Sá stærsti mældist M1,2.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu.
 • Skjálftahrina hófst við Herðubreið og Herðubreiðartögl upp úr klukkan tvö í nótt. Stærsti skjálftinn mældist M2,7 kl. 08:19 í morgun. Mesta virknin hefur verið eftir kl. 05:30. Um 30 skjálftar hafa mælst á þessu svæði á um 4-6 km dýpi. Heldur dregur úr virkninni.
 • Ríkislögreglustjórinn, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa tekið ákvörðun (með tilvísun í 23.gr. í lögum 82/2008 um almannavarnir) um að breyta umfangi aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls.  Ákvörðunin er tekin í samráði við Veðurstofu Íslands, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni. Kort sem sýna nýja aðgangsstýrða svæðið, ásamt GPS hnitum, eru aðgengileg á vef almannavarna.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) er hætt við gasmengun vestur og norðvestur af Holuhrauni. Á morgun (laugardag) má búast við gasmengun norður af eldstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 17. febrúar, 2015.

12. febrúar 2015

ASTER hitamynd frá 12.02.2015 07:43 GMT, sýnir virkni í gígum og eins hitaflekk NA til í hraunbreiðunni.
Skýjabakki var hins vegar að koma inn yfir hraunið þegar myndin var numin þannig að ekki er að marka kaldari (dekki) fláka yfir sunnanverðu hrauninu.


 

10. febrúar 2015

10.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram. Eins og er eru engir vísindamenn á svæðinu vegna veðurs.

 • Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á þriðjudag mældist M4,7 í nótt kl. 03:18. Tveir aðrir jarðskjálftar mældust stærri en M4,0 frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á föstudag, annar mældist M4,1 á laugardag, 7. febrúar kl. 07:05 og hinn M4,0 kl. 04:00 sama dag. Um tíu skjálftar mældust á milli M3,0-3,9 á tímabilinu. Alls hafa um 60 skjálftar í Bárðarbungu frá því á þriðjudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um þrjátíu skjálftar frá því á föstudag, 6. febrúar. Sá stærsti mældist M2,0 á laugardag, 7. febrúar kl. 20:35.
 • GPS mælirinn í öskju Bárðarbungu er því kominn aftur í samband og birtast gögn frá honum á vef Veðurstofunnar.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu. Greinilegar truflanir eru á mælingum vegna sérstakra veðuraðstæðna síðast liðna daga.
 • Vinna við nýtt hættumat fyrir gossvæðið stendur nú yfir. Reiknað er með því að henni ljúki í þessari viku.
 • Rannsóknarhópur sem fylgjast með mengun í rigningu, snjó og leysingavatni hefur verið starfandi frá því gosið hófst. Hópurinn áætlar að safna sýnum á Vatnajökli og nokkrum hæstu tindum á Austurlandi. Einnig er fylgst náið með efnasamsetningu úrkomu á öllu landinu.

Loftgæði:

 • Í dag (þriðjudag) og á morgun (miðvikudag) er hætt við gasmengun NA og A af Holuhrauni.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður föstudaginn 13. febrúar, 2015.

6. febrúar 2015

06.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram. Sýnileg minnkun hefur orðið á gosinu síðustu tvær vikur.

 • Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á þriðjudag mældist M4,9 í nótt kl. 03:48. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en M4,0 mældust frá síðasta fundi, annar M4,5 og hinn M4,0. Um tíu skjálftar mældust á milli M3,0-3,9 á tímabilinu. Alls hafa um 110 skjálftar í Bárðarbungu frá því á þriðjudag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um tuttugu skjálftar frá því á þriðjudag. Sá stærsti mældist M1,8.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu.
 • Hæstu brennisteinsdíoxíðs gildi sem mældust frá síðasta fundi, þriðjudaginn 3. febrúar, voru 800 µg/m³ SO2 í Vopnafirði á þriðjudag.
 • Vinna við nýtt hættumat fyrir gossvæðið stendur nú yfir. Reiknað er með því að henni ljúki í næstu viku.
 • Tæknimenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun HÍ og almannavarnardeild RLS hafa í þessari viku unnið að viðhaldi mælitækja á Vatnajökli og nágrenni. GPS mælirinn í öskju Bárðarbungu er því kominn aftur í samband og munu gögn frá honum birtast á vef Veðurstofunnar.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) og á morgun (laugardag), má búast við gasmengun norðaustur og austur af Holuhrauni.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður þriðjudaginn 9. febrúar, 2015.
 

3. febrúar 2015

03.02.2015 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram. Lítið ef nokkuð virðist hafa dregið úr gosinu síðustu vikurnar.

 • Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Fimm skjálftar hafa mælst á bilinu M4,0-4,6 frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á föstudag. Sá stærsti mældist M4,6 í gær mánudag kl. 21:35. Rúmlega tíu skjálftar mældust á milli M3,0-3,9 á tímabilinu. Alls hafa mælst tæplega 130 skjálftar í Bárðarbungu frá því á föstudag, eða á milli 20 og 30 skjálftar á dag. Ekki hefur mælst skjálfti yfir M5,0 að stærð frá 8. janúar.
 • Í kvikuganginum hafa mælst um tíu skjálftar á dag frá því á föstudag. Allir skjálftanna eru undir M2,0 að stærð.
 • GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu.
 • Á laugardag mældist 2300 µg/m³ SO2 á Höfn í Hornafirði.
 • Vinna við nýtt hættumat fyrir gossvæðið stendur nú yfir. Reiknað er með því að henni ljúki í næstu viku.

Loftgæði:

 • Í dag (þriðjudag) má í fyrstu búast við talsverðri gasmengun víða í kringum Holuhraun, en norðaustur og austur af upptökunum síðdegis. Á morgun (miðvikudag) berst mengunin einkum austur af eldstöðvunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir.
 • Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Gosið hefur staðið í rúmlega fimm mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:

 • Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.
 • Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. 
 • Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur Vísindamannaráðs verður föstudaginn 6. febrúar, 2015.
 

Hér á eftir er vísað í nokkrar greinar sem vísindamenn hafa skrifað um Bárðarbungu eða þar sem umfjöllun um hana kemur fram í greinum. Þessi listi er þó langt frá því tæmandi.

Bárðarbunga Volcanic System, a pre-publication extract from the Catalogue of Icelandic Volcanoes, to be made publically available in the coming months.

M. T. Gudmundsson, G. Larsen, Á. Höskuldsson and Á. G. Gylfason, 2008.  Volcanic hazards in Iceland, Jökull (58), 251-268.

Óladóttir, B.A., Larsen G. & Sigmarsson, O. Holocene volcanic activity at Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll subglacial centres beneath Vatnajökull, Iceland. Bulletin of Volcanology, 73, 1187-1208. doi: 10.1007/s00445-011-0461-4

Björnsdóttir, Þ. & Einarsson, P., 2013. Evidence of recent fault movements in the Tungnafellsjökull fissure swarm in the Central Volcanic Zone, Iceland. Jökull (63), 17-32.

Björnsson, H. & Einarsson, P., 1990.Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-sounding, earthquakes and jökulhlaups. Jökull (40), 147-168.

Einarsson, P., 1991. Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Tectonophysics, 189, 261-279.

Thordarson, T., and G. Larsen, 2007. Volcanism in Iceland in historical time: Volcano types, eruption styles and eruptive history. Journal of Geodynamics, 43, p. 118-152.

Pagli, C., and F. Sigmundsson, 2008. Will present day glacier retreat increase volcanic activity? Stress induced by recent glacier retreat and its effect on magmatism at the Vatnajökull ice cap, Iceland. Geophys. Res. Lett., 35, L09304, doi:10.1029/2008GL033510.

Höskuldsson, Á. 2000. Late Pleistocene subglacial caldera formation at Cerro las Cumbres. eastern Mexico, Jökull (50), 49-64.

Armann Höskuldsson, Robert S. J. Sparks, Michael R. Carroll, 2006. Constraints on the dynamics of subglacial basalt eruptions from geological and geochemical observations at Kverkfjöll, NE-Iceland, Bulletin of Volcanology, (68) 7-8, 689-701. DOI 10.1007/s00445-005-0043-4

Armann Höskuldsson, Michael R. Carroll, Robert S. J. Sparks. QUATERNARY ICE SHEET THICKNESS, JÖKULHLAUPS AND RAPID DEPRESSURIZATION OF PILLOW BASALTS, Mars Polar Science 2000.

Armann Höskuldsson, Robert S. J. Sparks, 1997. Thermodynamics and fluid dynamics of effusive subglacial eruptions, Bulletin of Volcanology (59), 219-230.

Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstj.), 2013. - Náttúruvá á Íslandi - Eldgos og jarðskjálftar,  Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík, 785 pp. ISBN: 978-9979-54-943-7

Eftirtaldar greinar fjalla um Öskju og myndun hennar:

Hartley, M. E., and T. Thordarson (2013), The 1874–1876 volcano-tectonic episode at Askja, North Iceland: Lateral flow revisited, Geochem. Geophys. Geosyst., 14, 2286–2309, doi:10.1002/ggge.20151

M.E. Hartley, T. Thordarson, J.G. Fitton and EIMF (2013), Oxygen isotopes in melt inclusions and glasses from the Askja volcanic system, North Iceland, Geochimica et Cosmochimica Acta, 123, 55–73. doi: 10.1016/j.gca.2013.09.008

Hartley, M. E., and T. Thordarson (2012),Formation of Öskjuvatn caldera at Askja, North Iceland: Mechanism of caldera collapse and implications for the lateral flow hypothesis, Journal of Volcanology and Geothermal Research, 227-228, 85-101. doi:10.1016/j.jvolgeores.2012.02.009

Sigurður Þórarinsson, 1972. Tröllagígar og Tröllahraun, A. Gosið í Tröllagígum 1862-1894. Jökull (22), 12-26.

Fjallað er nánar um vá vegna eldgosa í grein í Jökli 2008 (á ensku með íslensku ágripi):
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2008Jokull58_MTGetal_volchaz.pdf

Um samspil eldfjalls og jökuls í Gjálpargosinu 1996 má lesa í:
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/1997Nature_MTG_FS_HB.pdf
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2003BullVolc66_MTGetal_Gjalp.pdf

Um gos í jökli almennt:
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2005SubglacVolcAct_MTG-DQS.pdf
https://notendur.hi.is//~mtg/pdf/2003GeopMono140_MTG_magma-ice-water.pdf

Einnig má lesa um þessa hluti í tveimur nýlegum bókum:
Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson
Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar.  Margir höfundar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is