Háskóli Íslands

Bárðarbunga október 2014

Á þessari síðu er að finna efni og gögn sem starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og samstarfsaðilar þeirra hafa aflað. Starfsmenn hafa kappkostað að gögn og bráðabirgðaniðurstöður komi fyrir sjónir almennings svo fljótt sem auðið er. Fólk er beðið að virða lögbundinn höfundar- og birtingarrétt og nota ekki gögnin til úrvinnslu og birtingar án leyfis.

Nýjustu upplýsingarnar eru efst en síðan í heild gefur yfirlit um framvindu mála. Í dagatali er flýtileið á hvern dag:
Október: 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16-17-18-19-20-21-22-23-24-25-26-27-28-29-30-31


31. október 2014

31.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • The volcanic eruption in Holuhraun continues with similar intensity. The lava field is now 65,7 squere kilometres.
 • Seismic activity in Bardarbunga continues to be strong. 200 earthquakes have been detected in the caldera over the last 48 hours. Just over ten earthquakes were bigger then magnitude M4,0. The largest one was M5,3 tonight at 01:30.
 • The GPS station in the centre of Bardarbunga show that the subsidence of the caldera continues with similar rate as it has done over the last few weeks. The total depression in the caldera is now about 42 meters.
 • Energy of the geothermal areas in Bardarbunga is now few hundred megawatts and the melting of water is estimated around 2 cubic meters per. second. The water goes into Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum. The flow is too small to effect the total water flow of the rivers.
 • Around 20 smaller earthquakes are detected in the dyke and at the eruption site in Holuhraun, all around magnitude M1,0 and smaller.
 • GPS measurements in the active area show minor changes.
 • A recommendation by the Scientific Advisory Board of the Icelandic Civil Protection: The Scientific Advisory Board concludes that it is necessary to increase monitoring of SO4 so it is possible to evaluate the concentration of sulphuric acid particles and its potential influence on health.

Air quality:

 • Considerable sulphuric dioxide (SO2) pollution has been recorded widely around Iceland over the last few days. It is believed that reduced energy in the volcanic plume may result in that the gas pollution does not reach the higher layers of the atmosphere.
 • Today (Friday) eastern gales are forecast so gas pollution is expected mainly in W-Iceland. Tomorrow (Saturday) light easterly winds are expected so gas pollution may be expected northwest and west of the eruption.
 • The Icelandic Met Office provides two-day forecasts on gas dispersion from the eruptive site in Holuhraun. Most reliable are the forecast maps approved my meteorologist on duty, see Gas forecast. And although still being developed further, an automatic forecast, see Gas model, is also available (trial run, see disclaimer).
 • A new online gas detector has been put up in Hofn in Hornafjordur. Measurements of air quality can be found on the webpage www.airquality.is

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 3. nóvember.

29. október 2014

29.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarið.
 • Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. 130 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðustu tvo daga. Um tugur skjálfta var á milli M4-5 að stærð. Tveir skjálftar voru stærri en M5,0 þann 28. október. Sá fyrri kl. 04:54 og sá síðari kl. 06:04.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur.
 • Smærri skjálftar mælast við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni.
 • Hreyfingar á GPS mælum á umbrotasvæðinu sýna litlar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (miðvikudag) er spáð hægri breytilegri átt og má þá búast við að mengunin verði bundin við svæðið umhverfis gosstöðvarnar og gæti náð þónokkri útbreiðslu. Seinni partinn og í kvöld er hætt við gasmengun á S- og SV-landi. Á morgun (fimmtudag) er spáð austanátt og má búast við gasmengun vestan eldstöðvanna, við Faxaflóa, Breiðafjörð og norður á Húnaflóa.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart.
 • Síritandi nettengdur loftgæðamælir hefur verið settur upp á Höfn í Hornafirði. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 31. október.

28. október 2014


 

27. október 2014

27.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarið.
 • Jarðskjálftavirkni virkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. Yfir 200 skjálftar hafa mælst í öskjunni um helgina. Þar af voru 44 stærri en M3,0. Þeir stærstu voru M5,3 kl. 05:54 á sunnudag og kl. 01:05 í nótt.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur. Mælingar úr lofti sýna að heildarsigið var á föstudag orðið 40 metrar.
 • Jarðhiti fer nú vaxandi í Bárðarbungu og hefur sigketill í suðaustur horni bungunnar dýpkað um 25 metra á rúmum mánuði. Aukningin er talin tengjast sigi öskjunnar.  
 • Yfir 70 smærri skjálftar hafa mælst við bergganginn um helgina. Sá stærsti mældist M2.1 kl. 11:51 á sunnudag.
 • Hreyfingar á GPS mælum á umbrotasvæðinu sýna litlar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) má búast við gasmengun austur og suðaustur af gosstöðvunum, frá Héraði suður að Jökulsárlóni. Á morgun (þriðjudag) er spáð ákveðinni norðanátt og því líkur á gasmengun suður af gosstövðunum.
 • Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum, sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirka spá, tilraunakeyrslu sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan biður fólk að skrá mengun, verði það hennar vart.
 • Um helgina var bilun í gagnaflutningi frá mælum víða á austur- og norðurlandi. Unnið er að viðgerð.
 • Síritandi nettengdur mælir verður settur upp á Höfn í Hornafirði á morgun, þriðjudag.  

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 29. október.

25. október 2014

Farið var í mælingar á umbrotasvæðinu með TF-FMS, flugvél ISAVIA, föstudaginn 24. október.  Sigið í Bárðarbungu var mælt í nokkrum mælilínum yfir öskjuna. Sigið er mest NA við miðju öskjunnar um 40 m (sjá þversnið).  GPS mælir í miðju öskjunnar sýnir að sigið nemur um 30-40 cm á dag.  Rúmmál sigskálarinnar er nú um 1 km3.

Jarðhiti fer nú vaxandi í Bárðarbungu. Í öskjunni hafa verið í áraraðir 2-3 litlir sigkatlar, annars vegar vestast í öskjunni og hins vegar í suðaustur jaðar hennar. Katlarnir eru merki um lítilsháttar en viðvarandi jarðhita. Eftir 20. september fóru sigkatlarnir að dýpka. Ketillinn í suðaustur horninu hefur einkum vaxið hratt og hefur dýpkað um 20-25. Á sama tíma nemur dýpkun ketils vestan í öskjunni um 12 m. Aukning í jarðhita kemur ekki á óvart, enda má búast við að hreyfing á sigsprungum auðveldi streymi jarðhitavatns að heitu bergi.


Ljósmynd úr NV, jarðhitakatlar við vesturbrún hægra megin á mynd. Katlar í SA horni sjás fyrir miðri mynd. Þar sunnan við má sjá sigin sem mynduðust 27. ágúst. Ljósmyndari Þórdís Högnadóttir
 


Ljósmynd af katli í SA horni.  Ljósmyndari Magnús Tumi Guðmundsson
 


Ljósmynd af katli við vestur brún öskjunnar. Ljósmyndari Magnús Tumi Guðmundsson

Fylgst verður náið með breytingum á jarðhitanum. Ef sigkatlarnir verða mjög stórir getur vatn safnast fyrir undir þeim og komið fram í jökulhlaupum. Ef jarðhiti vex mikið frá því sem þegar er orðið gæti það einnig verið vísbending um að kvika nálgaðist yfirborð undir Bárðarbungu.

Magnús Tumi Guðmundsson
Þórdís Högnadóttir

Í eftirlitsflugi með TF-Sif í dag var haft hefðbundið eftirlit með eldstöðinni og Bárðarbungu en einnig var horft sérstaklega eftir eldfjallagasi. Það sást mjög víða, einkum á Miðhálendinu og víða á sunnanverðu landinu. Tobias Dürig frá Jarðvísindastofnun HÍ tók meðfylgjandi mynd.
Horft er frá Vatnajökli til SSA. Fyrir miðri myndinni má sjá Súlutinda og Skeiðarárjökul vinstra megin við þá. Hægramegin Súlutinda er Björninn undir gosmóðu sem liggur yfir suðurhluta Vatnajökuls og teygir sig út fyrir ströndina.
Ljósmynd: Tobias Dürig


24. október 2014

24.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarnar vikur. Hraunið er nú orðið 63 ferkílómetrar.
 • Jarðskjálftavirkni virkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. Yfir 160 skjálftar hafa mælst í öskjunni síðustu tvo daga. Þar af voru að minnsta kosti 15 stærri en M4,0 og 45 á bilinu M3,0-3,9. Þeir stærstu eru M4,8 kl. 13:21 á miðvikudag og kl. 13:07 í gær fimmtudag.
 • Yfir 50 smærri skjálftar hafa mælst við bergganginn síðustu tvo daga. Sá stærsti mældist M1.9 kl. 02:48 í nótt.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur undanfarnar vikur.
 • Hreyfingar á GPS mælum á umbrotasvæðinu sýna litlar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.
 • Í dag verða gerðar mælingar úr lofti á umbrotasvæðinu.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) gæti orðið vart við gasmengun frá eldgosinu á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorgun eru líkur á mengun á austurhelmingi landsins. Síðan fer mengunin að berast til vesturs og þegar kemur fram á daginn gæti orðið vart við mengun um tíma víða á vesturhelmingi landsins. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 27. október.

23. október 2014

22. október 2014

Megin gasstreymið rís upp af gígnum Baug. Hraunelfan rennur til austurs frá gígunum  (vinstri á mynd). Ljósmynd: Ármann Höskuldsson

22.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 • Vísindamenn sem eru staddir í Holuhrauni hafa staðfest að eldgosið heldur áfram með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. Hraunelfa rennur úr norðurenda gígsins til austurs af miklum krafti.
 • Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli en virkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. Klukkan 8:36 á þriðjudag mældist skjálfti M5,3 að stærð í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Síðustu tvo daga hafa mælst 10 aðrir skjálftar í Bárðarbungu stærri en M4,0, og 31 skjálftar stærri en M3,0.
 • Smærri skjálftar mælast við bergganginn, flestir frá norðurbrún Dyngjujökuls að gosstöðvunum í Holuhrauni.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (miðvikudag) má búast við gasmengun frá gosstöðvunum víða á norðanverðu landinu, frá Austfjörðum og vestur á Breiðafjörð.
 • Á morgun (fimmtudag) eru líkur á gasmengun á norðvestanverðu landinu, frá Eyjafirði vestur á Snæfellsnes og Vestfirði. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 24. október.
 

21. október 2014

Virknin í gosinu er nú einangruð við Baug. Þrjú megin uppstreymissvæði eru innan gígsins sem koma vel fram í rökkrinu.  Ljósmynd: Ármann Höskuldsson

Góð EO-1 ALI mynd af vesturhluta hraunsins 21.10.2014. Það má sjá örlítil útskot til norðurs og austurs, staðfest af Ármanni Höskuldssyni sem var á vettvangi.


 

20. okbóber 2014

20.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 • Vel sást til gossins á vefmyndavélum í nótt og fram á morguninn og virtist svipaður gangur í gosinu og verið hefur. Slæmt skyggni er nú á svæðinu og ekkert að sjá á vefmyndavélum.
 • Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli en virkni í Bárðarbungunni er enn töluverð. Klukkan 9:40 á laugardag mældist skjálfti M5,4 að stærð í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Þetta er með stærri skjálftum sem mælst hafa síðan umbrotin hófust. Síðustu tvo daga hafa mælst níu aðrir skjálftar í Bárðarbungu stærri en M4,0.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) er búist við hægri vestanátt til að byrja með en síðan ákveðinni norðvestlægri átt síðdegis og má búast við gosmengun á A-landi frá Vopnafirði, að Jökulsárlóni í suðri.
 • Á morgun (þriðjudag) verður hvöss norðvestlæg átt og gæti orðið vart við gosmengunina suðaustur af gosstöðvunum, frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 22. október. 
 

19. október 2014

Yfirlitskort byggt á ratsjármyndum Landhelgisgæslu í dag, 19. október. Til samanburðar eru útlínur hraunsins frá 17.10.
Heildarflatarmál hrauna er nú  60,7 km2  (60,3 km2 + 0,4 km2). Allstór spilda hefur bættst við að sunnanverðu en einnig nokkuð að norðanverðu.

17. október 2014

Nýtt yfirlitskort byggt á ratsjármyndum Landhelgisgæslu.  Heildarflatarmál hraunsins er nú 59,1 km2  (58,7 km2 og 0,4 km2)


 

17.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:
Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

 • Síðustu vikuna hefur gosið haldist óbreytt og með jöfnu hraunflæði.
 • Síðasta sólarhring hafa mælst um 100 skjálftar á landinu öllu, þar af 84 við Bárðarbungu. Fáir skjálftar mælast í ganginum og mælast fleiri skjálftar við Tungnafellsjökul eða rúmlega 40 á ofangreindu tímabili. Þetta er svipuð virkni og sólarhringinn þar á undan.
 • GPS stöðin í öskju Bárðarbungu sýnir að sigið heldur áfram með svipuðum hraða.
 • Fimm skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst síðustu tvo sólarhringa, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var M5,4 kl 11:16 á miðvikudag.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) er spáð austan- og norðaustanátt. Búast má við gasmengun vestan gosstöðvanna, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
 • Á morgun (laugardag) er hætt við gasmengun vestur og suðvestur af Holuhrauni. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 20. október. 


16. október 2014

Þessar ljósmyndir frá Morten S. Riishuus sýna okkur uppbyggingu stærsta gígsins á gossprungunni. Efri myndin er tekin 15. október kl. 17:45 en sú neðri var tekin 28. september kl. 14:05.

15. október 2014

MODIS mynd frá því í hádeginu. Þetta er samsetning af ljósmynd, hita- og miðinnrauðu bandi (rás).
Ský koma bleikleit út en snjór blár. Hitafrávik sem sterkur rauður litur en væntanlega er það heldur yfirgripsmeira en hraunið í raun, þó myndin ætti að gefa vísbendingu um virkustu staðina.
Inn á myndina eru merktir óyfirfarnir skjálftar frá Veðurstofu Íslands s.l. sólarhring.

LANDSAT 8 falslitamynd frá NASA unnin af eldfjallafræði og náttúruvárhópi Jarðvísindastofnunar.
Nýr hrauntaumur hefur runnið að sunnanverðu og einnig hefur bættst við  hraunið til norðurs.


 

15.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.


Síðustu vikuna hefur gosið haldist óbreytt og með jöfnu hraunflæði.

 • Um 130 jarðskjálftar hafa mælst við öskju Bárðarbungu síðasta sólarhringinn sem er aukning frá því sem verið hefur undanfarnar tvær vikur.
 • Viðgerð á GPS stöðinni í miðju Bárðarbungu er lokið. Stöðin sýnir nú að sigið í öskjunni heldur áfram með svipuðum hraða og verið hefur, eða um 30-40 cm á dag. Sigið er mest í norðaustur hluta öskjunnar. Rúmmál sigsins er metið 0,75 km3.
 • 13 skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst síðustu tvo sólarhringa, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var M4,8 kl 18:51 á þriðjudag.
 • Lítil skjálftavirkni mælist við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Á mánudag og þriðjudag var vindur mjög hægur á landinu og varð vart við við gasmengun frá eldgosinu í flestum landshlutum. Í hægviðrinu er mögulegt að gasið safnist saman, þá einkum nærri eldstöðinni og nái háum styrk.
 • Í dag (miðvikudag) er útlit fyrir hægt vaxandi austanátt. Það má gera ráð fyrir að eftir hádegi verði sú gasmengun sem er yfir landinu farin að berast til vesturs, ásamt því gasi sem gemur frá gosstöðvunum í dag. Austanvert landið ætti þá að vera að mestu laust við mengun þegar kemur fram á daginn. Víða annars staðar má búast við mengun og gætu loftgæði orðið slæm.
 • Á morgun (fimmtudag) er búist við ákveðnari austlægri átt og ætti að nást að blása því gasi burt sem setið hefur yfir landinu. Það gas sem gemur frá eldgosinu á fimmtudaginn berst til vesturs og norðvesturs og líklega mun verða vart við það í Skagafirði, við Húnaflóða, á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og suður á Faxaflóa. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 17. október.

14. október 2014

MODIS ljósmynd frá 14.10.2014 klukkan 12:58

 

13. október 2014

13.10. 2014 kl 9:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Umhverfisstofnun og Sóttvarnalækni.

Vísindamenn flugu yfir umbrotasvæðið á föstudag (10.10.2014). Stærð hraunsins var mæld, sigdældir í Dyngjujökli og Bárðarbungu voru myndaðar með ratsjá.

Síðustu vikuna hefur gosið haldist óbreytt og með jöfnu hraunflæði.

 • GPS stöðin í miðju Bárðarbungu er óvirk svo upplýsingar um sig hafa ekki borist undanfarna þrjá daga. Unnið er að viðgerð.
 • 21 skjálfti stærri en M3,0 hafa mælst síðustu tvo sólarhringa, allir við öskju Bárðarbungu. Þeir stærstu voru M5,2 kl 08:43 og 21:23 á sunnudag.
 • Lítil skjálftavirkni mælist við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

Í dag (mánudag) er hæg suðlæg átt og berst mengunin einkum norður af eldstöðinni, yfir Mývatnssveit allt að Eyjafirði og til austurs að Melrakkasléttu. Á morgun (þriðjudag) er hægviðri á landinu og því má búast við mengun víða, sér í lagi norður og norðaustur af upptökunum, frá Mývatni að Hallormsstað. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 15. október.

10. október 2014

Seinnipartinn 10. október fór Landhelgisgæsla Íslands í eftirlitsflug yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni. Um borð voru sérfræðingar frá Landhelgisgæslunni, Veðurstofunni, Jarðvísindastofnun og Almannavörnum. Hér að neðan er yfirlitskort yfir hraunið en flatarmál þess mælist nú 55,82 km2 (samtals, stærra og minna hraun) þar af er stærra hraunið 55,45 km2.

Afar mikil móða er yfir suðvestanverðu landinu í dag, 10. október. MODIS mynd frá NASA.


 

10.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Sóttvarnalækni.

Síðustu vikuna hefur gosið haldist óbreytt og sviðuðu hraunflæði og verið hefur undanfarnar vikur.

 • Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður.
 • 13 skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi á miðvikudag, allir við öskju Bárðarbungu. Þeir stærstu voru M5,2 kl 15:24 á miðvikudag og kl. 21:22 í gær fimmtudag.
 • Mjög lítil skjálftavirkni mælist við norðurhluta gangsins. 
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar. Ekki miklar breytingar. 
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) lítur út fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt og gæti orðið vart við gosmengun suður og suðvestur af upptökunum, á Suðurlandi, frá Þorlákshöfn í vestri allt að Skeiðarársandi í austri. 
 • Á morgun (laugardag) er búist við ákveðnari norðaustanátt og gæti orðið mengunar vart frá Hellisheiði austur að Höfn í Hornafirði. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunniwww.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangiðgos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 13. október. 
 

8. október 2014

MODIS myndir frá því í hádeginu þann 8. október sýna talsvert mikla mengun á Suðurlandi.

Yfirlitskort, á við um 7.10.2014 árla dags. Heildarflatarmál hrauns var þá 53,4 km2 , þar af 53 km2 stærra hraunið.08.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

 • Gosið heldur áfram með líkum hætti og áður.
 • Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður.
 • 23 skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi á mánudag, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var M5,5 kl 10:22 í gær þriðjudag.
 • Mjög lítil skjálftavirkni mælist við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (miðvikudag) og á morgun (fimmtudag) má búast við gasmengun suðvestur af eldstöðinni, frá Eyjafjöllum að Reykjanesi, þar með talið höfuðborgarsvæðið og upp í Hvalfjörð. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 10. október.  
 

7. október 2014

Yfirlitskort. Hraunið samkvæmt vettvangsathugunum 2. og 4. okt. 2014 með flatarmálsupplýsingum frá 4. okt. (lágmarkstölur) og hitamynd úr gervitungli frá því í nótt (7. okt. 03:27) en hún sýnir virkustu svæðin innan hraunbreiðunnar. Greining eldfjallafræði- og náttúruvárhóps JHÍ.


 

6. október 2014

06.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreg
lustjóra og Umhverfisstofnunar.

Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður, örlítið hefur dregið úr stærð stærstu skjálftanna.

 • Sjö skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var M5,0 kl 16:58 í gær.
 • Mjög lítil skjálftavirkni mælist við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.
 • Jarðskjálftar hafa mælst við Kópasker síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa mældust sex skjálftar stærri en M2,0 sá stærsti M3,4 kl. 9:34 í gær.
 •  

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) og morgun (þriðjudag) eru líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs. Því gæti mengunar orðið vart á svæði sem afmarkast af Snæfellsnesi í norðri og suður á Reykjanes. Möguleiki er að mengunar verði vart á höfuðborgarsvæðinu um tíma. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður miðvikudaginn 8. október.

 

5. október 2014

Blámóðan út Eyjafjörð

""

MODIS gervitunglamynd tekin kl. 13:04 hinn 5. okt. 2014 sýnir nokkuð vel hvernig móða berst frá Holuhrauni en þess ber þó að geta að mun auðveldara er að greina slíkt yfir hafi en landi. Á myndinni sést blá móða yfir Eyjafirði. Móðuna leggur í norður og svo vestur.

 

Ljósmyndir og upplýsingar frá Ármanni Höskuldssyni frá 4. og 5. október 2014.


Séð til gosstöðva úr austri. Gosmökk leggur til norðurs. Megin mökkur kemur upp úr Baug og annar minni úr sníkjutjörn austan Baugs. Til hægri á myndinni glittir í hraun er rennur til suðurs.
 


Baugur séður úr suðri 5 október. Einstaka slettur koma upp fyrir barma þegar gasblöðrur springa í gígnum. Gas leggur hér til vesturs.


Hraunið mjakar ánni til austurs. 4 október var um 4m rás milli eystri bakka og hrauns. Á fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 m. Lón þegar farið að myndast við suður jaðar hrauns.
 

4. október 2014

Yfirlitskort 4.10.2014 byggt að mestu á vettvangsathugunum eldfjallafræði og náttúruvárhóps JHÍ 2. og 4. október en jaðar skv. ratsjármynd 30. september er hafður til hliðsjónar. Frá 30. sept. hefur syðsta álma hraunsins lengst um tæpa 3 km í NA samsíða fyrri álmum og hraunið hefur einnig breikkað heldur til suðurs.

Flogið var yfir eldstöðvarnar 4. október og hér koma nokkrar myndir sem Morten S. Riishuus tók í fluginu.

 

 

3. október 2014

03.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Gosið heldur áfram með líkum hætti og áður. Hraunframleiðslan er stöðug og rennur hraunið til suðausturs frá gígunum.

 • Mjög há SO2 gildi mældust við gosstöðvarnar í Holuhrauni í gær. Áætlað er að 35.000 tonn af SO2 stigi upp frá gosstöðvunum á dag.
 • Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður þó örlítið hafi dregið úr stærð stærstu skjálftanna í þessari viku.    
 • Ellefu skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti var M4,8 kl 01:41 í nótt.
 • Smærri skjálftar mælast við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (föstudag) má reikna með að gasmengun verði vart norðaustur og síðar austur af eldstöðinni í Holuhrauni. Hætt er við gasmengun um tíma á svæðinu frá Héraðsflóa suður til Hornafjarðar. 
  Á morgun (laugardag) má búast við gasmengun norðvestur af Holuhrauni. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður mánudaginn 6. október.
 

2. október 2014

Allur norðurjaðar hraunsins var mældur 2. október (rauð lína á korti). Útlínur að öðru leyti sýna hvernig staðan var að kveldi 30. september en suðurjaðarinn hefur breyst frá því það var.
Í bakgrunni er MODIS hitamynd frá því klukkan 22:10 að kvöldi 2. okt. Hámarkshitafrávik (hvítt) bendir til þess að hraunið hafi lengst talsvert í NA
Ekki er unnt að treysta á suðurjaðar hvíta flekksins á myndinni sem jaðar hraunsins.

Þessa mynd tók Robert Alexander Askew 2. október 2014. Hér sést Baugur úr vestri en gosmökkurinn liggur til norðurs.
 

1. október 2014

01.10.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Gosið heldur áfram með líkum hætti og áður.

 • Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Níu skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, allir við öskju Bárðarbungu. Sá stærsti M4,8 var kl 19:24 í gær. Færri skjálftar mælast við norðurhluta gangsins.
 • GPS mælingar sýna minniháttar hreyfingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Háir SO2 toppar mældust í Mývatnssveit í nótt og í morgun og hæsti 10 mínútna toppur var um 5.800 míkrógrömm. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og fylgja leiðbeiningum um SO2 mengun.
 • Í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Í kvöld  færist svæðið heldur til austur allt að Þistilfirði. Á morgun, fimmtudag, er spáð fremur hægum vindi yfir gosstöðvunum og dreifist mengun þá lítið út fyrir nágrenni gosstöðvanna en síðdegis hvessir af suðri og markast áhrifasvæðið þá aftur af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við, sjá skrá mengun í haus vefsins.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að fundir ráðsins verði haldnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Næsti fundur vísindamannaráðs verður föstudaginn 3. október.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is