Háskóli Íslands

Bárðarbunga september 2014

Á þessari síðu er að finna efni og gögn sem starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans og samstarfsaðilar þeirra hafa aflað. Starfsmenn hafa kappkostað að gögn og bráðabirgðaniðurstöður komi fyrir sjónir almennings svo fljótt sem auðið er. Fólk er beðið að virða lögbundinn höfundar- og birtingarrétt og nota ekki gögnin til úrvinnslu og birtingar án leyfis.

Nýjustu upplýsingarnar eru efst en síðan í heild gefur yfirlit um framvindu mála. Í dagatali er flýtileið á hvern dag:

September: 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16-17-18-19-20-21-22-23-24-25-26-27-28-29-30


30. september 2014

Kort sem sýnir hraunjaðarinn 30.9.2014 og flatarmál hraunbreiðunnar.
Hraunið hefur nú náð 48,2 km2  (stærra hraun 47,8 km2, minna tæp 0,4 km2).
Kortið er byggt á COSMO SkyMED ratsjármynd sem INSAR hópur JHI fékk vegna tengsla við Geimferðastofnun Ítalíu og Geohazard Supersite Initiative verkefnið.
Í bakgrunni er RapidEye gervitunglamynd frá Landmælingum Íslands  (tekin 16.7.2012).

NOAA AVHRR hitamynd frá 30. september
Hviti flekkurinn sýnir hámarkshita, og ætti að gefa nokkuð góða mynd af hvar virknin er mest, þ.e. hraunrennslið.

30.09.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Sigið í öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hraða og áður.

 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Fimm skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,5 var kl 13:42 í gær.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar. Smærri skjálftar greinast verr vegna veðurhæðar.
 • GPS mælingar sýna minniháttar óreglulegar hreyfingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Næstu tvo daga (þriðjudag og miðvikudag) eru suðlægar áttir ríkjandi. Gasmengunin fer til norðurs frá gosstöðvunum. Þar sem dálítill breytileiki er í vindáttinni dreifist áhrifasvæðið frá Eyjafirði að Melrakkasléttu í dag en þrengis örlítið á morgun og markast þá af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Bakkaflóa. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Á forsíðu vefs Veðurstofunnar er vefsvæði þar sem fólk er beðið um að skrá brennisteinsmengun sem það verður vart við. Síðan heitir Skrá mengun.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun er að skipuleggja dreifingu handmæla víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að næsti fundur ráðsins verði haldinn miðvikudaginn 1. október. 
 

29. september 2014

Það sást nú ekki mikið til landsins utan úr geimnum vegna skýja í dag, en þó var nokkuð bjart yfir einum smábletti. Á meðfylgjandi LANDSAT 8 mynd frá því í hádeginu í dag koma gígarnir og hraunelvurin vel í ljós, en frá 26. þessa mánaðar hefur tæplega 4 km langur taumur, um 2km2 að flatarmáli, bættst við hraunið - samsíða fyrri farvegum. Hraunbreiðan í heild er því ekki undir 46 km2.


 

29.09.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Nýja hraunið á Flæðunum, í Holuhrauni, var orðið 44 ferkílómetrar á laugardag og fer enn stækkandi. Ekkert dregur úr gosinu.

 • Örlítið hefur dregið úr hraða sigsins í öskju Bárðarbungu og er það nú um 40 cm á dag.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Sex skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,2 var kl 12:34 í gær.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • GPS mælingar sýna mjög hægar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í dag (mánudag) er blæs hvass vindur úr suðaustri. Búast má við gasmengun til norðvesturs af gosstöðvunum á svæði sem afmarkast af Tröllaskaga í vestri og Tjörnesi í austri. 
  Á morgun (þriðjudag) er spáð suðlægum vindi. Gasmengunin verður því líklega mest á svæði frá Tjörnesi til Bakkaflóa. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að næsti fundur ráðsins verði haldinn þriðjudaginn 30. september.
 

28. september 2014


Ljósmyndir frá 28. september 2014: Morten S. Riishuus

27. september 2014

Kortið byggir annars vegar á ratsjármynd frá INSAR hópi, og hins vegar frá vettvangsathugunum eldfjallafræði og náttúruvárhóps Jarðvísindastofnunar. Flatarmálstölur eiga við um ratsjármyndina sem var frá 26.9.2014. Litlar breytingar urðu á norðanverðum jaðrinum 27.9. en ekkert er hægt að fullyrða um suðurjaðarinn þann dag.

Flatarmál allrar hraunbreiðunnar var þann 26.9. um 44,2 km2,  þar af er stóra hraunið 43,84km2 en það syðra enn 0,37 km2.


26. september 2014

Samkvæmt nýjum gögnum er hraunið nú farið yfir veginn á kafla. Enn eru allmörg spurningamerki á kortinu því ekki hefur náðst yfirlit yfir hraunið að sunnanverðu (austanverðu).

Hitamyndir næturinnar benda til þess að hraunið sé að lengjast í NA um eystri hraunálmuna (nýrri).
Meðfylgjandi er MODIS hitamynd frá klukkan 03:46, rauður litur sýnir hitafrávik og hvítt hámarks hitageislun. Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum á vettvangi hafði hraunið runnið að hluta yfir veginn að norðanverðu í nótt.


 

26.09.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Nýja hraunið fer stækkandi og hefur nú farið yfir vegslóðann á Flæðunum á nokkrum stöðum. Ekkert dregur úr gosinu.

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Fimm skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,0 var kl 16:35 í gærdag.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • GPS mælingar sýna mjög hægar breytingar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Á næstunni (fös. til sun.) er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Spáin verður þá flókin og getur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að þýða að gasið staldri ekki lengi við á hverjum stað. 
  Eftir helgi er síðan búist við suðaustan- og sunnanátt verði ríkjandi og er útlit fyrir hvassan vind með köflum. 

  Spáin er svohljóðandi: 
  Föstudagur: Stíf vestan- og norðvestanátt. Búast má við gasmengun austur af eldstöðinni fyrripart dags en til suðausturs um kvöldið. Svæðið sem mengunin dreifist á markast af Fáskrúðsfirði í norðri að suðausturhlíðum Vatnajökuls (þ.m.t. Höfn) í suðri. 
  Laugardagur: Útlit fyrir hæga austlæga eða suðaustlæga átt. Búast má við gasmengun næst eldstöðinni en einnig til vestur og norðurs. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Vísindamannaráð almannavarna hefur ákveðið að næsti fundur ráðsins verði haldinn mánudaginn 29. september nema að ástæða þyki til að kalla ráðið saman fyrr.
 

Ljósmynd tekin þann 25. sept kl. 23:10. Morten S. Riishuus
 

25. september 2014

25.09.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni.

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Tíu skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,2 var kl 05:00 í morgun.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • GPS mælingar sýna hægat landsig inn að miðju Bárðarbungu eins og verið hefur síðustu vikur.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Í gær mældist hár toppur brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Mývatni (2000 míkrógrömm á rúmmetra) og á Reyðarfirði í nótt (2600 míkrógrömm á rúmmetra). Umhverfisstofnun bíður eftir sendingu SO2 mæla sem settir verða upp víðsvegar um landið.
 • Á næstunni (frá fimmtudegi til sunnudags) er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Spáin verður þá flókin og getur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að þýða að gasið staldri ekki lengi við á hverjum stað. Eftir helgi er síðan búist við suðaustan- og sunnanátt verði ríkjandi og er útlit fyrir hvassan vind með köflum. Spáin er svohljóðandi: Fimmtudagur: suðvestanátt ríkjandi, en vindur yfir gosstöðvunum er á köflum fremur hægur. Mengunar mun því einkum gæta kringum gosstöðvarnar og norðaustur af þeim, en gæti náð að svæðinu frá Langanesi og suður á Hérað. 
 • Föstudagur: stíf vestan- og norðvestanátt. Búast má við gasmengun austur og suðaustur af eldstöðinni, frá Fáskrúðsfirði að suðausturhlíðum Vatnajökuls (þ.m.t. Höfn). Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengunog er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunarwww.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunniwww.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.isen þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

24. september 2014

24.09.2014 kl. 11:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni.

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur. Sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Átta skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,2 var kl 08:14 í morgun.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • GPS mælingar sýna nú svipaðar hreyfingar og verið hefur undanfarnar tvær vikur.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Sunnan- og suðsuðaustanátt í dag (miðvikudag) og mengunin frá eldgosinu berst til norðurs, frá Flateyjarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist þá áhrifasvæðið dálítið til austurs. 
  Í nótt verður vindur vestlægur og gæti þá mengun borist yfir Hérað og Austfirði. 
  Á morgun er suðvestanátt ríkjandi, en vindur yfir gosstöðvunum fremur hægur. Mengunar mun því einkum gæta kringum gosstöðvarnar og norðaustur af þeim, en gæti náð að svæðinu frá Langanesi og suður á Hérað. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

23. september 2014

Gosmökkurinn síðdegis 23. september 2014. Ljósmynd: William Moreland


Samkvæmt mælingum þann 23. september var hraunið ekki farið yfir veginn en það munar aðeins tæpum 200 m.  Ekki bárust upplýsingar frá suðurjaðrinum, en inn á kortið er teiknuð lágmarks útbreiðsla skv. LANDSAT 8 gervitunglamynd 22.9.  en spurningamerki látin tákna óvissu um hve mikið hraunið hefur náð að breiða úr sér síðan myndin var tekin á hádegi í gær.


 

23.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Umhverfisstofnunar.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns.

 • Hraunið breiðir nú úr sér bæði til suðausturs og norðausturs 3-5 km frá gígunum.
 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur. Sigskálin nær yfir megin hluta öskjunnar og er rúmmál hennar nú orðið 0,6 rúmkílómetrar.
 • Skjálftavirkni í Bárðarbungu er svipuð og síðustu daga. Tíu skjálftar stærri en M3,0 hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti M5,2 var kl 04:33 í nótt.
 • Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • GPS mælingar sýna nú svipaðar hreyfingar og  að undanförnu. Óreglulegar hreyfingar síðustu daga virðast nú ekki lengur sjáanlegar.  
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Vestlæg átt í dag og má búast við gasmengun berist til austurs yfir Hérað og Austfirði í dag. Í kvöld má búast við norðvestlægri átt og gæti mengunar þá orðið vart á sunnanverðum Austfjörðum og á Höfn. 
  Á morgun (miðvikudag) er útlit fyrir vaxandi sunnan og suðaustan átt og má búast við að mengunin berist til norðurs og norðvesturs frá eldstöðinni. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

 

22. september 2014

Mæling á rúmmáli nýja hraunsins - Magnús Tumi Guðmundsson

Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið þrjár vikur og heldur áfram með sama krafti og verið hefur.  Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá.  Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. 

Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en  mest er þykktin á miðlínu hraunsins.   Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar.  Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar. 

Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdótttir á JH hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 km2 á laugardag,  Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 km3.  Óvissan er allavega 0.1 km3 til eða frá.

Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt þessari niðurstöðu verið á bilinu 230-350 m3/s. 

Þessar tölur eru heldur hærri en þær sem notaðar hafa verið hingað til, enda var farið varlega í að meta þykkt hraunsins þar til mælingar lægu fyrir. 

Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma.  Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 km3, en það gos stóð í 13 mánuði.  Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 km3 eftir tvær vikur. 

Úlfar Linnet frá Landsvirkjun við mælingarStephanie Dupond og Gro Birkefeld Pedersen með alstöð Landsvirkjunar
 

22.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns. Hraunbreiðan er nú rúmir 37 ferkílómetrar. Nýjar mælingar á þykkt hraunsins sýna að heildar rúmmál hraunsins er 0,4- 0,6 rúmkílómetrar og kvikuflæði 250-350 rúmmetrar á sekúndu. 

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur.
 • Áfram mælast stórir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna, en þar hafa mælst 9 jarðskjálftar stærri en M3,0 frá síðasta fundi Vísindamannaráðs í gærmorgun. Sá stærsti mældist M5,5 kl 10:51 í gær og er hann næst stærsti skjálftinn frá því hrinan hófst þann 16. ágúst síðastliðinn. Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • Skjálftar af stærð upp að M4 hafa mælst undir norðnorðvestur hlíð Bárðarbungu síðan á laugardag.  
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Með morgninum mun vindur á gosstöðvunum væntanlega snúast tímabundið í vestanátt og berst þá gasmengunin til austurs. Uppúr hádegi má búast við suðvestanátt og að mengunin berist til norðausturs. Mengunar gæti því orðið vart á svæði frá Þistilfirði í norðri og suður á Austfirði. 
  Á morgun (þriðjudag) er útlit fyrir vestlæga átt og má þá búast við að gasið berist til austurs yfir Hérað og Austfirði. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ Einnig má sjá gagnvirkt kort af gasdreifingu á síðunni www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

21. september 2014

21.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar.

 • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns. Hraunrennslið er enn öflugt og breiðir nú úr sér um miðbik hraunsins. Hraunbreiðan er nú rúmir 37 ferkílómetrar.
 • Samkvæmt mati vísindamanna á vettvangi virðist um 90% af gasinu koma upp úr eldgígunum sjálfum en aðeins 10% úr hraunbreiðunni. Vart hefur orðið við dauða fugla á gosstöðvunum.
 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða.
 • Áfram mælast stórir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna, en þar hafa mælst 18 jarðskjálftar stærri en M3,0 frá hádegi í gær. Sá stærsti mældist M5,0 kl 17:11 í gær. Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.

Loftgæði:

 • Töluvert hefur borið á brennisteinsmengun víða um land um helgina, enn hafa þó ekki verið skráð nein alvarleg tilfelli. Fólk er hvatt til þess að kynna sér vel leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Sóttvarnalæknis sem nánar má lesa um hér fyrir neðan.
 • Á síðastliðin þriðjudag lægði vind á landinu. Á miðvikudag og fimmtudag var hæg austlæg átt og á föstudag og laugardag fremur hæg vestlæg átt. Þessa daga dreifðist móða frá eldgosinu í Holuhrauni um mest allt land. Þegar þornaði í veðri og létti til á laugardaginn var móðan vel sýnileg í flestum landshlutum. 
 • Í dag (sunnudag) er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu. Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri. Ekki er hægt að útiloka mengun á stærra svæði, einkum framan af degi meðan vindur er að ná sér upp. 
 • Á morgun (mánudag) er útlit fyrir suðvestanátt og þá berst mengunin til norðausturs, frá Þistilfirði suður á Hérað. Spána má sjááwww.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengunog er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.
 • Umhverfisstofnun hefur sett upp tvær nýjar SO2 mælistöðvar á Leirubakka í Landssveit og á Vopnafirði. Gögn frá þeim má sjá á síðunni www.loftgæði.is
 • Almannavarnir og Umhverfisstofnun hafa keypt 40 nýja handmæla til að mæla SO2 sem dreift verður víða um land með mestan þéttleika á Austurlandi.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunarwww.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunniwww.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.isen þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

20. september 2014

Nokkrir dagar hafa liðið síðan unnt var að kortleggja rennsli hraunsins til suðurs og austurs, en í dag var flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um svæðið og Magnús Tumi Guðmundsson mat viðbótina (merkt með gulu á kortinu).


Horft yfir norðanvert Holuhraun hið nýja, í átt að Dyngjufjöllum og Vaðöldu. Kvíslar Jökulsár á Fjöllum liggja að norðausturjaðri Holuhrauns. Gufa stígur upp úr meginrásum hraunsins. Ljósmynd: Magnús Tumi Guðmundsson

20.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og síðustu daga.

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða.
 • Áfram mælast stórir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna, en þar hafa mælst þrír jarðskjálftar stærri en M3,0 frá hádegi í gær. Sá stærsti mældist M5,1 kl 01:10 í nótt. Smærri skjálftar mældust í Dyngjujökli og norðurhluta berggangsins.
 • GPS mælingar sýna áframhaldandi sig Bárðarbungu auk þess sem jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítilega í bergganginum.  
 • Engar breytingar sjást á vatnamælum.

Loftgæði:

 • Fréttir hafa borist af brennisteinsmengun víða um land í morgun en þó hafa ekki verið skráð nein alvarleg tilfelli. Fólk er hvatt til þess að kynna sér vel leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Sóttvarnalæknis sem nánar má lesa um hér fyrir neðan.
 • Í dag er útlit fyrir vestan- og norðvestanátt og má því búast við að gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berist til austurs og suðausturs. Mengunar gæti orðið vart á sunnanverðum Austfjörðum allt suður að Höfn í Hornafirði. Vindur á svæðinu er fremur hægur og við þær aðstæður getur gas safnast fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Þetta á einkum við um nágrenni eldstöðvarinnar.
 • Á morgun (sunnudag) er útlit fyrir vaxandi sunnanátt og berst mengunin þá til norðurs og gæti hennar orðið vart á svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri. Spána má sjá áwww.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.
 • Umhverfisstofnun hefur sett upp tvær nýjar SO2 mælistöðvar á Leirubakka í Landssveit og á Vopnafirði. Gögn frá þeim má sjá á síðunni www.loftgæði.is
 • Almannavarnir og Umhverfisstofnun hafa keypt 40 nýja handmæla til að mæla SO2 sem dreift verður víða um land með mestan þéttleika á Austurlandi.

  Leiðbeiningar:
 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangiðgos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

19. september 2014

19.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og síðustu daga.

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða.
 • Skjálftavirkni hefur verið nokkuð öflug síðasta sólarhringinn. Skjálftavirkni er enn öflug í öskju Bárðarbungu. Sá stærsti mældist M5,3 kl 14:21 í gærdag og annar að stærð M4,7 kl. 06:44 í morgun. Alls mældust 10 skjálftar stærri en M3,0 í Bárðarbungu frá síðasta fundi vísindamannaráðs. Smærri skjálftar mældust í Dyngjujökli og norðurhluta berggangsins.
 • GPS mælingar sýna áfram óreglulegar jarðskorpuhreyfingar líkt og síðustu daga. Þessi merki geta verið vísbendingar um að kvikuflæðið undir Bárðarbungu sé að breytast.
 • Engar verulegar breytingar sjást á vatnamælum.
 • Efnagreining á kvikunni samhliða líkanreikningum, sem komið hefur upp í Holuhrauni síðustu vikur, bendir til þess að kvikan sé að koma upp af meira en 10 km dýpi.   

Loftgæði:

 • Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði. 
  Í kvöld snýst vindur til norðvesturs og má þá gera ráð fyrir mengun á sunnanverðum Austfjörðum að Höfn í Hornafirði. Á morgun, laugardag má búast við áframhaldandi mengun suðaustur af gosstöðvunum. Spána má sjá á www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/
 • Veðurstofan hefur birt gagnvirkt kort sem sýnir dreifingu gasmengunar. Síðuna má sjá hér www.vedur.is/vedur/spar/gasdreifing
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun NÝTT og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands:  Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

18. september 2014

18.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti og í gær. 

 • Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti.
 • Skjálftavirkni hefur verið nokkuð öflug síðasta sólarhringinn. Í gær mældust 13 skjálftar í öskju Bárðarbungu. Sá stærsti mældist M5,2 kl. 18:09 í gærkvöldi. Alls mældust 7 skjálftar stærri en M3,0 frá síðasta fundi vísindamannaráðs. Smærri skjálftar mældust í Dyngjujökli og norðurhluta berggangsins.
 • GPS mælingar sýna áfram óreglulegar jarðskorpuhreyfingar líkt og síðustu daga. Þessi merki geta verið vísbendingar um að kvikuflæðið undir Bárðarbungu sé að breytast.

Loftgæði:

 • Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, föstudag. Spána má sjá á http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/
 • Veðurstofan hefur birt gagnvirkt kort sem sýnir dreifingu gasmengunar. Síðuna má sjá hérhttp://brunnur.vedur.is/kort/calpuff/2014/09/18/00/calpuff_island_so2.html
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun NÝTT og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar. Borist hafa nokkrar tilkynningar inn á vefinn frá því hann var opnaður, þar á meðal frá Vestfjörðum.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands:  Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.


17. september 2014

17.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

Mælingar sýna að hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka. Engin merki eru um minnkandi hraunframleiðslu. Nýjar hrauntungur hafa runnið úr hraunbreiðunni síðustu sólarhringa. 

 • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga um 50 cm á sólarhring.
 • Skjálftavirkni hefur verið nokkuð öflug síðasta sólarhringinn. Í gær mældust 7 skjálftar stærri en M3,0 í Bárðarbungu. Þeir stærstu voru M5,4 og M4,8 í gærkvöldi. Smærri skjálftar mældust í Dyngjujökli og norðurhluta berggangsins.
 • GPS mælingar sýna óreglulegar jarðskorpuhreyfingar síðustu daga. Þessi merki geta verið vísbendingar um að kvikuflæðið undir Bárðarbungu sé að breytast.
 • Óverulegar breytingar sjást á vatnamælum.

Loftgæði:

 • Gasspá Veðurstofu Íslands: Austlæg átt og má búast við gasmengun vestan og norðvestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið nær vestur yfir Hofsjökul og norður að Skagafirði. Á morgun er búist við að mengunarsvæðið nái yfir Miðhálendið vestan og suðvestan gosstöðvanna. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til miðnættis á morgun, fimmtudag. Spána má sjá á http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun NÝTT og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vefnum www.vedur.is en þær eru einnig lesnar með veðurfregnum. Einnig verður leitast við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengun frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
 

16. september 2014

Kort sem sýnir útbreiðslu hraunsins og ástand hraunjaðars (glóandi, dökkur, sprunginn), 16. september 2014 - Ingibjörg Jónsdóttir

 Gosstöðvarnar í ljósaskiptunum um kl. 18:40, 16. september. Ljósmynd: Freysteinn Sigmundsson


16.09.2014, kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með líkum hætti eins og verið hefur síðustu daga.

Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga um 50 cm á sólarhring.

Skjálftavirkni er svipuð. Aðal skjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem að minni skjálftar eru við ganginn undir Dyngjujökli. Stærsti skjálftinn frá miðnætti, um M3,4 að stærð, varð kl 9:13 í morgun.

GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar norðan Vatnajökuls umhverfis ganginn.

Engar breytingar sjást á vatnamælum.

Loftgæði:

 • Í gær varð fólk vart við töluverða gasmengun á Kópaskeri.
 • Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í kvöld er gert ráð fyrir norðaustlægri átt í neðstu lögum andrúmsloftsins og þá færist mengunin heldur til suðvesturs, og markast þá af Hofsjökli í vestri og Tungnárjökli í suðri. Á morgun gera spár ráð fyrir fremur hægri austanátt á svæðinu, og má þá búast við loftmengun til vesturs frá gosstöðvunum, að Hofsjökli. Spána má sjá á www.vedur.is
 • Veðurstofan hefur opnað nýtt vefsvæði á vefsíðu sinni þar sem almenningur getur skráð inn hvort vart hafi verið við brennisteinsmengun. Síðan heitir Skrá mengun NÝTT og er á forsíðu vefs Veðurstofunnar.

Leiðbeiningar:

 • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
 • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
 • Veðurfræðingar Veðurstofu munu koma fréttum af brennisteinsgasi á framfæri í heðfbundnum veðurfréttatímum á RUV.
 • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengn frá eldgosinu.
 • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunnar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki eins og lit og skyggni og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.). Fljótlega verður virkjuð upplýsingasíða á vef Veðurstofunnar fyrir þannig upplýsingagjöf.

Loftgæði á gosstað:

 • Mikið gasstreymi er áfram í og kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Vísindamenn á vettvangi hafa gasmæla til þess að tryggja öryggi sitt við störf.  

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

 • Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.
   

15. september 2014


Holuhraun á leið sinni í farveg Jökulsár á Fjöllum. Ljósmynd: Elísabet Pálmadóttir

15.09. 2014 kl. 11:30 –  Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis.

 • Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar og í gær. Vegna aðstæðna á vettvangi hafa vísindamenn fært sig af svæðinu og því eru ekki nýjar upplýsingar um framrás hraunsins og þróun gossins. 
 • Sig í Bárðarbungu heldur áfram eins og undanfarna daga. Út frá GPS mælingum hefur sigið í miðri öskjunni verið um 50 cm á dag.
 • Skjálftavirkni er svipuð og hefur verið síðustu daga. Flestir skjálftanna eru við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Stærsti skjálftinn, M5,0 að stærð, varð rétt uppúr kl. 8 í morgun við suðurbarm öskjunnar. Fjórir aðrir skjálftar, rúmlega 3 að stærð, urðu við öskjubarminn í nótt.
 • GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar umhverfis ganginn norðan Vatnajökuls.
 • Loftgæði í byggð:
  • Í gær mældist töluverð gasmengun á Mývatnssveit. Hæsti toppur mældist 1250 míkrógrömm í rúmmetra. Líklegt áhrifasvæði loftmengunar vegna jarðelda í Holuhrauni er í dag norður af gosstöðvunum og markast af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Í kvöld dregur úr vindi og verður hann vestlægari, áhrifasvæðið færist þá í austur og eru þá líkur á megnun frá Mývantssveit og austur í Vopnafjörð. Á morgun er gert ráð fyrir hægari suðvestan og vestanátt og líklegt áhrifasvæði er þá frá Vopnafirði í norðri og suður eftir Austfjörðum.
 • Leiðbeiningar:
  • Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.
  • Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is
  • Veðurfræðingar Veðurstofu munu koma fréttum af brennisteinsgasi á framfæri í heðfbundnum veðurfréttatímum á RUV.
  • Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengn frá eldgosinu.
  • Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunnar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki eins og lit og skyggni og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.). Fljótlega verður virkjuð upplýsingasíða á vef Veðurstofunnar fyrir þannig upplýsingagjöf.
 • Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:
  • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.
  • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.
  • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.


14. september 2014

Yfirlitskort 14.9.2014 byggt á vettvangsrannsóknum Ármanns Höskuldssonar & co. Hraunið hefur ekki lengst mikið undanfarna daga, en samt hafa orðið á því talsverðar breytingar. Um miðjan dag rann það til norðurs yfir 3km2 lands á 2 klukkustundum, og í gær rann hraunstraumur til austurs.

14.09. 2014 kl. 11:30 – Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Staða og horfur um eldgosið í holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar. Hægt hefur á framrás hraunsins.  Það breiðir meira úr sér og minni sýnileg virkni er í gosgígunum.

Sig í Bárðarbungu heldur áfram og er nú mest um 23 m.

Í flugi vísindamanna yfir svæðið kom í ljós að nýjar hrauntungur eru að brjótast út þvert á aðalhraunfarveginn til austurs og vesturs. Stærsta hrauntungan teygist til austurs og var orðin 300 m breið og  2 km löng kl 18:00 í gær. Gosský nær  í 4 km hæð en lækkar þegar fjær dregur.

Skjálftavirkni er svipuð og hefur verið síðustu daga, en skjálftar eru heldur færri og minni. Rúmlega 60 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir við Bárðarbungu og ganginn undir Dyngjujökli. Stærsti skjálftinn, 4,0 að stærð, varð laust fyrir kl. 7 við suðurbarm öskjunnar. Þrír aðrir skjálftar, rúmlega 3 að stærð, urðu við öskjubarminn í nótt.

GPS mælingar sýna áframhaldandi sig í Bárðarbungu og óverulegar jarðskorpuhreyfingar norðan Vatnajökuls umhverfis ganginn.

Loftgæði í byggð:

o   Í gær mældist töluverð gasmengun á Egilsstöðum og í Reyðarfirði en spár gera ráð fyrir því að gasmökkinn leggi til norðurs næsta sólarhring. Gera má ráð fyrir háum styrk í Mývatnssveit, Kelduhverfi, Tjörnesi, Húsavík, Aðaldal og Reykjahverfi.

Leiðbeiningar:

o   Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.

o   Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is

o   Veðurfræðingar Veðurstofu munu koma fréttum af brennisteinsgasi á framfæri í heðfbundnum veðurfréttatímum á RUV.

o   Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengn frá eldgosinu.

o   Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunnar  á netfangið gos@ust.is. Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur lent í háum styrk; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingum á gasmekki eins og lit og skyggni og lýsingum á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.). Fljótlega verður virkjuð upplýsingasíða á vef Veðurstofunnar fyrir þannig upplýsingagjöf.

Loftgæði á gosstað:

o   Mikið gasstreymi er áfram í og kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Vísindamenn á vettvangi hafa gasmæla til þess að tryggja öryggi sitt við störf.

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

o   Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.

o   Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.

o   Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og kóði fyrir Öskju er grænn.
 

13. september 2014

Sig Bárðarbungu - Mælingaflug 13. september 2014.

Farið var með flugvél Ísavia ,TF-FMS, í mælingaflug yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul og gosstöðvarnar í Holuhrauni  síðdegis í gær (13. september).   Sigið í öskju Bárðarbungu var kortlagt á sama hátt og 5. og 8. september.   Mælingin í gær sýnir að mesta sig er nú orðið 23 metrar um 1 km norðaustan við GPS mælistöðina sem komið var fyrir á fimmtudag.  Meðfylgjandi snið sýnir lögun sigdældarinnar.  

Stærð sigskálarinnar í Bárðarbungu nemur nú tæplega hálfum rúmkílómetra.   Frá því GPS stöðin var sett upp hefur hún sigið u.þ.b. hálfan metra á sólarhring.   Það er heldur hægara sig en meðaltalið frá því umbrotin hófust (um 80 cm/dag).   

Stefnt er að því að kortleggja sigið reglulega á næstunni til að fylgjast með breytingunum.  


 

Nýtt yfirlitskort byggt á vettvangsathugunum Ármanns Höskuldssonar og samstarfsfólks ásamt fleiri gögnum. Samkvæmt þeim hefur hraunið farið mun hægar fram en áður en jaðarinn breikkað nokkuð. 

13.09. 2014 kl. 11:30 – Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat jafnframt fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru óbreyttar.

Sig Bárðarbungu heldur áfram og jarðskjálftavirkni er með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. GPS mælir á Bárðarbungu sýnir um hálfs metra sig síðasta sólarhringinn.

Gangur eldgossins í Holuhrauni er svipaður og verið hefur síðustu daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum.

Flatarmál hraunsins mældist 24,5 ferkílómetrar síðdegis í gær. Uppsafnað rúmmál hraunsins er nú áætlað að minnsta kosti 200 milljón rúmmetrar.

Gasský leggur frá gosstöðvunum til austurs. Mjög hár styrkur brennisteins (SO2) mældist á Reyðarfirði um kl 10:00 í gærkvöldi. Hæstu gildin voru tæplega 4000 míkrógrömm á rúmmetra sem hæstu gildi sem mælst hafa hér á landi. Hár toppur mældist einnig á Egisstöðum í gær uppá 685 míkrógrömm á rúmmetra.

Viðvörun var send út með SMS skilaboðum í alla gsm síma í Fjarðarbyggð.

Loftgæði í byggð:
Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgass (SO2) og annarra gosefna gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og á Langanesi. Spáin gefur til kynna að styrkur gæti aukist á norðausturlandi er líða fer á daginn. Svæði með háum styrk gæti orðið stærra. Umhverfisstofnun stefnir að því að setja upp mælitæki á Akureyri og Suðurlandi. Taka verður tillit til landfræðilegra aðstæðna á hverjum stað við mat loftgæða.

Leiðbeiningar:

o   Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.

o   Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. www.ust.is og www.landlaeknir.is

o   Veðurfræðingar Veðurstofu munu koma fréttum af brennisteinsgasi á framfæri í heðfbundnum veðurfréttatímum á RUV.

o   Umhverfisstofnun kannar möguleika á því að fá fleiri mæla til landsins svo betur megi fylgjast með gosmengn frá eldgosinu.

o   Hægt er að senda inn fyrirspurnir til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunnar  á netfangið gos@ust.is

Loftgæði á gossvæðinu:

o   Mikið gasstreymi er áfram í og kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Allir vísindamenn á vettvangi hafa gasmæla á sér til þess að tryggja öryggi þeirra við störf.

o   SO2 afgösun frá hrauninu er nú talin vera allt að 750kg/sec.

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

o   Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.

o   Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.

o   Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.

Hraun rennur nú til suðurs úr "Suðra". Ljósmynd: Ármann Höskuldsson

12. september 2014

12.09.2014, 11:30 UTC - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu en árfarvegurinn þrengist. Hraunið nær 5-10 m upp yfir farveg árinnar. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga upp.

Í flugi vísindamanna yfir svæðið í gær sáust ekki nýjar breytingar á yfirborði jökulsins.

Loftgæði í byggð:
Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgass (SO2) og annarra gosefna gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Spáin gefur til kynna að styrkur geti orðið mestur á Héraði seinnipartinn. Svæði með háum styrk gæti orðið stærra. Umhverfisstofnun stefnir að því að setja upp mælitæki á Akureyri og Suðurlandi. Taka verður tillit til landfræðilegra aðstæðna á hverjum stað við mat loftgæða. Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.

Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.

Loftgæði á gossvæðinu:
Mikið gasstreymi er áfram í og kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Allir vísindamenn á vettvangi hafa gasmæla á sér til þess að tryggja öryggi þeirra við störf.

Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhuta öskjumisgengisins. Dregið hefur enn úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 50 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Dregið hefur úr óróa.

GPS mælingar:

 • Smávægilegar jarðskorpuhreyfingar sem mælast umhverfis ganginn benda til þess að kvikustreymi inn í ganginn sé heldur meira en útstreymi í gosinu í Holuhrauni.
 • Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni.
 • GPS stöð var sett upp á Bárðarbungu í gær til þess að fylgjast með sigi öskjunnar.

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og kóði fyrir Öskju er grænn.
 

11. september 2014

11.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir úr sér til norðurs en megintungan rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins.

Loftgæði í byggð:
Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgasa gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Svæði með háum styrk gæti orðið stærra. Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni loftgæði.is. Veðurstofan birtir viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast á vedur.is.

Tilmæli og leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.

Loftgæði á gossvæðinu:
Mikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.

Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhuta öskjumisgengisins.  Skjálfti af stærðinni 5,3 varð klukkan 00:07. Dregið hefur nokkuð úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst frá miðnætti.  Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga.

GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni.  Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni.

Þrír möguleikar eru taldir áfram líklegastir um framvindu:

 • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu en kóða fyrir Öskju hefur verið breytt í grænt.
 
10. september 2014

10.09.2014 kl. 11:30 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram til austurs af svipuðum krafti og áður. Nú rennur hraunið í farveg Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins.

Loftgæði í byggð:

 • Upplýsingar um loftgæði í Reykjahlíð, á Egilsstöðum og á Reyðarfirði eru nú aðgegnilegar á vefsíðunni loftgæði.is. Dreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að seinnipartinn í dag geti styrkur mælst á bilinu 30-40µg/m3 á geira sem gæti náð yfir Vopnafjörð, Egilsstaði og Reyðarfjörð. Sá styrkur gefur ekki tilefni til neinna sérstakra ráðstafana. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.

Loftgæði á gossvæðinu:

 • Mikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.

Um 80 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þeir stærstu í norðurhluta Báðrarbunguöskjunnar, 5,5 og, 4,9 að stærð.  Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga.

GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni.

Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum.
 • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi.

  Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
 

10.09.2014 að morgni dags - Nýtt yfirlitskort samkvæmt upplýsingum af vettvangi. Hraunið er nú um 16,5 km á lengd, frá Suðra að hraunjaðri í norðaustri.

Kort unnið af Ingibjörgu Jónsdóttur

9. september 2014

Kortlagning samkvæmt gögnum frá Ármanni Höskuldssyni og rannsóknahóp af vettvangi.
Hraunið hefur lengst um 1km síðastliðinn sólarhring, frá 8.9.2014, en lengdist um rúma 500 m sólarhringinn þar á undan. Sjá kort.
Ekki er unnt að mæla hraunjaðarinn þar sem hann liggur að Jökulsá á Fjöllum, og því er ekki hægt að meta flatarmálsbreytingar að svo stöddu.

Kort unnið af Ingibjörgu Jónsdóttur

09.09. 2014 kl. 11:45 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni.

 • Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu en það lengist í farvegi Jökulsár á Fjöllum. Áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins.

Loftgæði í byggð:

 • Styrkur styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) , sambærilegur við það sem mældist á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði á laugardag, getur valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál. Aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum.Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð.  Gögn frá nýuppsettum SO2-mæli á Egilsstöðum verða aðgengilega seinna í dag. Í gær 8. september mældist ekki mengun frá gosinu á Reyðarfirði og búist er við að svo verði einnig í dag. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.

Loftgæði á gossvæðinu:

 • Mikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið endurtekið síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.

Um 150 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Í norðurhluta Bárðarbunguöskjunnar voru tveir þeir stærstu, 3,8 og 5,2.  Lítill en stöðugur órói hefur mælst síðustu daga.

GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni.

Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:

 • Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.
 • Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
 • Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
 • Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands:  Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.


8. september 2014

Nýjar mælingar á siginu í Bárðarbungu
Mælingar á siginu í öskju Bárðarbungu voru gerðar í morgun með flugvél Ísavía, TF-FMS.  Þær sýna að sigið heldur áfram og að það nemur 2,5-3 metrum frá á laugardag, eða um 80-90 cm/dag í miðju öskjunnar.  Mesta sig frá því fyrir umbrotin er nú 18,5 m en var 15,8 m á laugardag.  Atburðunum í Bárðarbungu verður aðeins lýst sem hægu öskjusigi.   Það er enn sem komið er tiltölulega lítið miðað við þekkt öskjusig en á þessari stundu er ómögulegt að segja hve lengi askjan mun síga né hve mikið það verður þegar upp er staðið.


08.09. 2014 kl. 12:20 – Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn í dag sátu jafnframt fulltrúar Sóttvarnarlæknis og Umhverfisstofnunar.
 

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. 

o Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu að það renni í Jökulsá á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins.
o Flatarmál hraunsins er nú áætlað 19 km2.
o Engin virkni, hvorki hraun né kvikustrókar er merkjanleg á suðursprungunni. Veikt gasstreymi er upp úr kulnuðum gígunum.
Loftgæði í byggð:
o Sá styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2)  sem mælst hefur á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði getur valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál en aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum.
o Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna.
o Haldist gosvirkni svipuð má áætla að loftgæði verði sambærileg næstu daga.
Loftgæði á gossvæðinu:
o Mikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið þrisvar síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. 
Dregið hefur úr skjálftavirkni á svæðinu. Um 80 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Í Bárðarbungu varð skjálfti að stærð 4,7 klukkan 07:20. Lítill og stöðugur órói hefur mælst síðustu daga.
Kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar.
Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu: 
o Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.
o Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
o Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
 
Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.


Yfirlitskort af hrauninu í byrjun dags 8.9.2014 samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi Þórðarsyni og rannsóknarhópnum á vettvangi.
Lengd hraunsins frá Syðra að hraunjaðri í norðaustri er nú 14,5 km.
Flatarmál hraunsins seinnipart dags 7.9.2014 var um 18,6 km2 samtals (syðri sprungu hraun meðtalið).

Hraunið hefur lengst um 420 m til NA frá því seinnipartinn í gær.


7. september 2014

Útlínur og flatarmál hraunsins kl. 13:00 7. september - Eyjólfur Magnússon


Yfirlitskort af hrauninu frá því um miðjan dag í dag, 7.9. 2014. Á rúmum sólarhring hefur hraunið runnið um 2,5 km. Þetta fæst með því að bera nákvæmar GPS mælingar sem vísindamenn öfluðu á vettvangi í dag,við gildistíma LANDSAT 8 myndarinnar sem hér er notuð sem bakgrunnur. Ekki reyndist öruggt að mæla hraunið að sunnanverðu vegna aðstæðna, og því fylgja flatarmálstölur ekki með að þessu sinni.  Kort: Ingibjörg JónsdóttirAthuganir á vettvangi 7. september 2014.

Kl. 16:00 í dag (7/9 2014) hafði hraunið lengst um 1.8 km til austurs frá því um 20:00 þann 6/9 2014 eða að meðaltali um 90 m á klst. Það er c.a. 1 km á breidd og austur endi hrauns um 14.1 km frá suðurgíg. Hraunið rann niður í farveg Jökulsár á Fjöllum snemma í morgunn og var komið vestustu kvíslar árinnar fyrir kl 8:00 í morgunn. Þegar hraunið flæddi í ánna sauð vatnið sem var í beinni snertingu við hraunið og þar uppaf stigu gufubólstrar sem teygðu sig metra til nokkra tugi metra upp í loftið. Eins og von var á mynduðust engar gervigígasprengingar við þetta „passífa“ samspil vatns og hrauns.  Heildarlengd hraunsins vestan gossprungunnar er 2.5 km í norður, en þessi hluti hraunbreiðunnar hefur breikkað með nýjum hrauntaum sem liggur utan á eldri hraunum og teygir sig 1.5 km til norð-norðvestur frá upptakagíg sínum Suðra.

Virknin á norðursprungunni var nokkuð stöðug í allan dag (þ.e. fram að 17:00) og með sama sniði og undanfarna daga. Kvikustrókavirknin afmarkaðist við Suðurgíg (Suðra) og Miðgíga (Baug). Mestur gangur í Baug með 50-100 m háum kvikustrókum; virknin í Suðra einkenndist af <50 m strókum. Kvikustrókavirkni í Norðra hafði lagst af, en ennþá lagði mikinn hita upp frá gígsvæðinu og hugsanlegt að í honum sitji virk hrauntjörn. Gosmökkurinn, sem var að mestu leiti gas, náði upp fyrir 3 km og lagði mökkinn undan vindi í norðaustur yfir skarðið á milli Öskju og Vaðöldu og til Herðubreiðar. Merkjanlegt öskufall var frá gígunum á norðursprungunni af og til yfir daginn, aðallega nornahár sem söfnuðust í 5-10 cm vöndla sem rúlluðu undan vindi eftir sandyfirborðinu.

Engin virkni, hvorki hraun né kvikustrókar, var merkjanleg á suðursprungunni sem opnaðist 5. september, en veikt gasstreymi var upp úr kulnuðum gígunum.

Einu sinni í dag og tvisvar sinnum í gær þurftum við að yfirgefa gossvæðið þegar CO2 og SO2 styrkurinn reis vel yfir hættumörkin og aðvörunnarmerki gasmælanna fór í gang. Við vorum með gasgrímur og fylgdum þeirri grunnreglu að vera vindmegin við hraunið og gíganna. En það hefur verið mjög misvindasamt á aurum Jökulsár undanfarna daga og vindáttin snúist á augnabliki. Í tveimur tilfellum af þremur olli skyndileg breyting á vindátt hættuástandinu og það voru mælarnir sem upplýstu okkur um hættuna.

Felthópurinn á gosstað.


Frá Veðurstofu Íslands 7. september 2014 kl. 7:36

Í dag hafa flestir skjálftarnir verið í Bárðarbunguöskjunni, við gosstöðvarnar, undir Dyngjujökli og í Herðubreiðartöglum. Tveir stærstu skjálftarnir (4,6 og 5,4 að stærð) voru sl. nótt og snemma í morgun í Bárðarbunguöskjunni. Um 155 skjálftar hafa mælst síðan í morgun og órói á mælum er minni en í gær. Samkvæmt jarðvísindamönnum á vettvangi gossins eru miðgígarnir virkastir líkt og undanfarna daga. Nýjasta gígurinn syðst á sprungunni virðist ekki lengur vera virkur. 
 

Yfirfarnar staðsetningar Veðurstofu Íslands af skjálftavirkni í Bárðarbungu frá 16. ágúst til hádegis 7. september - Bryndís Brandsdóttir.
Punktastærð er í réttu hlutfalli við stærð skjálftanna. Stóru skjálftarnir í Bárðarbungu eru bundnir við norður- og suðurbrú
n öskjunnar og virknin virðist meiri norðantil. Tímabil eldgoss undir suðaustanverðri Bárðarbungu og eldgosa í Holuhrauni eru skyggð. Skjálftavirkni í norðanverðum kvikuganginum hefur minnkað til muna eftir að seinna gosið í Holuhrauni hófst. 

07.09.2014, kl. 12:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Kvikusteymi er milli 100 og 200 m3/s, hraunið gengur fram um 1 km á dag og var orðið um 16 km2 að stærð síðdegis í gær.
    o   Gosvirkni er á sömu stöðum og áður en gosvirkni á syðri sprungunni sem opnaðist á föstudag er lítil miðað við nyrðri sprunguna sem hefur verið virk frá upphafi.
    o   Hrauntungan nær nú 11 km til norðurs og er komin út í vestari meginkvísl Jökulsár  á Fjöllum. Ekki hefur orðið vart við sprengivirkni þar sem áin og hraunið mætast en gufa stígur upp af hrauninu.
    o   Hvítt gosský nær í 3-4 km hæð og leggur til norður og norðausturs.

Skjálftavirkni á svæðinu er svipuð og í gær. Um 140 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Í Bárðarbungu varð skjálfti að stærð 4,6 klukkan 03:30 og annar 5,4 að stærð laust upp úr klukkan sjö. Það er með stærstu skjálftum sem orðið hafa í Bárðarbngu frá upphafi umbrotanna 16 ágúst.

Kvikustreymi inn í ganginn virðist nú vera svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. Óverulegar jarðskorpuhreyfingar mælast nú með GPS utan jökuls.

Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:
   o   Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.
   o   Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
   o   Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
   o   Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og
gulur fyrir Öskju.
  

Þorvaldur Þórðarson hringdi af gosstöðvunum rúmlega kl. 7 í morgun.  Hraunstraumur hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og gufur stíga upp.Ljósmynd: Gro Birkekfeldt M
øller Pedersen

6. september 2014

Athuganir 6/9 2014

Kl 20:00 í kvöld (6/9 2014) hafði hraunið lengst um 1.9 km til austurs frá því um 18:00 þann 5/9 2014 eða að meðaltali um 73 m á klst. Síðustu 9 tímana hefur vaxtahraðinn verið heldur meir eða um 100 m á klst. Fremst er hrauntungan um 0.3-0.8 km á breidd og austur endi hrauns um 12.3 km frá suðurgíg. Skemmsta vegalengd milli Jökulsár á Fjöllum og hraunelfunnar er nú minna en 300 m en um 700 m þar sem vegalengdin er mest. Á sama tíma hefur hraunið vestan gossprungunar lengst um 400 m í norðvestur á sama tíma og breiddin er um 1 km.

Virknin á sprungunni sem byrjaði að gjósa sunnudaginn 31 ágúst hefur verið nokkuð stöðug í allan dag (þ.e. fram yfir 20:00) og mynstrið keimlíkt því sem það var í gær. Virkni að mestu bundin við Suðurgíg (Suðra), Norðurgíg (Norðra) og Miðgíga (Baug). Mestur gangur í Baug með 70-100 m háum kvikustrókum (ljósmynd TT Kvikustrókar í Baug IMGP2131); virknin í Suðra og upp í gegnum hrauntjörnina í Norðra einkenndist af <50 m strókum. Gosmökkurinn, sem var að mestu leiti gas, náði upp fyrir 3 km og lagði mökkinn undan vindi í austur yfir Rifnahnjúk og Fagradalsfjall. Merkjanlegt öskufall var frá þessum gígum fyrir hádegi og því var verulegt magn nornahára ásamt basískum vikri (golden pumice) og agnelítum í minna mæli (sjá ljósmynd TT P9060208 Nornahár GP og agnelítar).

Virknin á sprungunni sem opnaðist í gær (5. september) hefur minnkað og takmarkast nú við um það bil 150 metra rein sem er en virk um miðbik upprunalegu gossprungunnar og einkenndist virknin af meters háum slettum.

Felthópurinn á gosstað.

Kvikustrókar í Baug:

Nornahár og agnelítar:Meira af nornahári:Ljósmyndir: Þorvaldur Þórðarson
 

Frá Veðurstofu Íslands 6. september 2014 kl. 22:01

Jarðskjálftar mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga, í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulssporðinum og nokkrir við Herðubreiðartögl. Tveir jarðskjálftar að stærð 4,3 og 4,4 mældust í Bárðarbungu í eftirmiðdaginn, kl. 14:32 og kl. 18:43 en í morgun kl. 05:40 mældist skjálfti að stærðinni 5 á svipuðum slóðum. Heildarfjöldi sjálfvirkt staðsettra skjálfta frá miðnætti er um 170. Jarðvísindamenn við gosstöðvar telja að virkni á gosstöðvunum sé svipuð og í gær. Útslag jarðskjálftaóróa er lítið í dag.
 

6. september 2014: Sigið í Bárðarbungu


Nýtt kort af breytingum á yfirborði Báðarbungu sýnir allt að 14 m sig innan öskjunnar. Kortið er fengið með því að bera saman mælingar frá því 2011 þegar nákvæm radarmynd var tekin af svæðinu með Lidar, yfirborðsmælingar í júní 2014 og nýjar radarhæðamælingar sem gerðar voru 5. september sl.


Flatarmálsútreikningar frá Þorvaldi Þórðarsyni og Ármanni Höskuldssyni, gildir fyrir 6.9.2014 að morgni dags.


Á MODIS mynd frá NASA nú í hádeginu sést að gosmökkurinn er heldur öflugri en verið hefur.


 


06.09. 2014 kl. 12:00 – Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Í eftirlitsflugi í gær var yfirborð Bárðarbungu mælt með radarhæðarmæli flugvélar Ísavia. Mælingarnar sýna stórar breytingar á yfirborði Bárðarbungu. Allt að 15 metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar og nemur rúmmálsbreytingin um 0,25 km3. Lögun dældarinnar er í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.

o   Sig af þessari stærðargráðu hefur ekki orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust hérlendis um miðja síðustu öld.
o   Engin merki sjást um eldgos eða aukinn jarðhita í Bárðarbunguöskjunni.
o   Rúmmál sigsvæðis í Bárðarbungu er verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins.  
o   Sennilegasta skýringin er að þetta sig sé í tengslum við mikla jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs.

Í eftirlitsfluginu í gær fannst breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli 10 km frá jökuljaðri. Önnur dæld 6 km frá sporði Dyngjujökuls sem fylgst hefur verið með undanfarna daga hefur farið dýpkandi og mældist 35 m djúp.

o   Sennilegt er að þessar dældir séu merki um stutt smágos sem orðið hafa undir jöklinum. 

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni.

o   Gosvirkni er á tveimur sprungum. Megingosið er á sömu sprungu og verið hefur virk frá upphafi. Auk þess er enn gosvirkni á sprungu sem opnaðist í gærmorgun.
o   Hrauntungan nær nú 10 km til ANA og á tæpan km eftir í Jökulsá  á Fjöllum.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Um 90 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Einn jarðskjálfti 5 að stærð mældist við Bárðarbunguöskjuna kl.  05:40 í morgun. 14 skjálftar hafa orðið stærri en 5 við Bárðarbungu síðan 16. ágúst.

Litlar breytingar eru jarðskorpuhreyfingum norðan Vatnajökuls, mældum með GPS, síðan í gær.

Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

o   Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum.
o   Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
o   Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
o   Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.

Nýtt hraunakort frá jarðvísindamönnum á vettvangi. Verið er að bæta við upplýsingum um stöðu hraunsins við suðurjaðarinn og það ætti að koma fljótlega. Kortið sýnir jaðar hraunsins til norðausturs að morgni 6.9.2014


5. september 2014

Athuganir eftirmiðdag 5. september 2014 - Þorvaldur Þórðarson Kl. 18:00 hafði hraunið lengst um 0.8 km til austurs frá því um 17:30 þann 4/9 2014 eða um 35 m á klst. Hrauntungan um 1-1.6 km á breidd. Austur endi hrauns um 10.4 km frá suðurgíg og aðeins 1.2 km frá meginfarvegi Jökulsár á Fjöllum. Ingibjörg Jónsdóttir hefur nú þegar uppfært hraunakortið út frá þessum upplýsingum.

Vestan gossprungunar hefur hraunið lengst um 410 m í norðvestur og nú þegar þakið bílastæðið gert af þjóðgarðsvörðum í gær.  Virknin á sprungunni sem byrjaði að gjósa sunnudaginn 31 ágúst hefur verið stöðug í allan dag og mynstrið keimlíkt. Virkni að mestu bundin við Suðurgíg (Suðra), Norðurgíg (Norðra) og Miðgíga (Baug). Mestur gangur í Baug með 70-100 m háum kvikustrókum; virknin í Suðra einkenndist af 30-50 m kvikustrókum, en heldur smærri upp í gegnum hrauntjörnina í Norðra.

Ný sprunga opnaðist fyrir kl. 8 í morgunn, suðurendi hennar virtist vera skammt norðan við bólstra- og móbergshrauksins sem liggur u.þ.b. 2 km norðan við Dyngjujökul og náði um 700 m til norðurs. Í upphafi virtist gjósa eftir endilangri sprungunni og einkenndist virknin af mjög lágum (5-15 m háum) kvikustrókum. Í eftirmiðdaginn hafði virknin takmarkast við 400 m langa rein um miðhluta sprungunnar. Þann 3. september voru misgengin sem ganga í gegnum áðurnefnda bólstra- og móbergshrauks og virðist snörunun um þau vera allt að 8 m.


Aðalefnasamsetning hrauns úr Holuhrauni II (ICP mælingar). Taflan sýnir bráðabirgðaniðurstöður efnagreininga á fjórum sýnum úr öðrum fasa Holuhraunsgossins. Neðsta sýnið í töflunni er samskonar greining á gamla Holuhrauninu sem var þarna fyrirþegar núverandi jarðeldar hófust. 


 

Radarmynd tekin úr TF-SIF, 1. september 2014 sýnir sigketil á Dyngjujökli.

Kort: Eyjólfur Magnússon


5. september 2014 kl. 12:20 - af fundi vísindamannaráðs Almannavarna

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

 • Um kl. 7 í morgun barst tilkynning frá fréttamanni RÚV sem flaug yfir svæðið um að nýjar gossprungur hefðu opnast sunnan við núverandi sprungu.
 • Farið var í eftirlitsflug kl. 8:30 með vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
 • Athuganir úr vélinni hafa leitt í ljós að:
  • Tvær gossprungur hafa myndast suður af gosstöðinni í Holuhrauni, í sigdalnum um 2 km frá Dyngjujökli.
  • Mun minni strókar eru frá nýju sprungunum, gufa og gas stígur til suðausturs.
  • Sigketillinn í Dyngjujökli virðist hafa dýpkað.
  • Engar breytingar er að sjá á Bárðarbungu.
 • Mikið brennisteinstvíildi mælist í kringum gosstöðvarnar eins og í gær.
 • Mælingar sýna smávægilega aukningu í leiðni í Jökulsá á Fjöllum. 
 • Dálítill órói sást á jarðskjálftamælum upp úr kl. 3 í nótt. Draga fór úr honum um 6 leytið í morgun.
 • Töluverð virkni er í nyrðri gossprungunni (sprunga 1)  og er hæðin á  gufustróknum ca. 15.000 fet.
 • Ekkert bendir til þess að gosið í Holuhrauni sé í rénun. Hraunið úr sprungu 1 rennur enn aðallega til  ANA og hefur lengst síðan í gær.
 • Skjálftavirkni á svæðinu er svipuð og í gær. Um 170 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Tveir jarðskjálftar 4,4 og 5,3 mældust við Bárðarbunguöskjuna um miðnætti.
 • Enn hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum, mældum með GPS, og eru þær nú innan óvissumarka.
 • Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: 
  • Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.
  • Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
  • Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
  • Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
 • Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands:

Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
 

 

Flogið var yfir gosstöðvarnar í morgun og náðust þá þessar myndir af nýju sprungunni. Á fyrri myndinni má sjá eldri sprunguna fjær en virkni á henni er ennþá mjög mikil. Ljósmyndari: Þóra Árnadóttir


 

Mynd af nýju sprungunni í Holuhrauni sem opnaðist í nótt. Ármann Höskuldsson náði þessum myndum áður en svæðið var lokað af.


4. september 2014

Það er óhætt að segja að það séu allar klær úti við öflun upplýsinga um eldgosið og hraunið. Ármann Höskuldsson sendir lýsingar á stöðu goss, flæði hrauns og gps hnit af jaðri þess oft á dag, en hann og fleiri vísindamenn Jarðvísindastofnunar eru að störfum á vettvangi og fylgjast grannt með gangi mála. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar standa einnig vaktina, við öflun ratsjár- og hitamynda úr lofti, með flugvélinni TF SIF. Þannig næst einnig yfirlit yfir svæði sem ekki er óhætt að nálgast á landi. Allar tiltækar gervitunglamyndir eru nýttar til að fylgjast með málum. Þessi gögn eru síðan miðuð við grunnkort Landmælinga Íslands og frábærar loftmyndir Loftmynda ehf.


 

04.09.2014 kl. 12:10  - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

 • Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá um kl. 8 í morgun er að útbreiðsla hraunsins sé  um 11 km2.
 • Stærstu skjálftar síðan á miðnætti eru fjórir, 4-5 að stærð, allir í Bárðarbunguöskjunni. Alls um 180 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, flestir á svæðinu við jaðar Dyngjujökuls. Sá stærsti var 4,8 að stærð.
 • Órói sem sást á mælum í gær dó út í gærkvöldi og byrjaði aftur í morgun en er mun minni en í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan þessi órói kemur en hugsanlegt er að kvika hafi komist í snertingu við vatn.
 • Ekki eru merki um gos undir Dyngjujökli. Engar augljósar breytingar eru á leiðni eða vatnsflæði í ám. Í yfirlitsflugi TF-SIF var ekki að merkja aukið vatnsflæði á eða frá jöklinum. Breytingar sáust heldur ekki á sprungum. Ratsjármyndir sýna engar breytingar.
 • GPS-mælingar síðustu 24 klukkustundir sýna að hægt hefur á hreyfingum. Færslur á stöðvum norðan Vatnajökuls benda þó til rúmmálsaukingar í ganginum. Ekki sjást verulegar breytingar á stöðvum í nágrenni Bárðarbungu.
 • Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Mælanlegt öskufall er ekkert.
 • Brennisteinstviildi mælist í kringum eldstöðina.
 • Gufuský lagði undan vindi í gær en er kyrrstætt í dag þar sem lygnt er á svæðinu. Magn brennisteinstvíildis í gufunni á fjarlægari mælistöðvum nokkuð undir öryggismörkum og telst ekki hættulegt. Búast má við hærri gildum í dag nær eldstöðvunum þar sem lyngt  er. Vindur mun snúast til norðurs og gufuna leggur þá til suðurs.

  Hæð skýsins er um 6 km.

Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu:

 1. Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.
 2. Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
 3. Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
 4. Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
 

3. september 2014

Ljósmyndir teknar í flugi TF-SIF yfir gosstöðvarnar í dag.

Ljósmyndir: Þórdís Högnadóttir

Radarmyndir úr flugi TF-SIF 1. september og 3. september

Myndir unnar af Eyjólfi Magnússyni


Líkanreikningar, sem byggja á samfelldum GPS mælingum norðan við Vatnajökuls frá miðnætti 31. ágúst til loka dags 2. september, benda til aukins rúmmáls í kvikuinnskotinu (sem liggur undir Dyngjujökli og gossprungunni). Auk þess sjást greininlegar sprungur í norðanverðum Dyngjujökli og sigdalur á radarmyndum frá því í gær (sjá mynd hér neðar á síðunni) vegna gliðnunar yfir svæðinu (sjá myndir hér að neðan). Því er ekki er hægt að útiloka að gosprungan geti lengst í báðar áttir. Því er rétt að allir sem eru á svæðinu gæti fyllstu varúðar bæði vísindamenn og aðrir.
 
 
Græn lína sýnir staðstetninguna á innskotinu. Bláar örvar (með 95% óvissu ellipsum) eru mældar færslur og rauðar eru líkanreikningar. Jarðskjálftar staðsettir af Veðurstofu Íslands á tímabilinu eru sýndir með rauðum punktum. Stjörnur tákna skjálfta með M>4 á tímabilinu.


Radarmynd tekin úr TF-SIF 1. september um kl. 14 sýnir mjög greinilega brúnir sigdals sem liggur þvert á sjónstefnu.


Riverine discharge and conductivity in rivers draining potential eruptions sites within the Vatnajökull glacier. Background data and observations (pdf)

Eydís Salome Eiríksdóttir, Iwona Monika Galeczka, Rebecca Anna Neely and Sigurdur Reynir Gíslason

Hættur vegna gasstreymis frá eldstöðvum (pdf skjal)

Kvika inniheldur uppleyst gös sem streyma út í andrúmsloftið við eldgos. Gas streymir einnig frá kvikuinnskotum neðanjarðar á jarðhitasvæðum. Þegar virkni eykst þarf að fylgjast vel með styrk efna í umhverfi og virða hættumörk þeirra.  Hættusvæði geta meðal annars náð yfir ár og nágrenni þeirra.  Einnig þarf sérstaklega að varast aukinn styrk skaðlegra gastegunda í nágrenni við fossa, flúðir og dældir í landslaginu.

Helstu gastegundir frá basískri kviku eru H2O, CO2, SO2, H2, CO, H2S, HCl og HF. Stærstur hluti er vatnsgufa  (H2O) auk koltvíoxíðs (CO2) og brennisteinstvíoxíðs (SO2).

03.09.2014 kl. 12:10 – Bárðarbunga

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

 Skjálftavirkni heldur áfram, um 160 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir skjálftar mælast á nyrsta hluta Dyngjujökuls.  Kl. 03:08 mældist skjálfti að stærð 5,5 norðantil í Bárðarbunguöskjunni. 

• GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst, það bendir til að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en upp úr honum í gosinu. 

• GPS mælingar sýna að hægt hefur á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn sem hefur verið að  myndast frá því að atburðir hófust.

• Radsjármyndir sýna 0,5 - 1 km breiðan sigdal sem hefur myndast fyrir framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa 2 km inn undir jökul. Þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum sigsins svo líklega nær sigið lengra undir jökulinn.

• Í ljósi gagna frá GPS mælingum, radsjármyndum og jarðarskjálftamælingum þá minnkar ekki hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul. Þeirri atburðarrás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul.  Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu.

• Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni, meginhrauntungan stefnir í ANA.

• Kl. 08:00 í morgun var heildarflatarmál hraunsins áætlað 7,2 km2.

• Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Öskuframleiðsla er lítil sem engin.

• Brennisteinsdíoxíð mælist í kringum eldstöðina. Gosmökkur berst til norðausturs við gosstöðvarnar. 

• Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: 

o Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.

o Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.

o Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.

o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.

 

Nýtt hraunakort - staðan kl. 14:00, 2. september 2014

Ný mæling á jaðri hraunsins var gerð af felthópi Jarðvísindastofnunar kl. 14 í gær.  Austurjaðar hraunsins hafði þá lítið þokast í nokkra klukkutíma eftir að hafa gengið fram um tvo kílómetra í kvöldið áður og um nóttina. Hins vegar var verulegt hraunrennsli og jaðrar þess höfðu þykknað.  Í framhaldinu má reikna með að jaðrarnir gefi sig og hraunið sæki fram.  Skrykkjótt framrás af þessu tagi er alvanleg í hraungosum.

Rennsli úr gossprungunni síðasta sólarhringinn er talið hafa verið 100-150 m3/s, svipað og var daginn áður en u.þ.b. þrefalt minna en var fyrsta daginn.


 

2. september 2014

Smásjárljósmyndir af silikatbráðarinnlyksum í plagíóklaskristöllum í sýni nr. 11 sem kom upp í gosinu 31. ágúst.


 

02.09.2014, kl. 12:00 - Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Skjálftavirkni er mun minni undanfarnar 24 klst, eða um helmingur þess sem hún hefur verið undanfarna daga. Frá miðnætti hafa mælst um 300 skjálftar. Á sama tíma í gær, 1 september, greindust 500 skjálftar á mælum. Skjálftarnir síðan á miðnætti voru við gosstöðvarnar, sá stærsti 3 að stærð. Nokkrir minni voru í ösku Bárðarbungu.

GPS-tæki í nágrenni innskotsins sýnir mun minni færslur en fyrir gosið. Það hefur gerst á sama tíma og skjálftavirknin hefur minnkað. Þetta gefur til kynna að kvikuflæðið inn í ganginn og kvikuflæði inn í gosinu eru gróft séð í jafnvæði eins og er.

Engin aska kemur frá gosinu.

Hvítur gosmökkur rís um 4,5 km frá gosstöðvunum. Vindáttin stýrir áttinni sem mökkurinn fer. Í gær náði hann um 60 km til norð-norðausturs.

Í samanburði við gærdaginn mælist nú meira rúmmál brennisteinsdíoxíðs  undan vindi frá eldstöðinni.

Sandstormur á gossvæðinu kann að hafa blandað örfínum ögnum upp í gosmökkinn, og kann að útskýra ljósbrúna móðu yfir Eigilsstöðum í morgun.

Gossprungan er um 1.5 km á lengd um 4.5 km frá jökulrönd Dyngjujökuls.

Klukkan 14:00 í gær var flatarmál hraunsins um 4.2 km2, klukkan 8:00 í morgun hafði rönd þess teigt sig 1.5 km til aust-suð-austurs.

Eldgosið hledur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær.

Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir:

 • Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.
 • Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.
 • Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
 • Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

       Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
 

1. september 2014

InSAR mælingar á jarðskorpuhreyfingum með ratsjárgervitunglum 

Nákvæmur samanburður og úrvinnslu mynda úr COSMO-SkyMED ratsjárgervitungli Ítölsku geimvísindastofnunarinnar með InSAR aðferð (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, bylgjuvíxlmælingar) gerir kleift að meta jarðskorpuhreyfingar.  Bylgjumunstur sýnir hreyfingar þannig að ein heil breyting í litaskala (ein bylgja) svarar til 15 mm færslu jarðskorpunnar.   Tvær ratsjármyndir eru bornar saman til að meta eina bylgjuvíxlmynd.  Bylgjuvíxlmyndirnar tvær spanna tímabilið 13-29 ágúst og sýna hvernig landsvæði norðan Vatnajökuls hefur aflagast vegna myndunar kviku/berggangs. InSAR gögnin má nýta í líkanreikningum til að meta stærð og opnun gangsins sem orðið hefur til síðan umbrotin hófust, ásamt GPS-landmælingum.

Kort af nýja hrauninu norðan Dyngjujökuls

Ratsjármyndirnar eru úr SAR-ratsjá TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar.  Fyrsta myndin er frá áður en gos hófst, hinar frá því í dag, 1. september kl. 14. Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar.  Breidd þess er mest um 1,6 km en endi hraunsins austast um 500 m breiður.  Samfelld hrauná lá eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri.  Víða var glóð í jörðum hraunsins.

Þegar ratsjármyndin var tekin var flatarmál hraunsins um 4,2 km2.  Gróflega áætlað voru kl. 16 í dag, rúmum hálfum öðrum sólarhring frá upphafi gossins, komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni.   Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum.  Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s.Loftmyndin með hrauninu sem gagnsærri þekju sýnir hvar nýja hraunið leggst yfir Holuhraunið og leysingarfarvegi Jökulsár á Fjöllum á Flæðunum. 

Punktar um  ferð TF-SIF yfir Vatnajökul í 1. september 2014 - Minnisblað frá vísindamönnum í flugi

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul kl. 13:45 og 16:30.  Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.  Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi.  Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.  Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Gossprunga og hraun:
  Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd.  Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar.  Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið.  
  Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar.  Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum.  Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu.  Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri.  Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum.
  Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2.  Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni.   Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum.  Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s.
  Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst.
  Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar.  Ekki varð vart við breytingar.

Gosmökkur
  Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum.  Blár litur sást neðst í mekkinum.  Mökkinn leggur til austnorðausturs.  Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað.   Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún.  Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.).  Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA.  Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins.  Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna.  Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að  öskumagn sé hverfandi.

Þátttakendur í fluginu:   
Emmanuel Pagneau (VÍ), Eyjólfur Magnússon (JH), Halldór Björnsson (VÍ),  Magnús Tumi Guðmundsson (JH), Pálmi Erlendsson (VÍ), Tobias Dürig (JH), Björn Oddsson (Almv.).


 

01.09.20104 kl. 12:20 – Bárðarbunga

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:

·         Hraungos stendur enn yfir í  Holuhrauni. Hraunið rennur til norðurs frá gosstöðinni.
·         TF-SIF fer í loftið kl. 13:00 og flýgur yfir svæðið með vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun og fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsinga er að vænta síðar í dag.
·         Kl. 20:00 í gærkvöldið náði hraunið yfir um 3 km2 svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar.
·         Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum.
·         Gasbólstrar og gufa rísa frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir  stíga síðan í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur.
·         Gasmælar hafa verið settir upp í nágrenni gosstöðvanna í Holuhrauni í tengslum við Futurevolc verkefnið. Gasmælingar leiða í ljós umtalsvert magn af brennisteinssamböndum í gosmekkinum. Því getur mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Mikilvægt er að þeir sem fara nærri gosstöðvunum séu með gasmæla og gasgrímur.
·         GPS mælingar sýna áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við norðurjaðar Vatnajökuls. Ekki sjást skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina má óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni við hann. Berggangurinn virðist ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.
·         Nokkuð dró úr skjálftavirkni þegar gos hófst. Enn er þó umtalsverð skjálftavirkni en um 500 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Mesta virknin er enn á 15 km löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls.
·         kl. 08:58 mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni  og annar að stærð 5,2 kl. 11:41 á sama svæði.
·         Enn er óvissa um hvert framhaldið á atburðarásinni verður. Fjórir möguleikar eru enn taldir líklegastir:

o   Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.

o   Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni.

o   Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.

o   Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.

Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.

Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.

1. september 2014 kl. 06:50 - frá vakthafandi jarðvísindamanni á Veðurstofu Íslands

Staðan frá því á miðnætti  1. september til kl. 06:50:
Eldsumbrot í Holuhrauni:

Eldgosið í sprungunni er stöðugt. Ekki hefur orðið vart við sprengingar og hraunflæði er jafnt. Hvorki jarðskjálftamælar né vefmyndavélar sýna neinar augljósar breytingar frá í gærkvöldi. Nánari lýsingar frá vísindamönnum á staðnum koma væntanlega fljótlega.
Jarðskjálftavirkni:

Um það bil 250 jarðskjálftar hafa mælst á tímabilinu. Flestir hafa þeir orðið í norðurhluta berggangsins, frá gosstöðvunum og  í suður, um10 km inn í Dyngjujökul. Stærstu skjálftarnir voru allt að 2. Skjálftavirkni hefur minnkað eftir að gosið hófst vegna minni þrýstings í bergganginum en heldur þó áfram..

Nokkrir skjálftar hafa orðið við brúnir Bárðarbunguöskjunnar, þeir stærstu 4,2 kl. 03:09 við suðurbrún hennar og 4,5 kl. 04:59 við norðurbrúnina. Sjá kort.

Á Öskjusvæðinu urðu flestir jarðskjálftar við Herðubreiðartögl. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,9 kl. 02:56.  Jarðskjálftar á þessu svæði eru algengir og jarðskjálftavirknin núna þarf ekki að tengjast aukinni spennu vegna eldsumbrotanna (endi bergganganna er í um 25 km fjarlægð í suðvestur frá þessu jarðskjálftasvæði). Engra jarðskjálfta varð vart í Öskju í nótt.

Ljósmynd: Sveinbjörn Steinþórsson - 31. ágúst kl. 22:01

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is