Háskóli Íslands

Deyfing skjálftabylgna

Skjálftabylgjur deyfast þegar þær breiðast út frá upptökum sínum, að hluta til vegna þess að upphafleg orka dreifist á æ stærri bylgjufald, en að hluta vegna deyfingar orkunnar í efninu sem hún fer um. Seinni þátturinn fer eftir eiginleikum efnisins. Þegar hitastig efnisins nálgast bræðslumark þess eykst deyfing á skjálftabylgjum sem um það berst. Fullbráðið efni ber ekki S-bylgjur. Ef S-bylgjur berast um tiltekið rúmmál efnis þá er fullvíst að það er ekki bráðið. Kvikuhólf undir eldfjöllum varpa þannig S-bylgjuskugga. Einnig verða P-bylgjur fyrir seinkun við að fara í gegnum slík svæði. Með þessum aðferðum hefur verið staðfest að grunnstæð kvikuhólf eru undir Kröflu og Kötlu. Einnig er staðfest að umtalsvert kvikuhólf er ekki til staðar undir Heklu fyrr en komið er á 10-14 km dýpi.

Mynd úr grein Heidi Soosalu og Páls Einarssonar (2004) sem sýnir farbrautir S-bylgna um jarðskorpuna undir Heklu.  Draga má þá ályktun að grunnstætt kvikuhólf sé ekki að finna á dýptarbilinu 4-10 km undir eldstöðinni

 

Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:

Soosalu, H., P. Einarsson (2004). Seismic constraints on magma chambers at Hekla and Torfajökull volcanoes, Iceland. Bull. Volcanol., 66, 276-286, DOI: 10.1007/s00445-003-0310-1.

Ólafur Guðmundsson, Bryndís Brandsdóttir, William H. Menke and Guðmundur E. Sigvaldason. The crustal magma chamber of the Katla volcano in south Iceland revealed by seismic undershooting. Geophys. J. Int., 119, 277-296, 1994.

Bryndís Brandsdóttir and William H. Menke (1992). Thin low-velocity zone within the Krafla caldera, NE-Iceland attributed to a small magma chamber. Geophys. Res. Lett., 19, 2381-2384.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is