Háskóli Íslands

Fyrirlesari: Dr. Johanne Schmith

Heiti ritgerðar: Eldfjallafræði og áhættur af basískum tætigosum 

Leiðbeinandi: Ármann Höskuldsson, vísindamaður á Jarðvísindastofnun Háskólans.

Aðrir í doktorsnefnd: Paul Martin Holm, dósent í jarðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu með Kaupmannahafnarháskóla og hefur doktorsvörnin þegar farið fram.

Andmælendur voru: Þorvaldur Þórðarsson, prófessor í eldfjallafræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Jennie Gilbert, dósent í eldfjallafræði við Háskólann í Lancaster.

Ágrip af rannsókn: 

Ísland er eitt eldvirkasta landssvæði á jörðinni. Um það bil 20 eldgos eiga sér stað hér á hverri öld. Af þeim er um 80% tætigos er tengjast utanaðkomandi vatni í snertingu við kvikuna. Aðeins um 10% gjóskulaga efur verið skoðaður í smáatriðum á landinu. Hér er farið í heildarkornastærðargreiningu á tveim af stærri eldgosum Kötlu, frá 1625 og 1755. Í þessari rannsókn er farið í þaula í þessi tvö eldgos og metin áhrif utanaðkomandi vatns og kviku í eldgosinu. 

Um doktorsefnið:

Johanne er með meistaragráðu í jarðvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku en þar rannsakaði hún  uppsprettu möttulbráðnunar í heita reit Grænhöfðaeyja. Johanne er með BS. gráðu í jarð- og jarðeðlisfræði og lagði ástund á eldfjallafræði og eftirlit með eldfjöllum við Háskólann á Hawaii

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is