Háskóli Íslands

 

 

Þann 24. október, tókst að  mæla Eystri Skaftárketilinn með flughæðarmæli vélar Ísavía, TF-FMS.  Flognar voru 9 línur yfir ketilinn og hefur kort verið teiknað eftir þeim.  Kortið, mismunakort og tvö snið eru sýnd á meðfylgjandi myndum (sniðin eru merkt á kortið).  Á sniðunum eru sýndar nokkrar eldri mælingar og kemur þar vel fram hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir síðasta hlaup, sem var sumarið 2010. 

(1) 10 km2 eiga við ketilinn eingöngu.  Í hærri tölunni (12 km2) er a.m.k. norðurhluti halins til suðurs, yfir hlauprásinni tekinn með.  Ketillinn hefur stækkað mjög mikið frá 2010.

(1) Rúmmál sigskálarinnar er fengið með því að draga kortið frá 24. október frá korti sem gert var eftir mælingum á yfirborði í júní 2015.

(2) Rúmmál sem falið er í sprungum við jaðra og kemur ekki fram í beinni mælingu á rúmmáli hefur verið metið.  Ummál sprungukransins um ketilinn er um 8 km.   Samanlögð vídd sprungna á yfirborði í hinum 300-400 m breiða kransi er talið 100 m að jafnaði.  Gróft mat á dýpt sprungnanna, fengið út frá sighraða og áætluðum hraða aflögunar er um 100 m.   Ef sprungurnar þrengjast jafnt niður á við og lokast alveg á 100 m dýpi er rúmmál sem falið er í sprungunum af stærðargráðunni 40 milljón m3.  

(3) Ef hiti vatnsins hefur verið 4°C þegar það rann út úr katlinum (mælingar Veðurstofu í júní)  og hæð við jökulrönd er 900 m lægri en nemur þrýstihæð í katlinum, bætast 7-8% við ketilvatnið vegna bráðnunar undir jökli.

 

Hér má finna nánari upplýsingar um hæðarmælingar á Skaftárkötum.

 

MTG, ÞH, FP
Jarðvísindastofnun Háskólans

2. nóvember 2015

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is