Háskóli Íslands

Haffræðingur, laust starf við Jarðvísindadeild

Dósent í haffræði

Laust er til umsóknar starf kennara á sviði hafefnafræði eða hafeðlisfræði við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið er hluti af uppbyggingu rannsókna og kennslu í haffræði við Háskóla Íslands.
Kennarinn mun hafa starfsaðstöðu á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem er faglega og fjárhagslega sjálfstæð stofnun innan Raunvísindastofnunar Háskólans. Jarðvísindastofnun hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknaverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis. Þar eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviðum bergfræði og bergefnafræði, ísaldarjarðfræði og setlagafræði, eðlisrænnar jarð- og landfræði, jarðefnafræði vatns, veðrunar og ummyndunar, margvíslegrar eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, aflögunar, jarðskjálfta- og jöklafræði auk rannsókna í haffræði. Á Jarðvísindastofnun er fjölbreyttur tækjabúnaður til rannsókna á vatni, seti og föstu bergi sem nýst geta nýjum starfsmönnum, m.a. rannsóknastofur á sviði jarðefna- og bergfræði auk ýmissa tækja til jarðeðlisfræðilegra mælinga.

Áætlað er að umsækjandi geti hafið störf 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 25. september 2020.

Nánari upplýsingar um stöðuna má finna hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is