Háskóli Íslands

Jarðvísindastofnun tekur þátt í Evrópuverkefninu “European Volcano Early Warning System” eða EVE. Verkefninu er ætlað að auðvelda samskipti milli vísindamanna og Almannavarna þegar um er að ræða eldgos og fyrirboða þeirra. Verkefnið er framhald af verkefninu VeTOOLS er lauk fyrir um ári síðan og var fjármagnað innan EC-ECHO áætlunar Evrópusambandsins. Markmið EVE er að taka saman þekkingu um liðin eldsumbrot Evrópskra eldfjalla og aðdraganda þeirra svo betur sé hægt að sjá fyrir um eldgos í framtíðinni og setja upp samhæfða viðbragðsáætlun.

EVE er ætlað að leiða til einfalds forspár kerfis um hegðun eldfjalla og viðbrögð við hugsanlegum eldgosum. EVE er fjármagnað af UCPM-ECHO áætlun Evrópusambandsins sem hefur veitt 1,2 miljónir evra til verkefnisins. Stjórnendur verkefnisins á Íslandi er Dr. Ármann Höskuldsson vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans og prófessor Þorvaldur Þórðarson við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Samstarfsaðilar á íslandi eru Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum, Lögreglustjóraembættið í Vestmannaeyjum, Veðurstofa Íslands og Rainrace ehf.

Linkur á vefsíðu verkefnisins: http://www.evevolcanoearlywarning.eu/

Á myndinni má sjá fulltrúa Íslands á stofnfundi EVE verkefnisins. Frá vinstri: Ólafur Helgi Kjartansson, Þorvaldur Þórðarson, Sigurður Guðnason, Sara Barsotti, Sólveig Þorvaldsdóttir, Ármann Höskuldsson og Páley Borgþórsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is