Háskóli Íslands

Jöklafræði - Samstarf

Við Jarðvísindastofnun:
Magnús T. Guðmundsson, Páll Einarsson, Bryndís Brandsdóttir: eldgos, jarðhiti og jarðskjálftar í jöklum.
Freysteinn Sigmundsson, Þóra Árnadóttir: landris vegna rýrnunar jökla.
Áslaug Geirsdóttir: þróunarsaga Langjökuls síðustu 8000 ár.
Jón Ólafsson: könnun á orkuskipum Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi.

Landsvirkjun:
Hannes H. Haraldsson: kortlagning botns og yfirborðs, afkoma, vatnafar, rekstur sjálfvirkra veðurstöðva á jökli.

Veðurstofa Íslands:
Tómas Jóhannesson, Þorsteinn Þorsteinson og Oddur Sigurðsson: gerð afkomulíkana fyrir íslenska jökla, Lidar-hæðarlíkön af íslenskum jöklum.

Simon Fraze University, Vancouver, Kanada:
Gwenn Flowers:  líkön um vatnafar jökla og jökulhlaup, líkangerð af þróun Langjökuls síðustu 8000 ár.

University of Brithish Columbia, Vancouver, Kanada:
Garry C. Clarke: líkön um jökulhlaup, líkön um hreyfingu jökulíss.

LEGOS, Toulouse, Frakklandi:
Etienne Berthier: notkun fjarkönnunargagna við ákvörðun hraðsviða jökulyfirborðs og gerð hæðarkorta af jökulyfirborði með fjarkönnunargögnum, notkun Hæðarlíkan til að rekja afkomusögu jökla.

University of Innsbruck, Austurríki:
Helmut Rott: notkun fjarkönnunargagna við ákvörðun hraðsviða jökulyfirborðs og gerð hæðarkorta af jökulyfirborði með fjarkönnunargögnum.

Loughborough University, Queen MaryUniversity of London, UK:
Richard Hodgkins og Simon Carr: rannsókn á veðurþáttum og afkomu Langjkökuls.

CALTEC, Kalíforníu:
Mark Simons: könnun á hreyfisviði jökla með radarmælingum úr flugvél.

Cambridge University, England:
Ian Willis og Allen Pope: gerð LiDAR hæðarlíkans of Langjökli.


Þátttaka í fjölþjóðlegum rannsóknarhópum:
1. Norræna Öndvegis-rannsókarsetrið: Nordic Centre of Excellence SVALI.   rannsóknir á stöðu íshvolfs og viðbrögðum við loftlsagsbreytingum. SVALI er hluti Norrænu Öndvegisrannsóknaáætlunarinnar um átak í rannsóknum á sviði loftslags-, orku- og umhverfisfræða.
Norrænu verkefnin CE (Climate and Energy) CWE (Climate, Water and Energy), CES (Climate and Energy Systems) og Íslensku hliðstæðum þeirra VO (Veður, Orka), VVO (Vedur, Vatn, Orka) and LOKS (Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkukerfi og samgöngur).  Rannsóknir á samspili loftslags og jökla, afrennsli frá þeim og áhrif á rekstur vatnsaflsvirkjana.

2. Frá 2005 hefur verið samstarfshópur Jöklahóps og   LEGOS (Laboratoire d’Etudes en Géophysique et Océanographie Spatiales, Toulouse in France) haft frían og greiðan aðgang að myndum frá SPOT5 gervitunglinu af íslenskum jöklum, frá ýmsum tímum.   Flestar myndirnar hafa verið teknar sérstaklega vegna þessarar samvinnu.  Myndirnar hafa verið nýttar til að búa til yfirborðshæðarlíkön af íslenskum jöklum og reikna skriðhraða. Vegna þessa samstarfs hefur einnig fengist aðgangur að gögnum frá fleiri gervihnöttum t.d. Formosat-2.

3. Vegna samvinnu við Háskólann í Innsbruck, Austurríki, hefur fengist aðgangur að tugum ERS-radarmynda og nýlega einnig myndraða frá TerraSAR-X gervitungli Þýsku Geimvísindastofnunarinnar.

4. Fjölþjóðverkefni (TEMBA) um rekstur veðurstöðva á Vatnajökli og túkun mæligagna sem aflað var. Aðrir þáttakendur voru frá háskóanun í Utrecht (stofnuninni IMAU) frjálsa háskólanum í Amsterdam, Hollandi, og háskólanum í  Innsbruck, Austurríki.

5. Fjölþjóðverkefnin ICEMASS, and SPICE (þáttakendur frá Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Frakklandi og Hollandi).  Rannsóknir á afkomu jökla og loftslagsbreytingum, kostað af  IV. og V. rammaáætlum Evrópusambandsins um rannsóknir.
6. Fjölþjóðverkefnið GLACIORISK, sem snerist um hættu tenga jöklum (skriður, flóð, íshrun o.fl.).  Aðrir þáttakendur voru frá Alpalöndunum og Skandinaviu.  Verkefni kostað V. rammaáætlum Evrópusambandsins um rannsóknir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is