Háskóli Íslands

Kort af nýja hrauninu norðan Dyngjujökuls

Ratsjármyndirnar eru úr SAR-ratsjá TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar.  Fyrsta myndin er frá áður en gos hófst, hinar frá því í dag, 1. september kl. 14. Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar.  Breidd þess er mest um 1,6 km en endi hraunsins austast um 500 m breiður.  Samfelld hrauná lá eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri.  Víða var glóð í jörðum hraunsins.

Þegar ratsjármyndin var tekin var flatarmál hraunsins um 4,2 km2.  Gróflega áætlað voru kl. 16 í dag, rúmum hálfum öðrum sólarhring frá upphafi gossins, komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni.   Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum.  Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s.Loftmyndin með hrauninu sem gagnsærri þekju sýnir hvar nýja hraunið leggst yfir Holuhraunið og leysingarfarvegi Jökulsár á Fjöllum á Flæðunum.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is