Háskóli Íslands

Doktorsnemi í jarðeðlisfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Opið er fyrir umsóknir fyrir starf doktorsnema í jarðeðlisfræði við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er á sviði rannsókna á jarðskorpuhreyfingum með áherslu á eldvirkni og jarðhita. Aðalleiðbeinandi rannsóknaverkefnisins verður Freysteinn Sigmundsson. Nemandinn verður hluti af rannsóknahóp um jarðskorpuhreyfingar með starfsaðstöðu á Jarðvísindastofnun Háskólans. Starfið er fjármagnað til þriggja ára með sérverkefnum sem tengjast rannsóknasviðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rannsóknasvið verkefnisins er: Jarðskorpuhreyfingar í tengslum við eldvirkni og jarðhita: Mælingar og líkön (e. Ground deformation in relation to magmatic and geothermal processes: Measurements and models).

Verkefnið er framhald rannsókna sem unnar hafa verið á Jarðvísindastofnun Háskólans til að skilja betur eðli og orsakir þeirra ferla sem stjórna jarðskorpuhreyfingum á jarðhitasvæðum og eldfjöllum, bæði hvað varðar kvikuhreyfingar og breytingar í jarðhita af náttúrulegum ástæðum og vegna jarðhitavinnslu. Notaðar verða tvær meginaðferðir til nákvæmra mælinga á jarðskorpuhreyfingum: Bylgjuvíxlmælingar úr gervitunglum (e. Interferometric analysis of synthetic aperture radar images, InSAR) og GNSS (e. Global Navigation Satellite System) landmælingar. Nemandinn mun vinna slíkar mælingar og auka þannig þekkingu á jarðskorpuhreyfingum, m. a. í Norðurgosbelti Íslands. Líkanreikningar til að herma hreyfingarnar eru mikilvægur þáttur í verkefninu, þar sem tekið verður tillit til breytilegra eiginleika jarðskorpunnar, kvikukerfa og jarðhitageyma. Sérstök áhersla verður á að skilja samspil kvikuhreyfinga og jarðhita, og breytingar á jarðhitasvæðum vegna jarðhitavinnslu.

Doktorsneminn verður hluti af rannsóknarhópi um jarðskorpuhreyfingar á Jarðvísindastofnun sem er í öflugu alþjóðlegu samstarfi.

Hæfnikröfur

>>Umsækjendur skulu hafa M.Sc. gráðu í jarðeðlisfræði eða sambærilegu námi.
>>Reynsla af mælingum á jarðskorpuhreyfingum er kostur.
>>Reynsla af túlkun á jarðskorpuhreyfingum og reiknilíkönum er kostur.
>>Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
>>Enskukunnátta í rituðu og mæltu máli.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Starfið hefst eigi síðar en í október 2019.

Umsókninni skal fylgja i) kynnisbréf (1-2 bls) þar sem fram kemur hvað vekur áhuga umsækjanda á verkefninu og hvað hann/hún hefur fram að færa við mótun og vinnslu þess og væntingar til doktorsnámsins. Til viðbótar skal fylgja; ii) ferilskrá, iii) afrit af prófskírteinum (grunnnám og meistaranám), og listi yfir áfanga í framhaldsnámi iii) nöfn á tveimur umsagnaraðilum og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.06.2019

Nánari upplýsingar veitir

Freysteinn Sigmundsson - fs@hi.is - 525 4000

Háskóli Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Dunhaga 7
101 Reykjavík

Sækja um starf

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is