Háskóli Íslands

Lektor í jarðefnafræði við Jarðvísindadeild, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Leitað er eftir umsækjanda með þekkingu og reynslu til að efla rannsóknir og kennslu í jarðefnafræði. Starfið er tengt meistaranámi á sviði endurnýjanlegrar orku og deildin nýtur stuðnings Landsvirkjunar við að koma starfinu á fót. Kennsla og rannsóknir á sviði jarðvísinda fara fram við Jarðvísindadeild og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2017, en gert er ráð fyrir að umsækjendur geti hafið störf haustið 2017. Nánari upplýsingar veita forseti Jarðvísindadeildar, Magnús Tumi Guðmundsson, mtg@hi.is, sími 525 5867 og Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, formaður faghóps í jarðefnafræði, sigrg@hi.is, sími 525 4497.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Doktorspróf í jarðefnafræði eða skyldum greinum
• Reynsla af rannsóknum á viðkomandi sérsviði
• Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Jarðvísindadeild er ein sex deilda Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Við deildina stunda rúmlega 200 nemendur nám í jarðfræði, jarðeðlisfræði og jarðefnafræði, þar af eru framhaldsnemar um 70, bæði meistara- og doktorsnemar. Af 50 starfsmönnum eru um 30 akademískir, bæði kennarar við Jarðvísindadeild og sérfræðingar á Jarðvísindastofnun. Stofnunin veitir ennfremur norrænum styrkþegum, nýdoktorum og framhaldsnemum aðstöðu til náms og rannsókna. Jarðvísindastofnun hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknaverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis.

Sjá nánari lýsingu á starfinu á heimasíðu Háskóla Íslands

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is