Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í jarðeðlisfræði með áherslu á jöklafræði, við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Sérfræðingnum er ætlað að vinna að jöklarannsóknum og skal starfsvið hans falla að núverandi rannsóknum stofnunarinnar á jöklum Íslands og  áherslum í erlendum  samstarfsverkefnum. Starfsemi stofnunarinnar í jöklafræði felst í kortagerð á yfirborði og botni jökla, mælingum á afkomu og orkuskiptum við yfirborð þeirra, ísflæði, veðurathugunum á jöklum, fjarkönnun úr gervitunglum og flugvélum, könnun á framhlaupum og kelfingu í jökullón, rannsóknum á rennsli vatns um jökla, vatnsforða sem bundinn er í jöklum og mati á hættu sem stafar af jöklum vegna jökulhlaupa frá jaðarlónum og lónum á jarðhitasvæðum undir jöklum eða við eldgos í jöklum; auk viðbragða jarðskorpu við breytingum á jökulfargi. Gerð eru reiknilíkön af afkomu og hreyfingu og viðbrögðum jökla við loftslagsbreytingum, í fortíð, nútíð og framtíð.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Doktorspróf í jarðeðlisfræði, eða öðrum greinum með sambærilegan bakgrunn í eðlisfræði og stærðfræði.
  • Reynsla af gagnaöflun og úrvinnslu jöklagagna.
  • Krafist er góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
  • Góð enskukunnátta í skrifuðu og töluðu máli.

Gert er ráð fyrir að sérfræðingurinn komi að leiðbeiningu framhaldsnema og mögulega annarri kennslu við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs (https://www.hi.is/jardvisindadeild).  Umfang kennslu yrði samkvæmt samkomulagi sérfræðingsins við stjórn Jarðvísindastofnunar í samræmi við 10. gr reglna Raunvísindastofnunar Háskólans nr. 685/2011 og ákvörðun Jarðvísindadeildar.

Við ráðningu verður horft til þess að umsækjendur falli sem best að aðstæðum og þörfum Jarðvísindastofnunar.

Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019.
 

Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferlið má finna hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is