Háskóli Íslands

Laust starf - Sérfræðingur í ísaldar- og jöklajarðfræði, Jarðvísindastofnun Háskólans

Sérfræðingur í ísaldar- og jöklajarðfræði, Jarðvísindastofnun Háskólans

Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings, með sérþekkingu og reynslu á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði, við Jarðvísindastofnun Háskólans. Starfið krefst reynslu af sjálfstæðum rannsóknum á fagsviðinu, með áherslu á landmótun jökla, rofs og setmyndunar í samspili jökla og undirlags þeirra, sem og jöklunarsögu og jarðlagafræði. Rannsóknir á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði hafa verið mikilvægur þáttur í starfsemi Jarðvísindastofnunar Háskólans undangengin 50 ár. Stefnan er að efla rannsóknir á þessu sviði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að byggja upp og leiða rannsóknaráætlun í ísaldar- og jöklajarðfræði við stofnunina, afla styrkja til fjármögnunar rannsókna, og hafa frumkvæði að eflingu rannsóknasamstarfs á fagsviðinu. Gert er ráð fyrir að sérfræðingurinn komi að leiðbeiningu framhaldsnema og annarri kennslu við Jarðvísindadeild, Verkfræði- og náttúruvísindasviðs (https://www.hi.is/jardvisindadeild). Umfang kennslu yrði samkvæmt samkomulagi sérfræðingsins við stjórn Jarðvísindastofnunar í samræmi við 10. gr reglna Raunvísindastofnunar Háskólans nr. 685/2011 og ákvörðun Jarðvísindadeildar.

Hæfnikröfur

  •  
  • Doktorspróf í ísaldar- og jöklajarðfræði eða eðlisrænni landfræði með áherslu á jöklajarðfræði.
  • Reynsla af rannsóknum á fagsviðinu með góðum árangri
  • Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þekking á háskólastarfi og frumkvæði í rannsóknasamstarfi Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum stofnunarinnar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Miðað er við að umsækjendur geti hafið störf fyrri hluta árs 2021, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla. Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Samkvæmt 38. gr. reglnanna er rektor heimilt að veita framgang í starf fræðimanns eða vísindamanns við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni 1) vottorð um námsferil sinn og störf, 2) ferilskrá (Curriculum Vitae), 3) ritaskrá, 4) skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, 5) greinargerð um rannsóknaráform ef til ráðningar kemur og 6) upplýsingar um þrjá mögulega umsagnaraðila sem hafa má samband við. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi. Jarðvísindastofnun er faglega og fjárhagslega sjálfstæð stofnun innan Raunvísindastofnunar Háskólans. Hún er starfsvettvangur jarðvísindarannsókna sérfræðinga, kennara og framhaldsnemenda við Háskóla Íslands. Stofnunin hefur sterk alþjóðleg tengsl þar sem mörg rannsóknaverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu stofnunarinnar: http://jardvis.hi.is/.

  • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Sérfræðistörf
  • Stéttarfélag: Félag háskólakennara
  • Umsóknarfrestur er til: 01.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Bryndís Brandsdóttir - bryndis@hi.is - 5254774
Anna Jóna Baldursdóttir - annajona@hi.is - 5254492

Jarðvísindastofnun
Dunhaga 3
107 Reykjavík

Smelltu hér til að sækja um starfið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is