Háskóli Íslands

Martin Hensch flytur erindi um lágtíðniskjálfta undir eldfjallinu Laacher See í Þýskalandi miðvikudaginn 29. maí kl. 12:00 í Öskju

Martin Hensch mun flytja erindi sem kallast í lauslegri þýðingu "Djúpir lágtíðniskjálftar afhjúpa virka kvikusöfnun undir eldfjallinu Laacher See, Eifel héraði, Þýskalandi". Erindið verður haldið í fundarsal á 3. hæð Öskju kl. 12:00 miðvikudaginn 29. maí.

Martin vann áður á Jarðvísindastofnun og Veðurstofu Íslands, en vinnur nú að jarðskjálftarannsóknum í hluta Þýskalands. Rannsóknir Martins og félaga varpa mikilvægu ljósi á möguleika á eldvirkni í norðvestur Þýskalandi og hafa auk þess mikilvæga tengingu við hrinur djúpra lágtíðniskjálfta á Íslandi. Finna má grein um efni erindisins hér: https://academic.oup.com/gji/article/216/3/2025/5257845

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is