Háskóli Íslands

Norræna eldfjallasetrið

Norrænt eldfjallasetur (NordVulk) er starfrækt innan Jarðvísindastofnunar Háskólans (JH), og er það arftaki Norrænu Eldfjallastöðvarinnar sem sameinaðist jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar í Jarðvísindastofnun Háskólans árið 2004. Eldfjallasetrið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni (NMR) og íslenska ríkinu, og eitt af hlutverkum Nordvulk er að gefa norrænum vísindamönnum tækifæri til starfa í íslensku vísindaumhverfi.

Mikilvægasti liðurinn í norrænu starfseminni eru fimm stöður fyrir unga norræna vísindamenn sem veittar eru til 1-2 ára í senn. Þá er ein staða veitt norrænum sérfræðingi til 4 ára. Norræn verkefnanefnd (NordVulk’s Programme Committee) er skipuð einum fulltrúa frá hverju norrænu landanna og hefur ráðgjafarhlutverk varðandi starfsemina. Norræna eldfjallasetrið er rekið sem verkefni innan Jarðvísindastofnunar og taka fjölmargir starfsmanna hennar þátt í því.

Nánari upplýsingar um Norræna eldfjallasetrið er að finna á heimasíðu þess.

Hlekkur á heimasíðu NordVulk

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is