Háskóli Íslands

Ný grein eftir Anett Blischke og félaga - Seismic Volcanostratigraphy: The Key to Resolving the Jan Mayen Microcontinent and Iceland Plateau Rift Evolution

Við vekjum athygli á grein Anett Blischke og félaga í bandaríska vísindatímaritinu „Geochemistry, Geophysics, Geosystems“, Seismic Volcanostratigraphy: The Key to Resolving the Jan Mayen Microcontinent and Iceland Plateau Rift Evolution, https://doi.org/10.1029/2021GC009948.

Greinin er afrakstur samstarfsverkefnis Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR), Orkustofnunar, Jarðvísindastofnunar Háskólans og fjölmargra erlendra jarðvísindastofnana og háskóla.  Greinin fjallar um uppbyggingu og reksögu svæðisins norðan Íslands og vestan Jan Mayen, frá opnun Norður-Atlantshafsins um Ægishrygg, fyrir um 55 milljónum ára, þar til Kolbeinseyjarhryggur varð til, fyrir um 25 milljónum ára. Samtúlkun jarðeðlisfræðilegra og jarðefnafræðilegra gagna liggur til grundvallar nýjum skilningi á myndunarsögu svæðisins norðan Íslands. Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi  í endurteknum gosbeltaflutningum, samhliða dvínandi rekhraða á sunnanverðum Ægishrygg. Fjölþættar misgengishreyfingar sem rekja má í endurkastsgögnum endurspegla öfluga innskotavirkni, innan eldstöðvakerfa sem líkjast rekbeltum Íslands í dag. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á sviði hafsbotnsjarðfræði, m.a. á áhrifum Íslands heita reitsins á gosbeltaflutninga, legu meginlandsskorpu við Jan Mayen og á Íslands-Færeyjahryggnum, hafstrauma- og loftlagsbreytingar í tengslum við myndun Íslands-Færeyjahryggsins. Önnur verkefni snúa að rannsóknum á ummerkjum jöklunar á landgrunni Íslands, mati á margvíslegri náttúruvá, og rannsóknum á auðlindum í tengslum við hafréttarkröfur Íslands.

Yfirlitskort af myndun Norður-Atlantshafsins frá því landrek hófst fyrir um 55 milljón árum til nútíma. Kortin eru byggð á segulmælingagögnum [Nasuti og Olesen 2014], landreks- og möttulstrókslíkönum (appelsínulitaður hringur) og áætluðu varmaflæði [Henriksen, 2008; Dubrovine og fl., 2012; Hopper og fl., 2014; Gaina og fl., 2017b; Martos og fl., 2018; Blischke og fl., 2020]. Við opnun Atlantshafsins um Ægishrygg, var Jan Mayen svæðið áfast austurströnd Grænlands, við Scoresbysund. Gosbeltaflutningar, sem einkennt hafa Íslandssvæðið frá upphafi m.a. vegna áhrifa frá auknu möttuluppstreymi, stuðla að þykknun jarðskorpunnar (gráskyggt svæði, GIR-FIR), norður að Jan Mayen. Fjögur aðskilin rekbelti (IPR1-IPR4) með eldstöðvarkerfum, þróuðust til vesturs og klufu Jan Mayen svæðið frá Grænlandi, áður en Kolbeinseyjarhryggur varð fullmótaður fyrir 15-20 milljónum ára. Skammstafanir: GIR – Íslands-Grænlandshryggur; IFR – Íslands-Færeyjahryggur; IFFZ – Íslands-Færeyja þverbrotabeltið; IPR – Íslandsslétturekbelti; JMFZ – Jan Mayen þverbrotabeltið; NVZ – Norðurgosbeltið; NWIRZ – Norðvesturrekbeltið, PKR – frum-Kolbeinseyjarhryggur; SHRZ – Snæfellsnes-Húnaflóarekbeltið; TFZ – Tjörnesþverbrotabeltið; JMFZ  –  Jan Mayen þverbrotabeltið.

Þversnið af jarðlögum frá sunnanverðum Kolbeinseyjarhrygg (KR) til suðurhryggja Jan Mayen svæðisins. Myndunarsvæði rekbelta (IPR1-IPR4) eru í mismunandi litum, með tilgreindum jarðlagaaldri efst. Eldri jarðskorpa við Jan Mayen er gráskyggð. Þar blandast saman gömul meginlandsskorpa með innskotum og misgengjum og yngri úthafsskorpa. Setlög eru gulleit. Úr þeim má lesa loftlagssöguna.

Heimildir:

Blischke, A. (2020). The Jan Mayen microcontinent and Iceland plateau: Tectono-magmatic evolution and rift propagation, PhD dissertation, Faculty of Earth Sciences, University of Iceland. ISBN: 978-9935-9412-8-2

Doubrovine, P. V, Steinberger, B., & Torsvik, T. H. (2012). Absolute plate motions in a reference frame defined by moving hot spots in the Pacific, Atlantic, and Indian oceans. Journal of Geophysical Research: Solid Earth, 117(B9). https://doi.org/10.1029/2011JB009072

Gaina, C., Nasuti, A., Kimbell, G. S., & Blischke, A. (2017b). Break-up and seafloor spreading domains in the NE Atlantic. Geological Society, London, Special Publications, 447(1), SP447.12. https://doi.org/10.1144/SP447.12

Henriksen, N. (2008). Geological History of Greenland - Four billion years of earth evolution. Geological Survey of Denmark and Greenland (GEUS), Copenhagen, Denmark.

Hopper, J. R., Funck, T., Stoker, M. S., Árting, U., Peron-Pinvidic, G., Doornenbal, H., & Gaina, C. (2014). Tectonostratigraphic Atlas of the North-East Atlantic Region. Geological Survey of Denmark-Greenland (GEUS), 1st ed., Copenhagen, Denmark.

Martos, Y. M., Jordan, T. A., Catalán, M., Jordan, T. M., Bamber, J. L., & Vaughan, D. G. (2018). Geothermal heat flux reveals the Iceland hotspot track underneath Greenland. Geophysical Research Letters, 45, 8214–8222. https://doi.org/10.1029/2018GL078289

Nasuti, A., & Olesen, O. (2014). Magnetic Data. In: Hopper, J. R., Funck, T., Stoker, M. S., Árting, U., Peron-Pinvidic, G., Doornenbal, H., Gaina, C. (eds.). Tectonostratigraphic Atlas of the North-East Atlantic region. The Geological Survey of Denmark and Greenland (GEUS), 1st ed., Copenhagen, Denmark.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is