Háskóli Íslands

Út er komin grein um skjálftavirkni á Reykjanesi á árunum 1971-1976 eftir Sveinbjörn Björnsson, Pál Einarsson, Helgu Tulinius og Ástu Rut Hjartardóttur. Raunvísindastofnun háskólans og Orkustofnun ráku net 6 skjálftamæla á skaganum á þessu tímabili og fjallar greinin um niðurstöður mælinganna. Nokkrar umtalsverðar skjálftahrinur urðu á þessum tíma og var unnt að staðsetja upptakasvæði þeirra með betri nákvæmni en áður var hægt. Upptakasvæðin raðast á flekaskil N-Ameríku- og Evrasíuflekanna og sýna hvernig skilin liggja eftir skaganum, sjá mynd. Greinin mun birtast á prenti innan tíðar í sérhefti Journal of Volcanology and Geothermal Research sem helgað er rannsóknum á Reykjanesskaga.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is