Háskóli Íslands

Nýjar mælingar á siginu í Bárðarbungu

Mælingar á siginu í öskju Bárðarbungu voru gerðar í morgun með flugvél Ísavía, TF-FMS.  Þær sýna að sigið heldur áfram og að það nemur 2,5-3 metrum frá á laugardag, eða um 80-90 cm/dag í miðju öskjunnar.  Mesta sig frá því fyrir umbrotin er nú 18,5 m en var 15,8 m á laugardag.  Atburðunum í Bárðarbungu verður aðeins lýst sem hægu öskjusigi.   Það er enn sem komið er tiltölulega lítið miðað við þekkt öskjusig en á þessari stundu er ómögulegt að segja hve lengi askjan mun síga né hve mikið það verður þegar upp er staðið.


 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is