Háskóli Íslands

Tveir kennarar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið fengu Kennsluviðurkenningu VoN á fjórtánda Sviðsþingi sviðsins sem haldið var í Öskju þriðjudaginn 19. nóvember.

Það voru Lotta María Ellingsen, dósent við Rafmagns- og tölvunarfræðideild, og Ólafur Ingólfsson, prófessor við Jarðvísindadeild, sem fengu viðurkenningarnar. Lotta María var tilnefnd í flokknum kennsluþróun en Ólafur í flokknum kennsla í námskeiðum.

Var þetta í fyrsta skipti sem Kennsluviðurkenning VoN var veitt.

Ólafur Ingólfsson á að baki langan og farsælan feril sem kennari í jarðfræði við Háskóla Íslands.  Hann hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og hefur haft einstakt lag á að vekja áhuga þeirra á viðfangsefnum jarðfræðinnar. Kennsla hans hefur einkum verið á sviði jarðsögu og jöklajarðfræði en Ólafur hefur einnig komið að mörgum öðrum námskeiðum.  Mikilvægi framlags hans í kennslu má meðal annars meta í þeim áhrifum sem hann hefur haft á marga þá sem í dag eru ungir rannsakendur á hans fræðasviði.  Auk þess að sinna hefðbundinni kennslu við Háskóla Íslands hefur Ólafur einnig lagt sig fram um að búa til og rækta tengsl við háskólasetrið á Svalbarða. Hafa margir af jarðfræðinemendum  frá Háskóla Íslands notið góðs af því. Þá er rétt að geta þess að Ólafur hefur komið mjög vel út í kennslukönnunum mörg undanfarin ár.

    

Við útivinnu með nemendum og samstarfsmönnum

 

Með nemendum í Jöklajarðfræði 2017

Með nemendum í námsferð til útlanda 2017

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is