Háskóli Íslands

Sig Bárðarbungu - Mælingaflug 13. september 2014

Farið var með flugvél Ísavia ,TF-FMS, í mælingaflug yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul og gosstöðvarnar í Holuhrauni  síðdegis í gær (13. september).   Sigið í öskju Bárðarbungu var kortlagt á sama hátt og 5. og 8. september.   Mælingin í gær sýnir að mesta sig er nú orðið 23 metrar um 1 km norðaustan við GPS mælistöðina sem komið var fyrir á fimmtudag.  Meðfylgjandi snið sýnir lögun sigdældarinnar.  

Stærð sigskálarinnar í Bárðarbungu nemur nú tæplega hálfum rúmkílómetra.   Frá því GPS stöðin var sett upp hefur hún sigið u.þ.b. hálfan metra á sólarhring.   Það er heldur hægara sig en meðaltalið frá því umbrotin hófust (um 80 cm/dag).   

Stefnt er að því að kortleggja sigið reglulega á næstunni til að fylgjast með breytingunum.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is