Háskóli Íslands

Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans hlýtur Clair C. Patterson verðlaun bandarísku jarðefnafræðisamtakanna árið 2018.

Verðlaunin eru ein af virtustu viðurkenningum í jarðefnafræði og eru veitt  fyrir tímamóta rannsóknir í jarðefnafræði, sem eru mikilvægar fyrir umhverfi og samfélag manna á jörðinni. Rannsóknirnar þurfa að hafa birst í einni vísindagrein eða safni greina í alþjóðlegum vísindaritum á síðastliðnum áratug.

Sigurður fær verðlaunin fyrir rannsóknir á bindingu koltvíoxíðs í bergi og á áhrifum eldgosa á umhverfið (https://notendur.hi.is/~sigrg/). Hann tekur við verðlaununum á árlegri ráðstefnu jarðefnafræðisamtaka Bandaríkjanna og Evrópu, sem haldin verður í Boston í Bandaríkjunum 12.-17. ágúst nk.

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is