Háskóli Íslands

Eldfjallafræði og náttúruvár hópur Jarðvísindastofnunar, Háskóla Íslands hefur unnið að langtímamati á eldsuppkomu svæðum á Reykjanesi undanfarin 4 ár.

Við slíkt mat þarf að taka til allra þátta jarðfræðinnar innan rannsóknarsvæða. Þegar til jarðhræringa kemur er slíkt mat mikilvægt til að geta lagt mat á framvindu og hvað gerist ef til eldgosa kemur.

Í Kveik í gær fjallaði Sigríður Hagalín Björnsdóttir um mögulegar aðstæður vegna eldsumbrota á þéttbýlasta svæði landsins, Reykjanesi.  Í þættinum spjallaði hún við eldfjallafræðingana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson um þessi mál.
 

Umfjöllun Kveiks má finna hér:

https://www.ruv.is/kveikur/reykjanesskagi-moria/

https://www.ruv.is/kveikur/langt-eldsumbrotatimabil-gaeti-verid-i-vaendum/

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is