Háskóli Íslands

Fyrr í þessari viku tilkynnti Rannís um úthlutun úr Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs fyrir styrkárið 2018. Ellefu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans hlutu að þessu sinni styrk úr sjóðnum en í ár voru veittir 63 styrkir.

Hannes Jónsson, Steffen Mischke, Ágúst Kvaran, Einar Örn Sveinbjörnsson, Oddur Ingólfsson, Pavel Bessarab og Sigurður Örn Stefánsson hlutu allir verkefnisstyrki en Watse Sybesma hlaut rannsóknarstöðustyrk.

Doktorsnemarnir Maria Potkina, Paavo Oskari Nikkola og Fatemeh Hanifpour hlutu doktorsnemastyrki.

Raunvísindastofnun óskar styrkþegum innilega til hamingju.

Nánari upplýsingar um úthlutun úr Rannsóknasjóði má finna á heimasíðu Rannís https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-rannsoknasjodi-styrkarid-2018

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is