Háskóli Íslands

23. mars 2021 kl. 13:15 - Hraunið í Geldingadölum í tölum

 

Pléiades gervihnattaljósmyndir hafa verið teknar af gostöðvunum í Geldingadölum til að fylgjast með framgangi gossins. Út frá myndunum eru unnin hæðarkort sem með samanburði við eldri kort gefaupplýsingar um þykkt og rúmmáli hraunsins auk mats á hraunflæði frá gosrás. Nýjustu myndirnar, teknar klukkan 13:20 23. mars, sýna að hæð gígsins er um 20 m, mesta þykkt hraunsins er 22 m og meðalþykkt 9.5 m. Rúmmál hraunsins er 1.8 milljón m3 sem svarar til ~5.7 m3/s meðalhraunflæðis frá upphafi goss. Sama meðalhraunflæði fæst fyrir tímabilið frá 22. mars kl. 13:15 til 23. mars kl. 13:20.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is