Háskóli Íslands

Almennt um flekarek og jarðskorpuferli - Jarðskorpa verður til

Ísland situr á flekaskilum milli tveggja meginfleka stinnhvolfs jarðar. Vesturhluti landsins situr á Norður-Ameríkuflekanum en Austfirðir á Evrasíuflekanum. Flekaskilin markast af skjálfta- og eldvirku belti sem teygir sig eftir Atlantshafinu miðju. Flekarnir færast í sundur og er rekhraðinn á Íslandi um 19 mm á ári. Norðan við land er hann minni, sunnan við landið heldur meiri. Rekstefnan á Íslandi er nálægt 105°. þ.e. aðeins sunnan við austur ef horft er frá Norður-Ameríkuflekanum. Ný jarðskorpa myndast jafnharðan á flekaskilunum við það að kvika, sem verður til möttlinum, stígur upp vegna eðlismassamunar og fóðrar eldvirkni á yfirborðinu og innskot í jarðskorpuna. Ísland er auk þess heitur reitur, þ.e. einn af þeim stöðum á jörðinni þar sem eldvirkni er sérlega mikil vegna undirliggjandi möttulstróks. Jarðskorpan á Íslandi er því þykkari en á venjulegum hluta flekaskilanna, allt að 6-8 sinnum þykkari.
 

Skjálftar og eldstöðvakerfi marka flekaskilin á Íslandi
 

Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:

Sigmundsson, F. and Sæmundsson, K. (2008). Iceland: a window on North-Atlantic divergent plate tectonics and geologic processes, Episodes, 31, 92-97.


Einarsson, P. (2008). Plate boundaries, rifts and transforms in Iceland, Jökull (58), 35-58. 


Sigmundsson, F. (2006). Iceland Geodynamics, Crustal Deformation and Divergent Plate Tectonics, Praxis Publishing - Springer Verlag, Chichester, UK, 209 pp.

Einarsson, P., F. Sigmundsson, E. Sturkell, Þ. Árnadóttir, R. Pedersen, C. Pagli, H. Geirsson (2006). Geodynamic signals detected by geodetic methods in Iceland. In: C. Hirt (editor), Festschrift for Prof. G. Seeber, Wissenschaftliche Arbeiten der Fachrichtung Geodäsie und Geoinformatik der Universität Hannover Nr. 258, 39-57.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is