Háskóli Íslands

Bylgjubrotsmælingar

Þykkt jarðskorpunnar og dýpri gerð er yfirleitt könnuð með bylgjubrotsmælingum. Jarðskjálftamælum er þá raðað upp á línu og skjálftabylgjur búnar til við enda línunnar og oft líka á nokkrum stöðum á línunni. Mældum skjálftaritum er síðan raðað upp á svokallað bylgjusnið og túlkunarforrit notuð til að reikna bylgjusnið til samanburðar. Útbreiðslubrautir bylgnanna sveigja vegna bylgjubrots og vaxandi bylgjuhraða með dýpi. Eftir því sem bylgjan fer lengra frá upptökum þeim mun dýpra fer hún. Myndin sýnir frægt bylgjusnið úr grein Inga Bjarnasonar og fleiri (1993) en þar er sýnt fram á að jarðskorpan á Íslandi er þykkari en talið hafði verið áður, þ.e. 15-23 km á Suðvesturlandi. 


Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:

Brandsdóttir, B. and William H. Menke (2008). The seismic structure of Iceland, Jökull (58), 17-34. 


Riedel, C. ,  A. Tryggvason, B. Brandsdóttir, T. Dahm, R. Stefánsson, M. Hensch, R. Böðvarsson, K. S. Vogfjord, S. Jakobsdóttir, T. Eken, R. Herber, J. Hólmjárn, M. Schnese, M. Thölen, B. Hofmann, B. Sigurðsson and S. Winter (2006). First results from the North Iceland experiment. Mar. Geophys. Res., 27, 267-281.doi:10.1007/s11001-006-9007-0.


Hooft, Emilie E. E. , Bryndís Brandsdóttir, Rolf Mjelde, Hideki Shimamura and Yoshua Murai (2006). Asymmetric plume-ridge interaction around Iceland: The Kolbeinsey Ridge seismic experiment. Geochem. Geophys. Geosyst., (G3), 7, Q05015, doi:10.1029/2005GC001123, 26 pp.

Bjarnason, I., W. Menke, Ó. G. Flóvenz, D. Caress (1993). Tomographic image of the Mid-Atlantic plate  boundary in Southwestern Iceland. J. Geophys. Res., 98, 6607-6622.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is