Háskóli Íslands

Efnagreiningar

Chemical analysis* of rocks from the Eyjafjöll 2010 eruptions - Níels Óskarsson

Major oxides in Wt%, minor elements in mg/kg (ppm)FIM-1         21.3.2010   Fimmvorduhals-Sample from initial crater. Coll: Thor Kjartansson
FIM-2         27.3.2010   Fimmvorduhals-Sample Hrunagil, Lava termination. Coll: SG, HN, IOB, AE
SRG 2b     15.4.2010   Eyjafjallajokull- Sample Myrdalssandur ash-layer (GPS: 63-32-023;18-27-510). Coll: S.R. Gislason
SRG 5a     27.4.2010   Eyjafjallajokull- Sample Direct fallout (GPS: 63-40-626; 19-48-602). Coll: S.R. Gislason
BO1510      *1maj-10   Eyjafjallajokull- Sample from large bomb summit Coll: Bjorn Oddson
HO7510      *7maj-10   Eyjafjallajokull- Sample Direct fallout from Fimmvorduhals. Coll: Halldor Ólafsson
PAA8510     *8maj-10   Eyjafjallajokull- Sample from large bomb summit. Coll: Patrick Allard
GSV165-3 *16maj-10  Eyjafjallajokull- Sample Direct fallout summit, Coll: Gudrun Sverrisdottir

*Average of duplicate analysis.
Method: Rock powder fluxed with lithium metaborate, dissolved in nitric/hydrochloric/oxalic - acid mixture.
Analysis made on ICP-OES simutlaneous spectrograph (Spectro CIROS)
Reference material (SRM): USGS-BHVO - USGS QLO-1.

Skolunartilraunir á gjósku úr Eyjafjallajökli - Eydís Salome Eiríksdóttir og Helgi A. Alfreðsson (pdf-skjal)

Flúormælingar á gjósku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli - sýni tekið að kvöldi 19. apríl - Níels Óskarsson

Flúormælingar á glerjaðri ösku sem söfnuð var að Ásólfsskálakirkju 19. apríl sýna að flúorinnihald er töluvert hærra en í sýnum sem tekin voru 14. apríl, eða 850 mg/kg. Ástæðan er að askan fer ekki lengur í gegn um gufubólstra ofan við gígana. Þegar vatnsgufa þéttist í gosmekkinum safnast loftmengun í vatnsdropana og askan verður snauðari af flúor. Nú er minni gufa í gosmekkinum og flúor safnast því fremur á öskukornin. Þetta flúorinnihald er um tveir þriðju þess sem finnst í Heklu ösku.  Efnasamsetning gjóskunnar er aftur á móti óbreytt.

Flúormælingar á gjósku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli - sýni frá morgni 15. apríl - Níels Óskarsson

Sýnin er snið um ösku frá fyrsta sólarhring - Sýni 0 er neðst og Sýni 4 frá morgni 15. apríl.

Flúor mg/kg af þurri ösku.

Sýni 0 - 25 mg/kg
Sýni 1 - 25 mg/kg
Sýni 2 - 35 mg/kg
Sýni 3 - 23 mg/kg
Sýni 4 - 25 mg/kg

Ef öskulag er 1 cm að þykkt, samsvarar þetta um 700-1000 milligrömmum á fermetra sem þýðir veruleg hætta fyrir búpening.
Athugið að þar sem askan fer um mikið af gufu er þess að vænta að mikið af loftmengun berist með vatnsgufunni sem þéttist í dropa.
Búast má við mengaðra öskufalli ef gosmökkurinn er þurr.

Gjóskugler með samsetningu Kötlubasalts gýs á Fimmvörðuhálsi
Olgeir Sigmarsson, Guðrún Larsen, Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson
Heildarefnagreiningar á hrauni og gjósku úr fyrsta fasa gossins á Fimmvörðuhálsi benda eindregið til að frumstætt basalt af miklu dýpi gjósi þar. Kvikan er því af djúpum rótum og hefur tæplega stöðvast í kvikuhólfi á leið sinni til yfirborðs. Gjóskuglerið hefur sömu aðalefnasamsetningu og Kötlubasalt. Það eru því sterk bergfræðileg tengsl á milli kvikunnar sem nú kemur upp á Fimmvörðuhálsi og Kötlubasalts.
Nýjar aðalefnagreiningar á hrauni, gjósku og gjóskugleri úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi (pdf- skjal) 

Gas composition and flux report - Mike Burton ofl. (á ensku - pdf skjal)

Flúormælingar á gjósku úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi

Níels Óskarsson hefur mælt vatnsleysanlegan flúor í þremur sýnum á gjalli og ösku úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi:
1. Sýni frá eldstöðinni - fíngert glerjað gjall.
2. Sýni í snjó undir Eyjafjöllum (VP323 á 63.36.36,4-19.26.17,3) - glerjuð aska 0,2-1mm
3. Sama stað og No 2.

Niðurstöður:
Leysanlegur flúor á yfirborði ösku: mg Flúor pr kg af ösku.
1. (pH 6,45) Flúor 92 mg/kg (skolað á rannsóknarstofu og flúor og sýrustig mælt í skolvatni)
2. (pH 5.66) Flúor 112 mg/kg (flúor og sýrustig var mælt í bræðsluvatni)
3. (pH 5,55) Flúor 108 mg/kg (flúor og sýrustig var mælt í bræðsluvatni)

Skolvatnið er lítið eitt súrt, sem bendir til lítilræðis af eldfjallagasi (saltsýru-brennisteinssýru) á öskukornunum. Vakin er athygli á því að sýnin eru gróf aska. Því verður að gera ráð fyrir að flúorgildi séu hærri fjær eldfjallinu þar sem askan er fíngerðari og yfirborð hennar stærra. Hugsanlegt er að gildin væru allt að 400-500 mg/kg á Mið-Suðurlandi.
Þessi gildi eru mjög svipuð og í Heimaeyjargosinu 1973. Þótt gildin séu einungis um þriðjungur þess, sem mælist í Hekluösku, er full ástæða til varúðar og að halda búpeningi frá öskumengaðri beit og einkum bræðsluvatni, svo sem pollum á túnum.

Til samanburðar má sjá hér efnagreiningar á ösku sem féll í eldgosinu í Eyjafjallajökli 1821-1823


Full data are available at http://www.geo.ed.ac.uk/tephra/tbasehom.html
Gudrún Larsen et al., 1999. Geochemistry of historical-age silicic tephras in Iceland. The Holocene 9,4, pp. 463-471.

Efnasamsetning bergs sem myndast hefur í gosinu á Fimmvörðuhálsi

Bergið var efnagreint með Plasma-litrófsgreini og reynist vera svonefnt Alkali-ólivín basalt. Efnasamsetningin er eftirfarandi:

SiO2 46,99
Al2O3 15,91
FeO 12,12
MnO 0,19
MgO 6,55
CaO 10,28
Na2O 3,11
K2O 0,71
TiO2 3,32
P2O5 0,64

Þessi samsetning er af alkalísku bergröðinni (Ne 0,4% í NORMI) með meðal-hátt títanoxíð, sem er venjulegast í Eyjafjöllum en frábrugðið Mýrdalsjökli. Kristallarnir, sem virðast vera í jafnvægi við kvikuna skv. lögun og einsleitni eru plagíóklas og ólivín.
Útreinkningur í líkönunum MELTS og COMAGMAT vísar eindregið til kristöllunar á lágum þrýstingi, líklegast lægri en 2 kb.
Þessi berggerð er ein aðal-uppistaða Eyjafjalla og Vestmannaeyja.

Áhrif eldgossins á Fimmvörðuhálsi á vatnasvið Krossár - skýrsla frá Eydísi Salome Eiríksdóttur og Helga Arnari Alfreðssyni eftir ferð þeirra í Þórsmörk 24. mars 2010 (pdf-skjal)

Af reikulum efnum í Eyjafjallajökli  (Rannsóknarskýrsla Sigurðar Reynis Gíslasonar et. al., pdf-skjal)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is