Háskóli Íslands

Guðfinna Aðalgeirsdóttir er vísindamaður vikunnar í þættinum Samfélagið á Rás 1

Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 verða næstu vikurnar viðtöl við vísindamenn.

Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, er vísindamaður vikunnar. Hún ræðir m.a. um jökla og hvernig þeir bregðast við loftslagsbreytingum.

Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér (hefst á mín. 35:51)

Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 2018, en í því var stuttum og aðgengilegum textum um 365 vísindamenn safnað saman í sérstakan flokk á Vísindavefnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is