Háskóli Íslands

Lausar stöður

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum eru laus til umsóknar.  Doktorsverkefnin eru á sviðum (1) líkanreikninga á áhrifum Kröfluelda á jarðhitasvæðið í Kröflu og (2) líkanreikninga á aflögun á Kröflusvæðinu.  Verkefnin eru hluti af IMPROVE, netverki sem styrkt er af Marie-Curie áætluninni.  Að IMPROVE verkefninu koma 12 háskóla- og vísindastofnanir en samtals eru 15 doktorsnemastöður (Early Stage Researcher ¿ ERS) innan þess.  Upplýsingar um önnur doktorsverkefni innan IMPROVE má finna á vefsíðu netverksins:  http://www.improve-etn.eu/. Leitað er að aðila sem hefur mikinn áhuga á rannsóknum og því að starfa í þverfaglegu og alþjóðlegu teymi.

Starfssvið

IMPROVE doktorsverkefni ESR5: 

Líkanreikningar á viðbrögðum jarðhitasvæðisins í Kröflu við Kröflueldum 1975-1984

Markmið verkefnisins eru:

 • Að meta með fræðilegum og tölulegum líkanreikningum áhrif innskota- og gosvirkni á varmabúskap jarðhitakerfisins meðan á Kröflueldum stóð.
 • Að meta, með tölulegum líkanreikningum af jarðhita, þátt innskotavirkni í að viðhalda háhitasvæðinu innan Kröflueldstöðvarinnar.
   

IMPROVE doktorsverkefni ESR6: 

Líkanreikningar á aflögun á Kröflusvæðinu á grundvelli gagna um eiginleika og lagskiptingu jarðskorpunnar

Markmið verkefnisins eru:

 • Að skorða eins og kostur er eiginleika bergsins með því að nýta margvísleg gögn, m.a. snið úr borholum, þyngdarmælingar, bylgjuútbreiðslu, varmaástand og viðnámsgögn.  Á grundvelli þessara gagna að búa til þrívítt líkan af efniseiginleikum bergsins (fjaðureiginleika, seigju, áhrif grunnvatns og jarðhitavökva).
 • Túlka merki um aflögun sem á sér upptök ofarlega í jarðskorpunni og tengsl þeirra við jarðhitanýtingu og náttúruleg ferli.
 • Bæta eins og kostur er líkön af þeirri aflögun sem mælst hefur í Kröflu fyrr og nú.

Báðir doktorsnemarnir munu vinna á Jarðvísindastofnun Háskólans (http://jardvis.hi.is/), en hún er faglega sjálfstæður hluti Raunvísindastofnunar Háskólans.

Hæfniskröfur

 • Hafa lokið MS-gráðu með rannsóknaverkefni í jarðeðlisfræði, jarðfræði, eðlisfræði eða skyldum greinum.
 • Góð færni í ritaðri og talaðri ensku.
 • Góð skipulagshæfni.
 • Góð hæfni í forritun.
 • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknarferli

Skilyrði sem gilda um Marie-Curie ESR störf

Til að koma til álita við valið þurfa umsækjendur að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 1. Mega vera af hvaða þjóðerni sem er, en mega ekki hafa unnið eða stundað nám í því landi þar sem ESR starfið er hýst (Íslandi) í meira en 12 mánuði undanfarin þrjú ár.
 2. Að ekki séu meira en fjögur ár liðin frá því að umsækjandi hóf námið sem gefur aðgang að doktorsnámi.
 3. Mega ekki hafa lokið doktorsnámi.  Fólk sem er í doktorsnámi má sækja um.

Umsækjendur sem ætla sér í doktorsnám þurfa að senda inn formlega umsókn um slíkt nám við Jarðvísindadeild ekki seinna en einum mánuði eftir að þeim er boðin staða.


Umsóknarferli

Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 17. desember 2021.  Upphaf starfs er 1. mars 2022.

Umsókn skal innihalda i) umsóknarbréf ii) ferilskrá (starfsreynsla, forritunarhæfni, ritskrá ef einhver er), iii) afrit af prófskírteinum (BS og MS) ásamt einkunnadreifingu iv) eina blaðsíðu um áhuga á rannsóknum v) upplýsingar um tvo meðmælendur, tengsl þeirra við umsækjanda og hvernig má hafa samband við þá. 

Frekari upplýsingar:

Um ESR5:  Magnús Tumi Guðmundsson (mtg@hi.is), prófessor við Háskóla Íslands.

Um ESR6:  Freysteinn Sigmundsson (fs@hi.is), rannsóknaprófessor við Jarðvísindastofnun Háskólans.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 40 bestu háskóla heims á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði samkvæmt nýjum matslista Shanghai Academic Ranking of World Universities. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. 

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 400 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur, þar af um fjórðungurinn framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Magnús Tumi Guðmundsson

mtg@hi.is

Freysteinn Sigmundsson

fs@hi.is

 

Nánari upplýsingar og umsóknarform má einnig finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is