Háskóli Íslands

Lausar stöður

Dósent í strúktúrjarðfræði og tektóník

Laust er til umsóknar starf dósents í strúktúrjarðfræði og tektóník við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi með mjög góða reynslu í rannsóknum og með mikla möguleika á að koma á fót bæði öflugum rannsóknum á heimsmælikvarða sem og kennslu í strúktúrjarðfræði og tektóník.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Kennsla á grunn- og framhaldsstigi í jarðfræðinámskeiðum, þ.m.t. í strúktúrjarðfræði, tektóník og skyldum greinum.
 • Koma á fót kraftmiklum rannsóknum með utanaðkomandi fjármögnun, birta rannsóknaniðurstöður, og leiðbeina í rannsóknaverkefnum nemenda í grunn- og framhaldnámi.
 • Leiða kennslu og vinnu nemenda í strúktúrjarðfræði á vettvangi og stuðla að auknum áhuga jarðvísindamanna framtíðar í að tileinka sér grunnþekkingu sem og nýjustu aðferðir í strúktúrjarðfræði.
 • Koma á fót alþjóðlegum hágæða samstarfsverkefnum í strúktúrjarðfræði og tektóník með skírskotun til jarðfræði Íslands. Þau verkefni ættu helst að leggja áherslu á brothegðun jarðskorpunnar, gangainnskot og tektóník á hraunasvæðum sem byggst hafa upp að mestu við basalt-eldgosavirkni.
 • Rannsóknaverkefni ættu helst að tengja hágæða rannsóknir á jarðlagastafla á vettvangi og líkanreikninga af þeim jarðfræðilegu ferlum sem móta jarðlagastafla.

Hæfniskröfur

 • Doktorspróf í jarðfræði/jarðvísindum/jarðeðlisfræði með áherslu á strúktúrjarðfræði og tektóník.
 • Breið reynsla af rannsóknum í strúktúrjarðfræði og tektóník.
 • Reynsla í að fjármagna og stýra rannsóknarverkefnum.
 • Góð samstarfshæfni og reynsla af starfi í þverfaglegum teymum.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Þekking og reynsla úr háskólaumhverfi og reynsla af uppbyggingu rannsóknatengsla.
 • Sterkur bakgrunnur í vettvangsrannsóknum á jarðfræðistrúktúrum. Einnig þekking á aflfræðilegum og eðlisfræðilegum lögmálum sem stjórna brothegðun jarðskopunnar, sem og þekking á líkanreikningum af slíkum ferlum.

Við mat á umsækjendum verður m.a. horft til þess hve vel þeir falla að áherslum og þörfum deildarinnar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Áætlað er að umsækjandi geti hafið störf í janúar 2022 eða samkvæmt samkomulagi.

Umsókn þarf að fylgja 1) vottorð um námsferil og störf, 2) akademísk ferilskrá (Curriculum Vitae), 3) ritaskrá, 4) skýrsla um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið, 5) greinargerð um rannsóknaráform ef til ráðningar kemur, 6) útskýringu á kennsluaðferðum, 7) upplýsingar um þrjá mögulega umsagnaraðila sem hafa má hafa samband við. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að sex talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. 

Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. Athygli er vakin á því að samkvæmt 38. grein reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands þá geta þeir sem hafa hæfi til starfs prófessors sótt strax um framgang við ráðningu. Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Kennarinn mun hafa starfsaðstöðu á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem er faglega og fjárhagslega sjálfstæð stofnun innan Raunvísindastofnunar Háskólans. Jarðvísindastofnun hefur sterk alþjóðleg tengsl og mörg rannsóknaverkefni eru unnin í víðtæku samstarfi vísindamanna hérlendis og erlendis. Þar eru stundaðar fjölbreyttar jarðvísindarannsóknir, sem snúa m.a. að eldfjallafræði, jarðeðlisfræði, jarðskorphreyfingum, jarðskjálftafræði, bergfræði og bergefnafræði, ísaldarjarðfræði og setlagafræði, eðlisrænnar jarð- og landfræði, jarðefnafræði vatns, veðrunar og ummyndunar, jöklafræði auk rannsókna í haffræði. Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi skólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsmanna í uppbygginu náms og rannsókna við skólann. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Freysteinn Sigmundsson - fs@hi.is - 5254491

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is