Jarðvísindastofnun hefur í nær aldarfjórðung vaktað vatnshæð Grímsvatna með breytilegri tækni og streymt mæligögnum til Reykjavíkur um fjarskiptahlekk á Grímsfjalli. Framan af voru fjarskipin um símakerfið, en nú í samvinnu við Veðurstofu Íslands (VÍ) um fjarskiptahlekk Neyðarlínunnar. Í júni á þessu ári var sett á mælistöð Jarðvísindastofnunar í Grímsvötnun landmælinga staðsetningatæki sem með sem með úrvinnslu ásamt samskonar gögnum frá mælistöð VÍ á Grímsfjalli hefur nákvæmni uppá nokkra sentimetra í hæð og plani. Krista Hannesdóttir, doktorsnemi, hefur unnið að sjálfvirkri rauntímaúrvinnslu og myndrænni framsetningu þessara mælinga, sjá á vefsíðunni http://husbondi.rhi.hi.is/gvth/
Nú, þegar hlaup er að hefjast frá Grímsvötnum hefur verið bætt við framsetningu mælinganna mati á rennsli frá Grímsvötnum og heildarrúmmáli sem þaðan er farið í þessum atburði og má sjá á http://husbondi.rhi.hi.is/gvth/drainage.html
Veðurstofa Íslands hefur frá árinu 2020 einnig vaktað vatnshæð Grímsvatna með samskonar mælitækni.