Háskóli Íslands

Náttúruvá og vöktun

Náttúruvá á Íslandi getur verið af margvíslegum toga.

Eldsumbrot hafa valdið miklum skaða fyrr og síðar, en sjaldan beinu manntjóni í seinni tíð. Fyrr á öldum ollu jarðeldar þó bæði mannfelli og landflótta. Það skiptir því miklu máli að sjá fyrir hegðun einstakra eldstöðva og geta jafnvel sagt fyrir um yfirvofandi eldsumbrot eins og íslenskum jarðvísindamönnum hefur tekist. Virkustu eldstöðvar landsins eru vaktaðar með ýmsum aðferðum sem er greint frá hér að neðan.

Svæði þar sem vænta má jarðskjálfta á Íslandi eru vel skilgreind, en spá um skjálfta er oftast langtímaspá. Slík spá kemur þó að gagni hvað varðar hönnun bygginga og annan viðbúnað. Þétt net jarðskjálftamæla er rekið á Íslandi í samvinnu við Veðurstofu Íslands og fleiri aðila.

Jökulhlaup og önnur flóð, bæði vatnsflóð og aurflóð eða skriður hafa alltaf valdið miklu tjóni á Íslandi, að ógleymdum snjóflóðum. Jarðvísindastofnun stundar víðtækar rannsóknir á jöklum landsins, m.a. í samvinnu við Veðurstofu Íslands sem hefur með höndum hið stjórnskipulega hlutverk að vara við náttúruhamförum á Íslandi.

Ummerki eftir jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2000. 
Mynd: Páll Einarsson

GPS mælingar á útbreiðslu eðjuflóðs sem varð í Svaðbælisá árið 2010.
Mynd: Guðrún Sverrisdóttir

GPS - Eyjafjallajökull og Katla GPS

GPS - Grímsvötn

Mýrdalsjökull - Eftirlit með sigkötlum

Skaftárkatlar - Yfirborð og vatnsstaða

Breiðamerkurjökull - Vikuleg myndskeið

Markarfljótsaurar og Öræfajökull - Hættumat flóða - jökulhlaup

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is