Háskóli Íslands

Sneiðmyndagerð

Það hefur verið þekkt alllengi að P-bylgjur frá fjarlægum skjálftum verða fyrir mælanlegri töf á leið sinni til skjálftamælastöðva á Íslandi, allt frá því að Eysteinn Tryggvason benti á þetta í grein árið 1955. Seinkunin á sér stað undir landinu og stafar af því að möttulefnið er þar heitara en á aðliggjandi svæðum. Þennan strók af heitu efni er hægt að kortleggja í þremur víddum með tækni sneiðmyndagerðar. Net skjálftamæla er þá sett upp um allt land og mældar P- og S-bylgjur sem farið hafa djúpt undir landið. Dýpið takmarkast af stærð landsins. Til þess að sjá dýpra þyrfti að raða skjálftamælum á hafsbotninn umhverfis landið.

 

Mynd sem birtist á forsíðu tímaritsins Nature, þar sem grein Wolfe og fleiri var birt 1997. Sjá má strók af lághraðaefni niður á 3-400 km dýpi undir landinu.

 

Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:

Bjarnason, I.Þ. (2008). An Iceland hotspot saga, Jökull (58), 3-16. 


Alfaro, R., Brandsdóttir, B, Rowlands, D.P., White, R.S., Gudmundsson, M.T. (2007). Structure of the Grímsvötn central volcano under the Vatnajökull icecap, Iceland. Geophysical Journal International, 168 (2), 863-876.


Bjarnason, I. Th., C. J. Wolfe, S. C. Solomon (1996). Initial results from the ICEMELT experiment: Body-wave delay times and shear-wave splitting across Iceland. Geophys. Res. Lett., 23,   459-462.

Bjarnason, I. T., P. G. Silver, G. Rümpker, and S. C. Solomon (2002). Shear wave splitting across the Iceland hot spot: Results from the ICEMELT experiment, J. Geophys. Res., 107(B12), 2382, doi:10.1029/2001JB000916.

Wolf, C. J., I. Th. Bjarnason, J. C. VanDecar, S. C. Solomon (1997). Seismic structure of the Iceland mantle plume.Nature, 385, 245-247.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is