Háskóli Íslands

Sprungukortlagning

Brothreyfingar jarðskorpunnar koma oft fram á yfirborði jarðar í formi sprungukerfa. Með nákvæmri kortlagningu sprungnanna má fá upplýsingar um eðli hreyfinganna. Skástíg sprungukerfi á skjálftasvæði Suðurlands eru dæmigerð fyrir sniðgengishreyfingar. Þeim fylgja líka sprunguhólar þar sem yfirborðslögin hafa kýst upp í fornum jarðskjálftum. Nákvæm kortlagning þeirra leiðir í ljós að stórir skjálftar á Suðurlandi verða flestir á misgengjum með N-S stefnu, hornrétt á skjálftasvæðið sjálft. Sprungusveimar eldstöðvakerfa á flekaskilum sýna hvar jarðskorpan hefur gliðnað í umbrotahrinum fyrri tíma. Jarðhitakerfi fylgja gjarnan sprungukerfum og má öðlast gleggri skilning á eðli og útbreiðslu jarðhitans með kortlagningu sprungna.

Kort af sprungukerfum á skjálftasvæði Suðurlands úr grein Páls Einarssonar (2010). Rauð strik eru kortlögð sprungukerfi, gular línur eru upptakamisgengi stórra skjálfta 1987, 2000 og 2008 samkvæmt skjálfta-, InSAR- og GPS-mælingum.


Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:

Hjartardóttir, Á. R., & P. Einarsson (2011). The Kverkfjöll fissure swarm and the eastern boundary of the Northern Volcanic Rift Zone, Iceland. Bull. Volcanol., doi: 10.1007/s00445-011-0496-6. Khodayar, M., S. Björnsson, P. Einarsson, H. Franzson (2010). Effect of tectonics and earthquakes on geothermal activity near plate boundaries: A case study from South Iceland. Geothermics, 39, 207-219. Doi:10.1016/j.geothermics.2010.06.003


Hjartardóttir, Á. R., Páll Einarsson and Bryndís Brandsdóttir (2010). The Kerlingar fault, Northeast Iceland: A Holocene normal fault east of the divergent plate boundary. Jökull 60, 103-116.


Einarsson, P.  (2010). Mapping of Holocene surface ruptures in the South Iceland Seismic Zone. Jökull 60, 117-134.


Hjartardóttir, Á.R., Einarsson, P. & Sigurdsson, H. (2009). The fissure swarm of the Askja volcanic system along the divergent plate boundary of N Iceland. Bulletin of Volcanology,  online, DOI 10.1007/s00445-009-0282-x


Amy E. Clifton & Kattenhorn, S. (2006). Structural architecture of a highly oblique divergent plate boundary segment, Tectonophysics, 419, 27-40.

Clifton, A., P. Einarsson (2005). Styles of surface rupture accompanying the June 17 and 21, 2000 earthquakes in the South Iceland Seismic Zone. Tectonophysics, 396, 141-159.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is