Þyngdarkraftur jarðar (eða réttar sagt, þyngdarhröðun) er mismunandi milli staða og fer hann meðal annars eftir fjarlægð frá miðju jarðar, breiddargráðu, hæð mælistaðar yfir sjávarmáli (eða geóíðu) og massadreifingu umhverfis mælistaðinn. Þyngdarmælingar eru í flokki nákvæmustu mælinga sem hægt er að gera. Ef þeim er beitt með nákvæmum landmælingum má finna mat á því hvernig massi í nágrenni mælistaðarins breytist. Þannig má til dæmis finna hvort landris eða –sig eldstöðvar stafar af gasi, gufu eða kviku.
Þyngdarmælingar við Kleifarvatn
Útgefið, nýlegt efni Jarðvísindastofnunar um þetta efni:
Rymer, H., C. Locke, B. G. Ófeigsson, P. Einarsson, and E. Sturkell (2010). New mass increase beneath Askja volcano, Iceland – a precursor to renewed activity?Terra Nova, 22, 309-313.doi: 10.1111/j.1365-3121.2010.00948.x
Ágústsdóttir, Þ., Magnús Tumi Gudmundsson and Páll Einarsson (2010). A gravity study of silicic domes in the Krafla area, North Iceland. Jökull 60, 135-148.