Myndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi 2010. Myndirnar sýna hraunfoss falla niður í skarð, átta dögum eftir upphaf gossins 28. mars 2010 (vinstri), og hraunflæði á gossvæðinu 7. apríl 2010 (hægri).
Myndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi 2010. Myndirnar sýna hraunfoss falla niður í skarð, átta dögum eftir upphaf gossins 28. mars 2010 (vinstri), og hraunflæði á gossvæðinu 7. apríl 2010 (hægri).
Gosið á Fimmvörðuhálsi (20.3.-12.4. 2010) var lítið hraungos og eftirtektarvert fyrir þær sakir að það rann að hluta ofan á snjó auk þess sem tilkomumiklir hraunfossar mynduðust þegar hraunið steyptist niður í gilin beggja vegna Heljarkambs. Ekkert gjóskufall fylgdi gosinu en það varð eftir mikla jarðskjálftavirkni og aflögun á Eyjafjallajökli. Hraunið sem myndaðist er úr basalti, um 1,3 ferkílómetrar að stærð og rúmmál þess um 0,02 km3. Kvikuinnskot til vesturs undan Eyjafjallajökli olli gosinu. Rúmum sólarhring eftir að Fimmvörðuhálsgosinu lauk hófst gosið í Eyjafjallajökli, sem stóð í tæpar sex vikur.
Nánari upplýsingar um eldgos á Fimmvörðuhálsi/eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls er að finna á Íslensku eldfjallavefsjánni: https://islenskeldfjoll.is/?volcano=EYJ