Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.
- Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli á fyrsta gosdegi. Ský huldu fjallið sjálft.
- Gígjökulslónið eftir að fyrsta hlaupið þann 14. apríl hafði runnið út í það. Aurkeila hefur myndast vestantil í lóninu.
- Ós Markarfljóts þar sem hlaupvatn rennur út í hafið.
- Hlaupið á öðrum gosdegi flæðir yfir varnargarðinn við Þórólfsfell, um 4,5 km frá jaðri Gígjökuls.
- Megingígurinn í Eyjafjallajökl á fjórða gosdegi, þegar fyrst sást með berum augum í gígana. Horft úr norðri, ákaft sprengigos í gangi.
- Gosmökkurinn á sjötta gosdegi í ákveðinni norðanátt.
- Gosið á 7. degi. Dökki mökkurinn rís beint úr gíginum. Hvíti mökkurinn til hliðanna vegna bráðnunar íss þar sem hraun leggst að ísnum.
- Gosið á 11. degi, fremur rólegt sprengigos.
- Gosið á 25. degi. Jökullinn þakinn gjósku en sér í ís í Gígjökli þar sem hraunið sem rann undir ísnum hefur brætt gjá í jökulinn.
- Gosið á 27. degi, horft úr vestri.
- Gosmökkurinn rís upp úr skýjum á 30. degi. Mökkinn leggur til suðausturs.
- Efsti hluti Eyjafjallajökulls eftir gosið. Horft úr norðvestri. Gufa stígur upp úr megingígnum en þykkt gjóska þekur svæðið umhverfis.
Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.