Grímsvötn 1998
  1. Gosmökkurinn í Grímsvatnagosinu kl.11:20, 18. desember 1998.  Myndin er tekin úr flugvél vestan Þingvallavatns úr tæplega 200 km fjarlægð.
  2. Grímsvatnagosið um hádegið 18. desember, horft úr norð-norðaustri úr 30 km fjarlægð. Mökkurinn er um 10 km hár.
  3. Grímsvatnagosið, gígurinn úr um 3 km fjarlægð um hádegi á fyrsta gosdegi, horft úr norðaustri.
  4. Grímsvötn og gosmökkur á öðrum gosdegi.  Myndin er tekin úr um 7 km hæð og 10 km fjarlægð. Fjær sést til Kverkfjalla þar sem þau rísa upp úr skýjum.
  5. Gosið á öðrum gosdegi (19. desember 1998), horft úr norðri úr 2 km fjarlægð. 
  6. Gosið á sjötta degi (23. des.). Horft úr austri.
  7. Gosið 27. desember. Horft úr suðri. Vestari Svíahnúkur á brún Grímsfjalls hægra megin við mökkinn.
  8. Gosið 27. desember. Horft úr suðri úr um 2 km fjarlægð. Stuttur fasi með ákafri virkni. Á myndinni sést flugvél sem ber í mökkinn.

Um meðferð og notkun myndanna: Gögnin sem veittur er aðgangur að lúta skilmálum (Creative Commons Attribution 4.0 International License, https://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ ). Heimilt er að hlaða niður gögnum og myndum og nota í öðru samhengi að því tilskildu að uppruna sé getið.

Hægt er að skoða myndasafnið nánar á EPOS gagnagáttinni. Leita þar af „Volcanic eruption images from Iceland“ í leitar flipa til vinstri.

EPOS Íslands
Share