Header Paragraph

Snefilefna- og samsætugreiningar í Geldingadalahrauni

Image
""
Image
Styrkur jarðmálma í Geldingahrauninu

Styrkur snefilefna og samsætuhlutföll blýs (Pb) hafa verið mæld í Geldingadalahrauninu og staðfesta að kvikan er frumstæðari en þær sem gosið hafa á sögulegum tíma á Reykjanesi. Kvikan ber öll merki nýlegrar og lítt breyttrar möttulbráðar sem risið hefur hratt frá myndunarstað sínum.

Samsetning kvikunnar einkennist af lágum styrk utangarðsefna (frumefni sem velja vökva fram yfir kristalla), lágu hlutfalli léttari á móti þyngri sjaldgæfu jarðmálmunum (þ.e. lágt LREE/HREE) og lágum samsætuhlutföllum Pb í samanburði við önnur söguleg hraun skagans. Þessar frumniðurstöður benda til uppruna kvikunnar við bræðslu á möttulefni sem þegar hefur gengið í gegnum umtalsverða hlutbræðslu undir Reykjanesi. Frekari upplýsingar má finna á ensku hérna.