Titill
Helgi Björnsson valinn heiðursmeðlimur í Alþjóðlega jöklarannsóknarfélaginu (e. International Glaciological Society, IGS)

Texti

Alþjóðlega jöklarannsóknarfélagið (e. International Glaciological Society, IGS) hefur valið Helga Björnsson jöklafræðing sem heiðursmeðlim í félaginu. Þetta eru ein helstu verðlaunin sem IGS veitir en aðeins fáir hafa hlotið þau gegnum tíðina. Verðlaunin hljóta einstaklingar fyrir framúrskarandi framlag til jöklafræða á sínum ferli, hvort sem er á landsvísu eða alþjóðlega.

Helgi leiddi rannsóknarstarf á íslenskum jöklum í marga áratugi, var hvatamaður að vöktun afkomu og orkuskiptum við yfirborð jökla, verkefni sem enn eru unnin í dag á þeim grunni sem Helgi byggði upp. Helgi leiddi einnig rannsóknir á jökulhlaupum, botnkortagerð auk fjölda annarra rannsóknarverkefna.

Helgi var formaður JÖRFÍ í níu ár, frá 1989 til 1998, var ritstjóri Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélagsins en auk þess hefur hann setið í ritstjórn tímaritsins um langt skeið. Helgi var einnig mjög virkur í starfi IGS, og sat í stjórn IGS 1978-1981, 1984, 1990-1993 og varaformaður 1999-2001.

Við óskum Helga innilega til hamingju!

Nánar má lesa um Helga í samantekt IGS, þar sem farið er stuttlega yfir feril hans:

www.igsoc.org/about/awards/honorary-membership/helgi-bjornsson

Mynd
Image