Stjórn og framkvæmdastjórn

Stjórn Jarðvísindastofnunar Háskólans er skipuð þeim sex mönnum, öðrum en stúdentum, sem sitja í deildarráði Jarðvísindadeildar. Stjórnarformaður og tveir meðstjórnendur eru kjörnir til tveggja ára en aðrir stjórnarmenn eftir reglum Jarðvísindadeildar.

Formaður stjórnar, nú Olgeir Sigmarsson, er kosinn sérstaklega eftir reglum Jarðvísindastofnunar Háskólans.

Við kjör stjórnarmanna skal tekið mið af 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.