Starfsemin
Jarðvísindastofnun Háskólans er önnur tveggja faglega sjálfstæðra stofnana innan Raunvísindastofnunar Háskólans.
Markmið stofnunarinnar er að viðhalda öflugum alþjóðlegum rannsóknum og æðri menntun innan stofnunar og háskóladeildar til framþróunar vísinda og í þágu samfélagsins.
Alþjóðlegar rannsóknir
Jarðvísindastofnun Háskólans og Jarðvísindadeild, sem er ein sex deilda Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, hafa sameiginlega stjórn og stunda rannsóknir sem falla undir þrjú rannsóknaþemu:
Rannsóknaverkefni
Rannsóknaverkefni stofnunarinnar eru unnin í samvinnu við ýmsar innlendar rannsókna- og þjónustustofnanir og fjölmargar erlendar háskólastofnanir og birtast niðurstöður þeirra á alþjóðlegum vettvangi.
Ný þekking á náttúruvá, nýtingu jarðrænna auðlinda, jöklum, loftlagsbreytingum og öðrum umhverfismálum þjónar einnig íslensku þjóðfélagi.
Akademískt starfsfólk Jarvísindastofnunar og Jarðvísindadeildar stunda rannsóknir sínar innan stofnunarinnar í samvinnu við stoðþjónustu og tæknifólk, nýdoktora og nemendur í rannsóknanámi á MS og PhD stigi.
Innviðir
Stofnunin rekur rannsóknastofur, farartæki og annan búnað til mælinga utanhúss.
Víðtæka þekkingu og reynslu við rannsóknir í náttúrunni er að finna innan stofnunarinnar, enda er slík vinna nauðsynlegur hluti verkefna hennar.
Starfsfólk Jarðvísindastofnunar tekur auk þess virkan þátt í kennslu og leiðbeiningum á öllum stigum námsins.
Innan stofnunarinnar og Jarðvísindadeildar starfa tæplega 30 akademískir starfsmenn meðan annað starfsfólk,til dæmis rannsókna- og tæknifólk og nýdoktorar, eru um 20 talsins.
Norrænir styrkþegar eru 4-5, doktorsnemar eru á hverjum tíma 15-20 talsins og meistaranemar á bilinu 40-50 manns.
NordVulk
Norræna eldfjallasetrið (NordVulk) er hluti Jarðvísindastofnunar Háskólans.
Setrið er vettvangur samstarfs innan Norðurlanda og á alþjóðavísu undir rannsóknaþemanu sem snýst um eldfjöll.
Samstarfið á sér stað í gegnum fjölþjóðleg rannsóknaverkefni og þjálfun ungs vísindafólks frá Norðurlöndum og annars staðar að úr heiminum.
Árlega eru veittar fimm stöður til ungra norrænna vísindamanna hjá setrinu sem hafa aðsetur í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.