Texti

Doktorsefni: Sara Sayyadi

Heiti ritgerðar: Surtseyjagosið 1963-1967: Jarðeðlisfræðilegar skorður á framgangi þess og innri gerð gosmyndana.

Andmælendur: Dr. Michael Ort, prófessor við Háskólann í Norður-Arizona og Dr. Stephen McNutt, prófessor við Háskólann í Suður Flórída.

Leiðbeinandi: Dr. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Einnig í doktorsnefnd: Dr. Páll Einarsson, prófessor emeritus, Jarðvísindadeild HÍ og Dr. James D.L. White, prófessor við University of Otago, Nýja Sjálandi. 

Doktorsvörn stýrir: Dr. Andri Stefánsson, prófessor og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands.

Staður og stund: 4. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Hátíðarsal HÍ
 

Ágrip

Surtsey myndaðist í eldgosi undan suðurströnd Íslands á árunum 1963-1967. Gosvirkni færðist til nokkrum sinnum og alls gaus á fimm stöðum, í Surti, Surtlu, Surtungi, Syrtlingi og Jólni. Myndanirnar eru samtals um 5.8 km á lengd, mynda breiðan en slitróttan hrygg, að stórum hluta neðansjávar. Greining gagna úr því frumstæða skjálftamælakerfi sem til var á Íslandi á þessum tíma sýnir að neðri greiningarmörk jarðskjálfta voru ML=2,5 fyrir Surtsey. Hrina skjálfta <3 varð síðustu níu dagana fyrir gosið, í nóvember 1963. Stöðugur lágtíðniórói hófst upp úr hádegi 12. nóvember og er hann talinn marka upphaf Surtseyjargossins, 40 tímum áður en gosið sást á yfirborði að morgni 14. nóvember. Jarskjálftar við Surtsey meðan á gosinu stóð voru að mestu tengdir innskotavirkni, dögum eða vikum áður en gosvirknin færðist til. Rannsókn á skjálftaóróa í Surtseyjargosinu sýnir að samband hans við gosvirkni og kvikuflæði ekki einfalt. Órói var tiltölulega lítill fyrstu 10-20 dagana þegar kvikuflæði var mest. Óróinn var í hámarki vikurnar þar á eftir, þegar verulega hafði degið úr kvikuflæði. Engin fylgni finnst milli sprengivirkni og óróa á skemmri tímaskala (mínútur-klukkustundir). Flugsegulmælingar í þéttu mælineti voru gerðar 2021. Tvívíð tíðnigreining, Euler-afföldun og líkön af völdum segulfrávikum sýnir að upptök þeirra liggja að langmestu leyti í efstu 300 metrum jarðskorpunnar. Hraunin á suðurhluta Surtseyjar orsaka stærstu frávikin. Engin merki sjást um að bólstraberg hafi myndast í upphafi goss á neinum gosstaðanna. Ekki sjást heldur merki um að umtalsvert magn innskota sé í eða undir túffmyndunum frá 1963-1967. Þessar niðurstöður staðfesta að tvístrun kviku var ráðandi í upphafsfasa gosvirkninnar á sjávarbotni.

Um doktorsefnið

Sara lauk BA-gráðu hennar í eðlisfræði en síðan sneri hún sér að jarðeðlisfræði og útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum í Teheran. Sara kom til Íslands árið 2017 og hóf þá doktorsnám.

 

Viðburður á Facebook

Mynd
Image