Header Paragraph

Efnasamsetning eldfjallagass frá eldgosinu við Sundhnúksgíga, 18-19. desember 2023

Image
Gossprungan við Sundhnúkagíga 18.12.2023

Efnasamsetning eldfjallagas frá eldgosinu við Sundhnúksgíga, 18-19. desember 2023

Efnasamsetning gasins sem kom upp við Sundhnúksgíga var mæld innan við 5 klukkutíma frá upphafi gossins með innrauðri fjarkönnunarmyndavél (OP-FTIR).  Mælingarnar eru samvinnuverkefni vísindafólks við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Samsetning gasins er: H2O 93-94%, CO2 4-5%, SO2 1-2%, HCl 0.09-0.13%, HF 0.07-0.09%, CO 0.07-0.09%

Efnasamsetning gasins sem kom nú upp við Sundhnúksgíga er sambærileg efnasamsetingu gas frá fyrri eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár, með mikilvægum undantekningum.  Núverandi gas er snauðara af CO2 og SO2 en í fyrir eldgosum, á meðan styrkur HCl, HF og H2O er sambærilegur (mynd 1).  Þetta bendir til að kvikan hafi dvalið grunnstætt um hríð í jarðskorpunni (á <0.5 til 5 km dýpi) og afgasast áður en að eldgos braust út.

Mynd 1. Efnasamsetning eldfjallagas á Reykjanesi 2021-23.  Núverandi gas frá eldgosinu við Sundhnúksgíga er snauðara af CO2 og SO2 sem bendir til afgösunar kviku grunt í jarðskorpunni áður en eldgosið hófst.

Image
Efnasamsetning eldfjallagas á Reykjanesi 2021-2023