Header Paragraph

Eldgos hafið við Fagradalsfjall

Image
""

kl. 22:15

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall.  Vísindamenn eru að fara í þyrluflug til að staðsetja gosið nánar.
Fyrsta tilkynning barst Veðurstofunni klukkan 21.40. Gos var staðfest í gegnum vefmyndavélar og gervitunglamyndir. Staðsetning er við Fagradalsfjall. Lítill órói sást á mælum. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofunni klukkan 21.40.

Uppfært kl. 02:18 - 20. mars

Sérfræðingar frá Jarðvísindastofnun fóru í flugferð með vél Isavia, TF-FMS, í kvöld til að staðsetja gosstöðvarnar og meta stærðir eins og kostur er í náttmyrkrinu. Gossprungan er 0,5-1 km á lengd, með stefnu suðvestur-norðaustur. Hraunið rennur niður í Geldingadal og safnast þar fyrir. Gosið er frekar lítið, svipað gosinu á Fimmvörðuhálsi fyrir réttum 11 árum síðan.  

Image
""