Header Paragraph

Eldgos við Sundhnúksgíga, niðurstöður mælinga 18. desember

Image
Gossprungan við Sundhnúkagíga 18.12.2023

Eldgos við Sundhnúksgíga, 18. desember 2023

Berglýsing

Hraunsýni sem safnað var aðfaranótt 19. desember er blöðrótt og glerkennt með plagíóklas- og ólivíndílum (>1 mm á lengd) og plagíóklas-, ólivín- og krómspínil-smákristöllum (mynd 1). Krómspínillinn finnst bæði stakur í glerinu og sem innlyksur í ólivíndílum (mynd 1). Algengt er að sjá silikatbráðarinnlyksur bæði í smádílum og stærri dílum (mynd 1b).

Mælingar á efnasamsetningu

Kvikan sem kom upp í upphafi gossins í og við Sundhnúksgíga er þóleiítískt basalt sem algeng eru í sprungugosum. Örgreiningar á gleri gefa ~6% MgO, ~2.29% TiO2 og hlutfallið K2O/TiO2 er 0,23. Heildarbergefnagreiningar (ICP-OES) eru nokkuð frumstæðari en örgreiningar á gleri, eins og vænta mátti, en hlutfall K2O/TiO2 er það sama.

Kvikan sem nú gýs við Sundhnúksgíga er því:

-Líklega þróaðri en kvikan sem einkennt hefur nýleg gos í Fagradalsfjalli. Því er líklegt að nýju bráðirnar hafi dvalið lengur í jarðskorpunni á leið sinni til yfirborðs.

-Af sama stofni og kvikan sem kom upp í meginhluta Geldingadalagossins 2021, Meradalagosinu 2022 og við Litla-Hrút sumarið 2023.

-Ólík kviku í sögulegum eldgosum í Svartsengiskerfinu (Illahraun, Eldvarpahraun og Arnarseturshraun), sem og forsögulegum hraunum eins og hinu 2400 ára gamla Sundhnúksgígahrauni. Það bendir til að nýja kvikan eigi sér annan uppruna, að minnsta kosti að hluta.

Image
Þunnsneið_syni_20231218

Mynd 1: Petrographic characteristics of the Sundhnúkur lava collected in the early morning hours on the 19th of December 2023. A) Stereomicroscopic image of glassy lava fragments with plagioclase (plag) crystals. B) Backscattered electron image of the lava, containing olivine (ol), plagioclase (plag), chromian spinel (Cr-Sp) and basaltic glass. Note the inclusions of basaltic glass in plagioclase microphenocrysts.