Header Paragraph

Fyrstu niðurstöður efnagreiningar hraunsýna úr Meradölum liggja fyrir

Image
Eldgos við Sundhnúksgíga aðfararnótt 19. desember 2023

Hraunið sem kom upp í Meradölum á fyrsta degi nýju goshrinunnar hefur svipaða samsetningu og það sem gaus á síðasta ári.
Styrkur MgO í hraðkældu gleri er um 7,5% og hlutfall  K2O/TiO2 er 0.25 (sjá mynd 1).
Reiknað hitastig kvikunnar er 1190-1200 °C og jafnvægisþrýstingur dílanna í kvikunni samræmist því að hraunið hafi komið úr kvikugangi í efri hluta jarðskorpunnar (sjá mynd 2).

Kvikustreymi neðan úr möttli undanfarna mánuði, sem jarðeðlisfræðilegar mælingar hafa gefið vísbendingar um, kann að hafa komið eldgosinu af stað. Jarðvísindastofnun mun safna sýnum og efnagreina reglulega, sem leiða mun til betri vitneskju um uppruna og eðli kvikunnar.

Mynd 1. Breytileiki í hlutfalli K2O/TiO2 í kvikunni sem kom upp í gosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 ásamt sama hlutfalli í fyrsta sýni frá nýja gosinu. Myndin sýnir að K2O/TiO2 hlutfallið er nánast það sama í nýja sýninu og í sýni frá lokum gossins á síðasta ári.

 

Mynd 2. Rafeindasmásjármynd af slípuðu sýni af nýja hrauninu, sem sýnir blöðrótt basaltgler með plagíóklas-, ólivín-, klínópýroxen- og krómspínilsmádílum. Lengd mælikvarðans er 0.1 mm.